Rútufyrirtækin þurfa að skipta um gír Haraldur Guðmundsson skrifar 4. júlí 2017 06:00 Framkvæmdastjórar Kynnisferða og Gray Line segja útlit fyrir talsverða hagræðingu hjá rútufyrirtækjum. „Verð eru farin að lækka skyndilega og tilboð birtast sem eru þannig að erfitt er að skilja hvernig hægt er að reka fyrirtæki á slíku og það verða miklar hræringar í þessu fram á haust og næsta vetur og þá mun einhver hagræðing hafa átt sér stað,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um upplifun sína af áhrifum styrkingar krónunnar á rútufyrirtæki hér á landi. Alls voru 569 rekstrarleyfi til fólksflutninga í gildi í síðasta mánuði en þau voru 389 í árslok 2014. Samkvæmt tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið hefur hópferðaleyfishöfum fjölgað um rétt tæp 59 prósent síðastliðin fimm ár. Líkt og hjá öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu ógnar nú sterkt gengi krónunnar frekari vexti. „Þegar hægist á vextinum þarf að eiga sér stað hagræðing og vegna hærra gengis krónunnar finnst mér við einmitt vera á þeim tímapunkti þar sem það er að byrja að gerast,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hærra gengi virðist vera að hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki voru því mörg með mjög há verð fyrir og geta ekki velt allri gengishækkuninni áfram en þurfa að vinda ofan af þessu og leita leiða til hagræðingar,“ segir Ásgeir. Kristján tekur fram að hann telji ágætis tíma fram undan í ferðaþjónustu en fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hafi verið og verði minni en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Það eru ákveðin hættumerki varðandi suma hópa ferðamanna sem hafa verið mjög stórir, eins og breski markaðurinn. Þeir hafa verið mjög sterkir sérstaklega í dagsferðum frá Reykjavík,“ segir Kristján. Framtakssjóðurinn Horn III, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, keypti í nóvember í fyrra fyrirtækið Hópbíla. Annar framtakssjóður, sem er einnig að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta, keypti sumarið 2015 tæplega helming hlutafjár Iceland Excursions Allrahanda, sérleyfishafa Gray Line á Íslandi. Í báðum tilvikum var við kaup vísað í mikinn vöxt ferðaþjónustunnar. „Ef krónan verður áfram jafn sterk og hún er núna mun kauphegðun ferðamanna breytast. Það er verðstríð í gangi á þessum helstu ferðamannaseglum og það gengur ekki upp en ég er sannfærð um að það verði mun meiri samþjöppun í ferðaþjónustunni og að það sé nú mjög erfið afkoma hjá mörgum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Verð eru farin að lækka skyndilega og tilboð birtast sem eru þannig að erfitt er að skilja hvernig hægt er að reka fyrirtæki á slíku og það verða miklar hræringar í þessu fram á haust og næsta vetur og þá mun einhver hagræðing hafa átt sér stað,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um upplifun sína af áhrifum styrkingar krónunnar á rútufyrirtæki hér á landi. Alls voru 569 rekstrarleyfi til fólksflutninga í gildi í síðasta mánuði en þau voru 389 í árslok 2014. Samkvæmt tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið hefur hópferðaleyfishöfum fjölgað um rétt tæp 59 prósent síðastliðin fimm ár. Líkt og hjá öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu ógnar nú sterkt gengi krónunnar frekari vexti. „Þegar hægist á vextinum þarf að eiga sér stað hagræðing og vegna hærra gengis krónunnar finnst mér við einmitt vera á þeim tímapunkti þar sem það er að byrja að gerast,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hærra gengi virðist vera að hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki voru því mörg með mjög há verð fyrir og geta ekki velt allri gengishækkuninni áfram en þurfa að vinda ofan af þessu og leita leiða til hagræðingar,“ segir Ásgeir. Kristján tekur fram að hann telji ágætis tíma fram undan í ferðaþjónustu en fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hafi verið og verði minni en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Það eru ákveðin hættumerki varðandi suma hópa ferðamanna sem hafa verið mjög stórir, eins og breski markaðurinn. Þeir hafa verið mjög sterkir sérstaklega í dagsferðum frá Reykjavík,“ segir Kristján. Framtakssjóðurinn Horn III, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, keypti í nóvember í fyrra fyrirtækið Hópbíla. Annar framtakssjóður, sem er einnig að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta, keypti sumarið 2015 tæplega helming hlutafjár Iceland Excursions Allrahanda, sérleyfishafa Gray Line á Íslandi. Í báðum tilvikum var við kaup vísað í mikinn vöxt ferðaþjónustunnar. „Ef krónan verður áfram jafn sterk og hún er núna mun kauphegðun ferðamanna breytast. Það er verðstríð í gangi á þessum helstu ferðamannaseglum og það gengur ekki upp en ég er sannfærð um að það verði mun meiri samþjöppun í ferðaþjónustunni og að það sé nú mjög erfið afkoma hjá mörgum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira