Spáð sigri á Wimbledon hálfu ári eftir að verjast hnífaárás á heimili sínu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2017 14:30 Petra Kvitova er hörkutól. vísir/getty Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova efaðist um að hún gæti stundað tennis aftur þegar hún var á sjúkrahúsi öll sundurskorin á vinstri hönd eftir að verjast hnífaárás á sínu eigin heimili í Prostejov í Tékklandi í desember á síðasta ári. Ekki nóg með það að hún steig aftur inn á tennisvöllinn í síðasta mánuði þá gerði hún sér lítið fyrir og vann WTA-mót í Birmingham fyrir tveimur vikum. Það var aðeins annað mótið hennar eftir endurkomuna en hún var frá keppni í hálft ár. Fjölmargar sinar í hönd hennar voru skornar í sundur í þessari hrottalegu árás. Batinn hefur verið ótrúlegur er henni spáð sigri á Wimbledon-mótinu sem hefst um helgina. „Auðvitað hugsaði ég að ég myndi aldrei spila tennis aftur,“ segir Kvitova í viðtali við BBC þar sem þessi tvöfaldi Wimbledon-sigurvegari (2011 og 2014) opnar sig um innrásina á heimili sitt í fyrsta sinn. „Þegar ég horfi til baka hugsa ég oft um að maður veit aldrei hvað gerist í lífinu á næstu á fimm mínútum. Maður á að kunna að meta allt í lífinu.“ „Árásin stal brosinu mínu í svolítinn tíma en svona er þetta. Ég gat ekkert gert í þessu þannig að ég reyndi bara að vera jákvæð á ný og komast á gott ról. Það er erfitt en ég er komin yfir þetta,“ segir Kvitova.Petra Kvitova með sigurlaunin í Birmingham.vísir/gettyEkki raunverulegur möguleiki Tékkinn viðurkennir að geta ekki lokað vinstri lófanum að fullu þar sem sinarnar hafa ekki náð sér að fullu en þetta er allt að koma. „Ég er heppin að spila tennis en ekki badminton þar sem gripið er minna. Ég get ekki lokað hnefanum alveg en það er allt í lagi þar sem tennisgripið er svolítið breitt. Ég er bara ánægð með að krafturinn er að koma aftur í höndina og ég verð betri með hverri vikunni sem líður,“ segir Kvitova. Kvitova segist enn rifja upp árásina þrátt fyrir að hafa engan áhuga á því en hún er samt sem áður komin yfir þetta allt saman. „Ég hélt að ég myndi ekki ráða við tilfinningarnar þegar ég myndi stíga aftur út á völlinn og að ég myndi gráta svakalega mikið en þetta var allt í lagi. Ég náði alveg að einbeita mér,“ segir hún en hvernig var að vinna í Birmingham? „Þetta var eins og ævintýri. Mér leið eins og þegar ég vann Wimbledon í fyrsta sinn árið 2011. Ég skildi þá ekki hvað var að gerast og mér leið eins í Birmingham.“ Kvitova er upp með sér að vera spáð sigri á Wimbledon en hún heldur sér alveg á jörðinni. „Þetta er mikið hrós en það er ekki raunverulegt að ég muni vinna Wimbledon núna. Ég er búin að vinna stærsta titilinn sem var að koma til baka,“ segir Petra Kvitova. Tennis Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova efaðist um að hún gæti stundað tennis aftur þegar hún var á sjúkrahúsi öll sundurskorin á vinstri hönd eftir að verjast hnífaárás á sínu eigin heimili í Prostejov í Tékklandi í desember á síðasta ári. Ekki nóg með það að hún steig aftur inn á tennisvöllinn í síðasta mánuði þá gerði hún sér lítið fyrir og vann WTA-mót í Birmingham fyrir tveimur vikum. Það var aðeins annað mótið hennar eftir endurkomuna en hún var frá keppni í hálft ár. Fjölmargar sinar í hönd hennar voru skornar í sundur í þessari hrottalegu árás. Batinn hefur verið ótrúlegur er henni spáð sigri á Wimbledon-mótinu sem hefst um helgina. „Auðvitað hugsaði ég að ég myndi aldrei spila tennis aftur,“ segir Kvitova í viðtali við BBC þar sem þessi tvöfaldi Wimbledon-sigurvegari (2011 og 2014) opnar sig um innrásina á heimili sitt í fyrsta sinn. „Þegar ég horfi til baka hugsa ég oft um að maður veit aldrei hvað gerist í lífinu á næstu á fimm mínútum. Maður á að kunna að meta allt í lífinu.“ „Árásin stal brosinu mínu í svolítinn tíma en svona er þetta. Ég gat ekkert gert í þessu þannig að ég reyndi bara að vera jákvæð á ný og komast á gott ról. Það er erfitt en ég er komin yfir þetta,“ segir Kvitova.Petra Kvitova með sigurlaunin í Birmingham.vísir/gettyEkki raunverulegur möguleiki Tékkinn viðurkennir að geta ekki lokað vinstri lófanum að fullu þar sem sinarnar hafa ekki náð sér að fullu en þetta er allt að koma. „Ég er heppin að spila tennis en ekki badminton þar sem gripið er minna. Ég get ekki lokað hnefanum alveg en það er allt í lagi þar sem tennisgripið er svolítið breitt. Ég er bara ánægð með að krafturinn er að koma aftur í höndina og ég verð betri með hverri vikunni sem líður,“ segir Kvitova. Kvitova segist enn rifja upp árásina þrátt fyrir að hafa engan áhuga á því en hún er samt sem áður komin yfir þetta allt saman. „Ég hélt að ég myndi ekki ráða við tilfinningarnar þegar ég myndi stíga aftur út á völlinn og að ég myndi gráta svakalega mikið en þetta var allt í lagi. Ég náði alveg að einbeita mér,“ segir hún en hvernig var að vinna í Birmingham? „Þetta var eins og ævintýri. Mér leið eins og þegar ég vann Wimbledon í fyrsta sinn árið 2011. Ég skildi þá ekki hvað var að gerast og mér leið eins í Birmingham.“ Kvitova er upp með sér að vera spáð sigri á Wimbledon en hún heldur sér alveg á jörðinni. „Þetta er mikið hrós en það er ekki raunverulegt að ég muni vinna Wimbledon núna. Ég er búin að vinna stærsta titilinn sem var að koma til baka,“ segir Petra Kvitova.
Tennis Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira