Bandaríska stúllan Bethanie Mattek-Sands fór þá úr hnélið í leik gegn hinni rúmensku Sorana Cirstea.
Mattek-Sands lá í grasinu og öskraði hjálpið mér, hjálpið mér og var augljóslega mjög þjáð.
Er Cirstea labbaði til hennar brá henni svo mikið við að sjá hnéð á Mattek-Sands að hún labbaði í burtu. Myndband af því atviki má sjá hér að neðan.
Mattek-Sands ( ESPN) pic.twitter.com/HK8q3HfFc5
— Ilya Ryvlin (@ryvlin) July 6, 2017
Stúlkan er í 103. sæti heimslistans og hefur aðallega gert það gott í tvíliðaleik. Þar ætlaði hún sér stóra hluti með Lucie Safarova en ekkert verður af því.
Safarova grét og grét á hliðarlínunni er hún hlustaði í vinkonu sína þjást inn á vellinum.
Cirstea sagðist finna mikið til með andstæðingi sínum. Það vildi enginn vinna leik á þennan hátt.
„Ég sé að hnéð á henni var farið úr lið. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Þetta var eins og eitthvað í bíómynd,“ sagði Cirstea.
Lucie Safarova in tears after horrible injury to her doubles partner Bethanie Mattek-Sands. Really grim to hear her in such pain. pic.twitter.com/yQEe2EKYn2
— Graham Henry (@grahamhenry) July 6, 2017