Spáð sigri á Wimbledon hálfu ári eftir að verjast hnífaárás á heimili sínu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2017 14:30 Petra Kvitova er hörkutól. vísir/getty Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova efaðist um að hún gæti stundað tennis aftur þegar hún var á sjúkrahúsi öll sundurskorin á vinstri hönd eftir að verjast hnífaárás á sínu eigin heimili í Prostejov í Tékklandi í desember á síðasta ári. Ekki nóg með það að hún steig aftur inn á tennisvöllinn í síðasta mánuði þá gerði hún sér lítið fyrir og vann WTA-mót í Birmingham fyrir tveimur vikum. Það var aðeins annað mótið hennar eftir endurkomuna en hún var frá keppni í hálft ár. Fjölmargar sinar í hönd hennar voru skornar í sundur í þessari hrottalegu árás. Batinn hefur verið ótrúlegur er henni spáð sigri á Wimbledon-mótinu sem hefst um helgina. „Auðvitað hugsaði ég að ég myndi aldrei spila tennis aftur,“ segir Kvitova í viðtali við BBC þar sem þessi tvöfaldi Wimbledon-sigurvegari (2011 og 2014) opnar sig um innrásina á heimili sitt í fyrsta sinn. „Þegar ég horfi til baka hugsa ég oft um að maður veit aldrei hvað gerist í lífinu á næstu á fimm mínútum. Maður á að kunna að meta allt í lífinu.“ „Árásin stal brosinu mínu í svolítinn tíma en svona er þetta. Ég gat ekkert gert í þessu þannig að ég reyndi bara að vera jákvæð á ný og komast á gott ról. Það er erfitt en ég er komin yfir þetta,“ segir Kvitova.Petra Kvitova með sigurlaunin í Birmingham.vísir/gettyEkki raunverulegur möguleiki Tékkinn viðurkennir að geta ekki lokað vinstri lófanum að fullu þar sem sinarnar hafa ekki náð sér að fullu en þetta er allt að koma. „Ég er heppin að spila tennis en ekki badminton þar sem gripið er minna. Ég get ekki lokað hnefanum alveg en það er allt í lagi þar sem tennisgripið er svolítið breitt. Ég er bara ánægð með að krafturinn er að koma aftur í höndina og ég verð betri með hverri vikunni sem líður,“ segir Kvitova. Kvitova segist enn rifja upp árásina þrátt fyrir að hafa engan áhuga á því en hún er samt sem áður komin yfir þetta allt saman. „Ég hélt að ég myndi ekki ráða við tilfinningarnar þegar ég myndi stíga aftur út á völlinn og að ég myndi gráta svakalega mikið en þetta var allt í lagi. Ég náði alveg að einbeita mér,“ segir hún en hvernig var að vinna í Birmingham? „Þetta var eins og ævintýri. Mér leið eins og þegar ég vann Wimbledon í fyrsta sinn árið 2011. Ég skildi þá ekki hvað var að gerast og mér leið eins í Birmingham.“ Kvitova er upp með sér að vera spáð sigri á Wimbledon en hún heldur sér alveg á jörðinni. „Þetta er mikið hrós en það er ekki raunverulegt að ég muni vinna Wimbledon núna. Ég er búin að vinna stærsta titilinn sem var að koma til baka,“ segir Petra Kvitova. Tennis Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova efaðist um að hún gæti stundað tennis aftur þegar hún var á sjúkrahúsi öll sundurskorin á vinstri hönd eftir að verjast hnífaárás á sínu eigin heimili í Prostejov í Tékklandi í desember á síðasta ári. Ekki nóg með það að hún steig aftur inn á tennisvöllinn í síðasta mánuði þá gerði hún sér lítið fyrir og vann WTA-mót í Birmingham fyrir tveimur vikum. Það var aðeins annað mótið hennar eftir endurkomuna en hún var frá keppni í hálft ár. Fjölmargar sinar í hönd hennar voru skornar í sundur í þessari hrottalegu árás. Batinn hefur verið ótrúlegur er henni spáð sigri á Wimbledon-mótinu sem hefst um helgina. „Auðvitað hugsaði ég að ég myndi aldrei spila tennis aftur,“ segir Kvitova í viðtali við BBC þar sem þessi tvöfaldi Wimbledon-sigurvegari (2011 og 2014) opnar sig um innrásina á heimili sitt í fyrsta sinn. „Þegar ég horfi til baka hugsa ég oft um að maður veit aldrei hvað gerist í lífinu á næstu á fimm mínútum. Maður á að kunna að meta allt í lífinu.“ „Árásin stal brosinu mínu í svolítinn tíma en svona er þetta. Ég gat ekkert gert í þessu þannig að ég reyndi bara að vera jákvæð á ný og komast á gott ról. Það er erfitt en ég er komin yfir þetta,“ segir Kvitova.Petra Kvitova með sigurlaunin í Birmingham.vísir/gettyEkki raunverulegur möguleiki Tékkinn viðurkennir að geta ekki lokað vinstri lófanum að fullu þar sem sinarnar hafa ekki náð sér að fullu en þetta er allt að koma. „Ég er heppin að spila tennis en ekki badminton þar sem gripið er minna. Ég get ekki lokað hnefanum alveg en það er allt í lagi þar sem tennisgripið er svolítið breitt. Ég er bara ánægð með að krafturinn er að koma aftur í höndina og ég verð betri með hverri vikunni sem líður,“ segir Kvitova. Kvitova segist enn rifja upp árásina þrátt fyrir að hafa engan áhuga á því en hún er samt sem áður komin yfir þetta allt saman. „Ég hélt að ég myndi ekki ráða við tilfinningarnar þegar ég myndi stíga aftur út á völlinn og að ég myndi gráta svakalega mikið en þetta var allt í lagi. Ég náði alveg að einbeita mér,“ segir hún en hvernig var að vinna í Birmingham? „Þetta var eins og ævintýri. Mér leið eins og þegar ég vann Wimbledon í fyrsta sinn árið 2011. Ég skildi þá ekki hvað var að gerast og mér leið eins í Birmingham.“ Kvitova er upp með sér að vera spáð sigri á Wimbledon en hún heldur sér alveg á jörðinni. „Þetta er mikið hrós en það er ekki raunverulegt að ég muni vinna Wimbledon núna. Ég er búin að vinna stærsta titilinn sem var að koma til baka,“ segir Petra Kvitova.
Tennis Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira