Mikilvægt skref fyrir framtíðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2017 06:00 Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður 365, handsala samninginn. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er gleðidagur,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um nýjan samstarfssamning HSÍ, Olís og 365 sem felur í sér stóraukna umfjöllun um Olís-deildir karla og kvenna. Í gær var undirritaður samningur á milli þessara þriggja aðila sem færir deildakeppnina í handboltanum og úrslitakeppnina yfir á Stöð 2 Sport en 22 ár eru síðan 365 var síðast með handboltann. Beinum útsendingum mun fjölga verulega í karla- og kvennadeildinni. Tveir leikir að lágmarki verða í beinni hjá körlunum í hverri umferð og einn hjá konunum. Í sérstökum uppgjörsþætti í anda þess sem Stöð 2 Sport hefur verið með í fótboltanum og körfuboltanum er hver umferð svo gerð upp.Mikilvægt skref „Þetta er mjög mikilvægt fyrir handboltann. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera búnir að tryggja umfjöllun og auglýsingasamning til næstu þriggja ára. Við erum mjög heppnir að vera með jafnsterkan aðila og Olís á bakvið okkur og við eigum von á því að mótið á næsta ári verði flott og vel auglýst,“ segir Róbert Geir. Tímapunkturinn til að taka þetta skref segir Róbert að sé fullkominn þar sem ógnarsterkir leikmenn hafi flykkst heim bæði í Olís-deild karla og kvenna. „Við vildum auka umfjöllun mikið um handbolta og efla hana. Deildin verður að okkar mati alveg gríðarlega sterk þar sem við erum að fá atvinnu- og landsliðsmenn aftur heim. Því var tímapunkturinn góður fyrir okkur núna að gera nýjan samning og auka umfjöllunina.“Góðir leikdagar Olís-deild karla hefur til langs tíma aðallega verið spiluð á fimmtudagskvöldum og stelpurnar hafa spilað á laugardögum. Nú fara leikir karlanna fram á sunnudögum og mánudögum, sjónvarpsleikur stelpnanna verður á sunnudögum og kvennaumferðin klárast svo á þriðjudögum. Róbert segir þessa breytingu á leikdögum ekki hafa komið illa við félögin. „Við upplýstum formennina í deildinni um hvert við stefndum og almennt séð er mikil ánægja með þennan nýja samning. Það er mikil sátt um hvert við erum að stefna,“ segir framkvæmdastjórinn sem er sjálfur spenntur fyrir þessari breytingu. „Ég held að þessir leikdagar séu mjög góðir. Sunnudagar, mánudagar og þriðjudagar eru dagar sem eru lítið notaðir í öðru sporti. Það var engin pressa á okkur að taka þessa leikdaga, þetta var val frá okkur. Við erum búin að ræða þetta við félögin og almennt séð eru miklar og góðar undirtektir við þessum leikdögum.“Langtímamarkmiðið Umfjöllun um Olís-deildirnar verður ekki bara áberandi í sjónvarpi 365 heldur á öllum miðlum. Róbert segir þetta allt mikilvægt fyrir framtíð handboltans og styður þetta við framtíðaráform HSÍ sem þarf vitaskuld að horfa til fleiri hluta en bara umfjöllunar um deildina. „Fyrst og fremst erum við að fá aukna umfjöllun um íþróttina og ná að markaðssetja hana enn betur. Markmið okkar til langs tíma er að fjölga iðkendum og búa til framtíðarstjörnur og landsliðsmenn. Ég held að þessi samningur sé mjög góður hvað það varðar,“ segir Róbert Geir Gíslason. Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
„Þetta er gleðidagur,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um nýjan samstarfssamning HSÍ, Olís og 365 sem felur í sér stóraukna umfjöllun um Olís-deildir karla og kvenna. Í gær var undirritaður samningur á milli þessara þriggja aðila sem færir deildakeppnina í handboltanum og úrslitakeppnina yfir á Stöð 2 Sport en 22 ár eru síðan 365 var síðast með handboltann. Beinum útsendingum mun fjölga verulega í karla- og kvennadeildinni. Tveir leikir að lágmarki verða í beinni hjá körlunum í hverri umferð og einn hjá konunum. Í sérstökum uppgjörsþætti í anda þess sem Stöð 2 Sport hefur verið með í fótboltanum og körfuboltanum er hver umferð svo gerð upp.Mikilvægt skref „Þetta er mjög mikilvægt fyrir handboltann. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera búnir að tryggja umfjöllun og auglýsingasamning til næstu þriggja ára. Við erum mjög heppnir að vera með jafnsterkan aðila og Olís á bakvið okkur og við eigum von á því að mótið á næsta ári verði flott og vel auglýst,“ segir Róbert Geir. Tímapunkturinn til að taka þetta skref segir Róbert að sé fullkominn þar sem ógnarsterkir leikmenn hafi flykkst heim bæði í Olís-deild karla og kvenna. „Við vildum auka umfjöllun mikið um handbolta og efla hana. Deildin verður að okkar mati alveg gríðarlega sterk þar sem við erum að fá atvinnu- og landsliðsmenn aftur heim. Því var tímapunkturinn góður fyrir okkur núna að gera nýjan samning og auka umfjöllunina.“Góðir leikdagar Olís-deild karla hefur til langs tíma aðallega verið spiluð á fimmtudagskvöldum og stelpurnar hafa spilað á laugardögum. Nú fara leikir karlanna fram á sunnudögum og mánudögum, sjónvarpsleikur stelpnanna verður á sunnudögum og kvennaumferðin klárast svo á þriðjudögum. Róbert segir þessa breytingu á leikdögum ekki hafa komið illa við félögin. „Við upplýstum formennina í deildinni um hvert við stefndum og almennt séð er mikil ánægja með þennan nýja samning. Það er mikil sátt um hvert við erum að stefna,“ segir framkvæmdastjórinn sem er sjálfur spenntur fyrir þessari breytingu. „Ég held að þessir leikdagar séu mjög góðir. Sunnudagar, mánudagar og þriðjudagar eru dagar sem eru lítið notaðir í öðru sporti. Það var engin pressa á okkur að taka þessa leikdaga, þetta var val frá okkur. Við erum búin að ræða þetta við félögin og almennt séð eru miklar og góðar undirtektir við þessum leikdögum.“Langtímamarkmiðið Umfjöllun um Olís-deildirnar verður ekki bara áberandi í sjónvarpi 365 heldur á öllum miðlum. Róbert segir þetta allt mikilvægt fyrir framtíð handboltans og styður þetta við framtíðaráform HSÍ sem þarf vitaskuld að horfa til fleiri hluta en bara umfjöllunar um deildina. „Fyrst og fremst erum við að fá aukna umfjöllun um íþróttina og ná að markaðssetja hana enn betur. Markmið okkar til langs tíma er að fjölga iðkendum og búa til framtíðarstjörnur og landsliðsmenn. Ég held að þessi samningur sé mjög góður hvað það varðar,“ segir Róbert Geir Gíslason.
Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira