Viðskipti innlent

Tekjur Íslendinga: Enginn á roð í Gunnar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gunnar Nelson bardagakappi er tekjuhæstur meðal íþróttamanna og íþróttaþjálfara hér á landi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunnar.
Gunnar Nelson bardagakappi er tekjuhæstur meðal íþróttamanna og íþróttaþjálfara hér á landi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunnar.
Gunnar Nelson bardagakappi er tekjuhæstur meðal íþróttamanna og íþróttaþjálfara hér á landi, með 1.897.000 krónur í laun á mánuði.

Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunnar sem kom út í morgun. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Á hæla Gunnars kemur Úlfar Jónsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í golfi með 1,19 milljónir á mánuði og Baldur Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Stjörnunni er í þriðja sæti slistans með 1,18 milljónir á mánuði.

Heimir Hallgrímsson, þjálfri A-landsliðs karla í knattspyrnu og tannlæknir, vermir fjórða sæti listans með 1,15 milljónir króna á mánuði. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, er í fimmta sæti og efsta kona listans með 1,11 milljónir á mánuði.

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs karla í knattspyrnu er sá sjötti með 1,06 milljónir og þá er Guðjón Baldvinsson, knattspyrnumaður hjá Stjörnunni, í sjöunda sæti listans með tæpar 1,06 milljónir.

Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, er svo í áttunda sæti listans með 1,05 milljónir á mánuði og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ sú nýjunda með rúma milljón á mánuði.

Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2016 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×