Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 09:55 Vinkonur Láru, þær Anna Elvíra, Ida Björg og Jara Fatíma, standa fyrir söfnuninni. „Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman, sem ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar vinkonu sinni, Láru Sif Christiansen. Lára Sif lamaðist í hjólreiðaslysi fyrir um sex vikum.Í hjólaferð með kollegunum Lára datt af reiðhjóli sínu í Öskjuhlíð í maí síðastliðnum. Hún hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair og var í hjólatúr með hjólahópi flugfélagsins þegar slysið varð. Lára slasaðist alvarlega og lamaðist fyrir neðan brjóst en óvíst er hvort hún muni endurheimta mátt sinn aftur.Lára Sif og eiginmaður hennar, Leifur Grétarsson.„Hún var á fjallahjóli í Öskjuhlíð og þetta var eiginlega bara ótrúlega óheppni. Hún fer fram af hjólinu, yfir litla brú og lendir svona rosalega illa á bakinu,“ segir Ida Björg. Ida er sjálf í hjólahópnum en var ekki með í för þegar slysið varð. „Það var strax kallað á sjúkrabíl og það varð fljótt ljóst að hún var alvarlega slösuð. Hún lamaðist fyrir neðan brjóst og það er lítið vitað hvert framhaldið verður.“Markmiðið að komast út í endurhæfingu Samstarfskonur Láru, sem allar eru flugmenn, ákváðu að taka höndum saman og hefja styrktarsöfnun. Það eru þær Ida Björg, Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir og Jara Fatima Brynjólfsdóttir sem ætla að hlaupa í maraþoninu og sú upphæð sem safnast rennur óskert til Láru. „Lára er núna í endurhæfingu á Grensás en við viljum styrkja hana til þess að hún geti sótt endurhæfingu erlendis. Það er ekki það að hún fái slæma aðstoð hér heima heldur gerist það svo sjaldan að ungt fólk hér á landi lend ií svona slysum. Það er meiri reynsla á svona löguðu erlendis,“ útskýrir Ida. Lára og vinkonur hennar, í brúðkaupi Láru og Leifs.Bjartsýnin að leiðarljósi Ida segir Láru takast á við áfallið með algjöru æðruleysi, og heyra má á henni að hún er snortin yfir jákvæðni og bjartsýni vinkonu sinnar. „Þetta er að sjálfsögðu svakalegt áfall. En hún stendur sig eins og hetja og er alveg ótrúlega flott og dugleg. Hún er ofboðslega lífsglöð manneskja að eðlisfari og tekur á þessu sem verkefni með algjörri jákvæðni.“ Ida, Anna Elvíra og Jara Fatima ætla að hlaupa samtals 34 kílómetra í maraþoninu; hálfmaraþon, tíu kílómetra og þrjá kílómetra.Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á eftirfarandi reikningsnúmer:Rn.: 0133-26-440717Kt.: 440717-0710 Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman, sem ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar vinkonu sinni, Láru Sif Christiansen. Lára Sif lamaðist í hjólreiðaslysi fyrir um sex vikum.Í hjólaferð með kollegunum Lára datt af reiðhjóli sínu í Öskjuhlíð í maí síðastliðnum. Hún hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair og var í hjólatúr með hjólahópi flugfélagsins þegar slysið varð. Lára slasaðist alvarlega og lamaðist fyrir neðan brjóst en óvíst er hvort hún muni endurheimta mátt sinn aftur.Lára Sif og eiginmaður hennar, Leifur Grétarsson.„Hún var á fjallahjóli í Öskjuhlíð og þetta var eiginlega bara ótrúlega óheppni. Hún fer fram af hjólinu, yfir litla brú og lendir svona rosalega illa á bakinu,“ segir Ida Björg. Ida er sjálf í hjólahópnum en var ekki með í för þegar slysið varð. „Það var strax kallað á sjúkrabíl og það varð fljótt ljóst að hún var alvarlega slösuð. Hún lamaðist fyrir neðan brjóst og það er lítið vitað hvert framhaldið verður.“Markmiðið að komast út í endurhæfingu Samstarfskonur Láru, sem allar eru flugmenn, ákváðu að taka höndum saman og hefja styrktarsöfnun. Það eru þær Ida Björg, Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir og Jara Fatima Brynjólfsdóttir sem ætla að hlaupa í maraþoninu og sú upphæð sem safnast rennur óskert til Láru. „Lára er núna í endurhæfingu á Grensás en við viljum styrkja hana til þess að hún geti sótt endurhæfingu erlendis. Það er ekki það að hún fái slæma aðstoð hér heima heldur gerist það svo sjaldan að ungt fólk hér á landi lend ií svona slysum. Það er meiri reynsla á svona löguðu erlendis,“ útskýrir Ida. Lára og vinkonur hennar, í brúðkaupi Láru og Leifs.Bjartsýnin að leiðarljósi Ida segir Láru takast á við áfallið með algjöru æðruleysi, og heyra má á henni að hún er snortin yfir jákvæðni og bjartsýni vinkonu sinnar. „Þetta er að sjálfsögðu svakalegt áfall. En hún stendur sig eins og hetja og er alveg ótrúlega flott og dugleg. Hún er ofboðslega lífsglöð manneskja að eðlisfari og tekur á þessu sem verkefni með algjörri jákvæðni.“ Ida, Anna Elvíra og Jara Fatima ætla að hlaupa samtals 34 kílómetra í maraþoninu; hálfmaraþon, tíu kílómetra og þrjá kílómetra.Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á eftirfarandi reikningsnúmer:Rn.: 0133-26-440717Kt.: 440717-0710
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira