Þetta er ekkert mál! Kynning skrifar 6. júlí 2017 09:30 Mánabikarinn – MoonCup – er margnota silíkonbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. Hann er gerður úr silíkoni, án allra aukaefna og veldur því ekki ertingu. Mánabikarinn er hannaður af konum fyrir konur. Stilkurinn niður úr honum er ætlaður til að auðvelda takið á bikarnum við innsetningu og þegar hann er tekinn út. En sumum konum hentar betur að stytta stilkinn og gera það eftir þörfum.Mánabikarinn hentar öllum konum, ekki síst þeim sem eru á ferð og flugi. Hægt er að stunda bæði sund og aðrar íþróttir.Það mikilvægasta er að Mánabikarinn er á engan hátt óheilsusamlegur, en það geta tappar og bindi hins vegar verið. Ofurrakadrægir tappar geta valdið eitrun (e. toxic shock syndrome) ef þeir eru hafðir of lengi í leggöngunum og einnig innihalda margar gerðir tappa og dömubinda bleikiefni og ýmis önnur óæskileg sterk efni, sem geta valdið ertingu eða ofnæmi.Mjög algengt er að konur finni fyrir ofnæmi af þessum völdum sem leiðir síðan gjarnan til þrálátra sveppasýkinga með tilheyrandi óþægindum og útgjöldum.Mánabikarinn hentar konum sem eru ofnæmisgjarnar og konum með latexofnæmi þar sem hann er úr silíkoni.Álfabikarinn Keeper gúmmí er framleiddur úr náttúrulegu gúmmíi (latex) sem tappað er af trjám sem lifa lengi og gefa af sér.Ef þú ert viðkvæm fyrir gúmmíi eða með latexofnæmi er Álfabikarinn/Keeper úr gúmmíi e.t.v. ekki fyrir þig. Þá getur hentað betur að nota Mánabikarinn. Hafðu samráð við lækni ef þú hefur grun um að þú sért með ofnæmi.Notkun bikars í 6 skrefum: 1)Þegar Mánabikarnum er komið fyrir er mikilvægt að hendur séu ávallt hreinar. Gott er að halda honum undir heitu vatni um stund, það bæði velgir hann og mýkir svo að innsetning verður auðveldari. 2)Því næst er hann brotinn saman eftir endilöngu og efsta brúnin sett upp í leggöngin, þar er takinu sleppt og þá opnast hann. 3)Síðan er honum ýtt rólega upp og gott er að snúa honum einn hring um leið til að tryggja að hann sitji sem best. Þegar búið er að koma Mánabikarnum fyrir situr hann mjög neðarlega, eða aðeins 1-1½ cm frá opi legganganna. Notkun hans að næturlagi er örugg og ekki þarf að fjarlægja hann við þvaglát eða losun hægða. 4)Þegar hann er tæmdur er tekið um neðsta hluta hans með tveimur fingrum, eða um stilkinn ef hann hefur ekki verið fjarlægður. Hversu oft þarf að tæma hann fer eftir magni blæðinga en miðað er við að þess þurfi á 4-12 tíma fresti. 5)Til að þrífa Mánabikarinn má nota vatn, eða vatn og milda sápu en ekki má sjóða hann þar sem hann gæti eyðilagst við suðu. Athugið að það má ekki nota önnur sótthreinsandi efni. 6)Við lok blæðinga er Mánabikarinn þveginn mjög vel, þurrkaður og síðan geymdur í litlum bómullarpoka sem fylgir honum. Nálgast má ítarlegri upplýsinga á vefsíðu Móðurástar hér. Mest lesið Gosha Rubchinskiy hættir Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: Snobb Glamour Dóttir Beyonce sýnir danshæfileika sína Glamour Tískufyrirmyndin David Bowie Glamour Hvítt þema á Critic's Choice Awards Glamour Jennifer Lawrence með hörkustílista á kynningartúr Glamour Nýtt íslenskt skómerki. Glamour Óskarinn 2016: Glamour fylgist með Glamour Halda upp á fertugsafmæli á Bahamas Glamour Gíraðu þig upp með Nike Rvk Run Club Glamour
Mánabikarinn – MoonCup – er margnota silíkonbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. Hann er gerður úr silíkoni, án allra aukaefna og veldur því ekki ertingu. Mánabikarinn er hannaður af konum fyrir konur. Stilkurinn niður úr honum er ætlaður til að auðvelda takið á bikarnum við innsetningu og þegar hann er tekinn út. En sumum konum hentar betur að stytta stilkinn og gera það eftir þörfum.Mánabikarinn hentar öllum konum, ekki síst þeim sem eru á ferð og flugi. Hægt er að stunda bæði sund og aðrar íþróttir.Það mikilvægasta er að Mánabikarinn er á engan hátt óheilsusamlegur, en það geta tappar og bindi hins vegar verið. Ofurrakadrægir tappar geta valdið eitrun (e. toxic shock syndrome) ef þeir eru hafðir of lengi í leggöngunum og einnig innihalda margar gerðir tappa og dömubinda bleikiefni og ýmis önnur óæskileg sterk efni, sem geta valdið ertingu eða ofnæmi.Mjög algengt er að konur finni fyrir ofnæmi af þessum völdum sem leiðir síðan gjarnan til þrálátra sveppasýkinga með tilheyrandi óþægindum og útgjöldum.Mánabikarinn hentar konum sem eru ofnæmisgjarnar og konum með latexofnæmi þar sem hann er úr silíkoni.Álfabikarinn Keeper gúmmí er framleiddur úr náttúrulegu gúmmíi (latex) sem tappað er af trjám sem lifa lengi og gefa af sér.Ef þú ert viðkvæm fyrir gúmmíi eða með latexofnæmi er Álfabikarinn/Keeper úr gúmmíi e.t.v. ekki fyrir þig. Þá getur hentað betur að nota Mánabikarinn. Hafðu samráð við lækni ef þú hefur grun um að þú sért með ofnæmi.Notkun bikars í 6 skrefum: 1)Þegar Mánabikarnum er komið fyrir er mikilvægt að hendur séu ávallt hreinar. Gott er að halda honum undir heitu vatni um stund, það bæði velgir hann og mýkir svo að innsetning verður auðveldari. 2)Því næst er hann brotinn saman eftir endilöngu og efsta brúnin sett upp í leggöngin, þar er takinu sleppt og þá opnast hann. 3)Síðan er honum ýtt rólega upp og gott er að snúa honum einn hring um leið til að tryggja að hann sitji sem best. Þegar búið er að koma Mánabikarnum fyrir situr hann mjög neðarlega, eða aðeins 1-1½ cm frá opi legganganna. Notkun hans að næturlagi er örugg og ekki þarf að fjarlægja hann við þvaglát eða losun hægða. 4)Þegar hann er tæmdur er tekið um neðsta hluta hans með tveimur fingrum, eða um stilkinn ef hann hefur ekki verið fjarlægður. Hversu oft þarf að tæma hann fer eftir magni blæðinga en miðað er við að þess þurfi á 4-12 tíma fresti. 5)Til að þrífa Mánabikarinn má nota vatn, eða vatn og milda sápu en ekki má sjóða hann þar sem hann gæti eyðilagst við suðu. Athugið að það má ekki nota önnur sótthreinsandi efni. 6)Við lok blæðinga er Mánabikarinn þveginn mjög vel, þurrkaður og síðan geymdur í litlum bómullarpoka sem fylgir honum. Nálgast má ítarlegri upplýsinga á vefsíðu Móðurástar hér.
Mest lesið Gosha Rubchinskiy hættir Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: Snobb Glamour Dóttir Beyonce sýnir danshæfileika sína Glamour Tískufyrirmyndin David Bowie Glamour Hvítt þema á Critic's Choice Awards Glamour Jennifer Lawrence með hörkustílista á kynningartúr Glamour Nýtt íslenskt skómerki. Glamour Óskarinn 2016: Glamour fylgist með Glamour Halda upp á fertugsafmæli á Bahamas Glamour Gíraðu þig upp með Nike Rvk Run Club Glamour