Tíu ár frá marki Bjarna gegn Keflavík: Stríðsástand á Skaganum | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2017 14:45 Í dag, 4. júlí, eru nákvæmlega 10 ár síðan Bjarni Guðjónsson skoraði eitt frægasta, en jafnframt umdeildasta, mark íslenskrar fótboltasögu. Markið fræga kom í 2-1 sigri ÍA á Keflavík í 9. umferð Landsbankadeildarinnar 2007. Bjarni kom Skagamönnum í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og þannig var staðan allt þar til 11 mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar spörkuðu þá boltanum út af til hægt væri að huga að Vjekoslav Svaðumovic, framherja ÍA.Það sauð allt upp úr eftir annað mark Bjarna.vísir/eiríkurSkagamenn tóku innkastið og boltinn barst á Bjarna sem skaut honum frá miðju, í boga yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið. Og þá varð fjandinn laus. Keflvíkingar urðu æfir og hópuðust að Bjarna sem hélt höndunum uppi eins og til að sanna sakleysi sitt. Dagskránni lauk ekki þarna og tveir leikmenn fengu skömmu síðar rautt spjald. Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, fékk reisupassann fyrir stympingar og Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sá rautt fyrir gróft brot á Bjarna. Þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka tók Bjarni á sprett til búningsherbergja með Keflvíkinga á hælunum. Skömmu fyrir lokaflautið sagði Kristinn honum að hlaupa til búningsherbergja. „Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi,“ skrifaði Henry Birgir Gunnarsson í grein sinni um leikinn í Fréttablaðinu daginn eftir.Kristján Guðmundsson var harðorður í garð Bjarna og ÍA eftir leikinn.vísir/eiríkurÞjálfarar liðanna voru á öndverðum meiði þegar þeir ræddu við Þorstein Gunnarsson, sem lýsti leiknum ásamt Loga Ólafssyni á Sýn, eftir leikinn. „Boltanum er sparkað út af til að gefa leikmanni Skagans aðhlynningu. Það er ljóst að Bjarni kallar á boltann, það er greinilega að hann lítur upp og sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og þetta er Skaganum líka til háborinnar skammar,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Bjarni skammaðist sín svo mikið að hann ákveður að hlaupa þarna inn. Þvílík er skömm hans. Hvað gerðist svo veit ég ekki.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA og faðir Bjarna, hafði aðra sýn á markið umdeilda. „Þeir henda boltanum inn og Bjarni ætlar að spila honum til baka. Það kemur maður í öxlina á honum að pressa og hann hreinlega kinksar boltann. Það er nokkuð ljóst hvað gerist í því atviki. Hann ætlaði aldrei að gera þetta,“ sagði Guðjón. Mikið var rætt og ritað um þetta mark dagana á eftir og ásakanir gengu á víxl. Fulltrúar félaganna mættu í Kastljós, Keflavík sendi frá sér harðorða yfirlýsingu og svo mætti áfram telja. Markið umdeilda og atburðarrásina í kjölfar þess má sjá í spilaranum hér að ofan.Umfjöllun Fréttablaðsins um leikinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Í dag, 4. júlí, eru nákvæmlega 10 ár síðan Bjarni Guðjónsson skoraði eitt frægasta, en jafnframt umdeildasta, mark íslenskrar fótboltasögu. Markið fræga kom í 2-1 sigri ÍA á Keflavík í 9. umferð Landsbankadeildarinnar 2007. Bjarni kom Skagamönnum í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og þannig var staðan allt þar til 11 mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar spörkuðu þá boltanum út af til hægt væri að huga að Vjekoslav Svaðumovic, framherja ÍA.Það sauð allt upp úr eftir annað mark Bjarna.vísir/eiríkurSkagamenn tóku innkastið og boltinn barst á Bjarna sem skaut honum frá miðju, í boga yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið. Og þá varð fjandinn laus. Keflvíkingar urðu æfir og hópuðust að Bjarna sem hélt höndunum uppi eins og til að sanna sakleysi sitt. Dagskránni lauk ekki þarna og tveir leikmenn fengu skömmu síðar rautt spjald. Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, fékk reisupassann fyrir stympingar og Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sá rautt fyrir gróft brot á Bjarna. Þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka tók Bjarni á sprett til búningsherbergja með Keflvíkinga á hælunum. Skömmu fyrir lokaflautið sagði Kristinn honum að hlaupa til búningsherbergja. „Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi,“ skrifaði Henry Birgir Gunnarsson í grein sinni um leikinn í Fréttablaðinu daginn eftir.Kristján Guðmundsson var harðorður í garð Bjarna og ÍA eftir leikinn.vísir/eiríkurÞjálfarar liðanna voru á öndverðum meiði þegar þeir ræddu við Þorstein Gunnarsson, sem lýsti leiknum ásamt Loga Ólafssyni á Sýn, eftir leikinn. „Boltanum er sparkað út af til að gefa leikmanni Skagans aðhlynningu. Það er ljóst að Bjarni kallar á boltann, það er greinilega að hann lítur upp og sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og þetta er Skaganum líka til háborinnar skammar,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Bjarni skammaðist sín svo mikið að hann ákveður að hlaupa þarna inn. Þvílík er skömm hans. Hvað gerðist svo veit ég ekki.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA og faðir Bjarna, hafði aðra sýn á markið umdeilda. „Þeir henda boltanum inn og Bjarni ætlar að spila honum til baka. Það kemur maður í öxlina á honum að pressa og hann hreinlega kinksar boltann. Það er nokkuð ljóst hvað gerist í því atviki. Hann ætlaði aldrei að gera þetta,“ sagði Guðjón. Mikið var rætt og ritað um þetta mark dagana á eftir og ásakanir gengu á víxl. Fulltrúar félaganna mættu í Kastljós, Keflavík sendi frá sér harðorða yfirlýsingu og svo mætti áfram telja. Markið umdeilda og atburðarrásina í kjölfar þess má sjá í spilaranum hér að ofan.Umfjöllun Fréttablaðsins um leikinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira