Doktor Viðar: MMA er bardagaiðnaður en ekki íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 19:35 Gunnar Nelson í bardaga. Vísir/Getty Doktorinn Viðar Halldórsson hefur mjög sterkar skoðanir á blönduðum bardagaíþróttum en hann telur MMA eiga lítið skylt við íþróttir. Viðar, sem er doktor í félagsfræði, skrifaði bók á dögunum þar sem hann reyndi að svara því hvernig getur örþjóð eins og Ísland eignast íþróttalandslið í fremstu röð í öllum sínum helstu hópíþróttum. Gunnar Nelson og Sunna „Tsunami"“ Davíðsdóttir er okkar fremsta MMA bardagafólk en Viðar er ekki hrifinn af þeirra íþrótt. Þetta kom fram þegar hann mætti í Akraborgina og ræddi við Hjört Hjartarson. Það vakna oft spurningar eftir bardaga þeirra hvort þeir eigi eitthvað skylt við íþróttir. Viðar hefur skoðað þessa íþrótt og setið ráðstefnur um málið. „Starf okkar fræðimanna snýst um að það vera svolítið gagnrýnin og temja okkur gagnrýnissjónarhorn. Þannig erum við sinna skyldu okkar. Ég hef mikið fjallað um íþróttir á ýmsum vettvangi,“ sagði Viðar Halldórsson. „Það eru skiptar skoðanir um MMA á Íslandi. Margir aðdáendur en svo er mörgum mjög illa við þetta. Ég hef aðeins kynnt mér þetta og notað fræðin til að hjálpa mér,“ sagði Viðar „Ég vil byrja á það að leiðrétta þann misskilning að MMA sé íþrótt. MMA er iðnaður, bardagaiðnaður. Rök mín fyrir því eru fyrst og fremst að stærstu íþróttasamtök heims skilgreina MMA ekki sem íþrótt,“ sagði Viðar. „Samkvæmt þessum aðilum þá á MMA bara langt í land með að falla undir þetta. Einnig má sjá það að að það eru í kringum 80 til 85 prósent Evrópuþjóða sem skilgreina MMA ekki sem íþrótt eða að MMA sé viðurkennt af hinu opinbera. Það er mikill minnihluti þjóða sem eru farin að skilgreina MMA sem íþrótt að einhverju leiti,“ sagði Viðar. Það má heyra viðtalið við Viðar hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Sjá meira
Doktorinn Viðar Halldórsson hefur mjög sterkar skoðanir á blönduðum bardagaíþróttum en hann telur MMA eiga lítið skylt við íþróttir. Viðar, sem er doktor í félagsfræði, skrifaði bók á dögunum þar sem hann reyndi að svara því hvernig getur örþjóð eins og Ísland eignast íþróttalandslið í fremstu röð í öllum sínum helstu hópíþróttum. Gunnar Nelson og Sunna „Tsunami"“ Davíðsdóttir er okkar fremsta MMA bardagafólk en Viðar er ekki hrifinn af þeirra íþrótt. Þetta kom fram þegar hann mætti í Akraborgina og ræddi við Hjört Hjartarson. Það vakna oft spurningar eftir bardaga þeirra hvort þeir eigi eitthvað skylt við íþróttir. Viðar hefur skoðað þessa íþrótt og setið ráðstefnur um málið. „Starf okkar fræðimanna snýst um að það vera svolítið gagnrýnin og temja okkur gagnrýnissjónarhorn. Þannig erum við sinna skyldu okkar. Ég hef mikið fjallað um íþróttir á ýmsum vettvangi,“ sagði Viðar Halldórsson. „Það eru skiptar skoðanir um MMA á Íslandi. Margir aðdáendur en svo er mörgum mjög illa við þetta. Ég hef aðeins kynnt mér þetta og notað fræðin til að hjálpa mér,“ sagði Viðar „Ég vil byrja á það að leiðrétta þann misskilning að MMA sé íþrótt. MMA er iðnaður, bardagaiðnaður. Rök mín fyrir því eru fyrst og fremst að stærstu íþróttasamtök heims skilgreina MMA ekki sem íþrótt,“ sagði Viðar. „Samkvæmt þessum aðilum þá á MMA bara langt í land með að falla undir þetta. Einnig má sjá það að að það eru í kringum 80 til 85 prósent Evrópuþjóða sem skilgreina MMA ekki sem íþrótt eða að MMA sé viðurkennt af hinu opinbera. Það er mikill minnihluti þjóða sem eru farin að skilgreina MMA sem íþrótt að einhverju leiti,“ sagði Viðar. Það má heyra viðtalið við Viðar hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Sjá meira