Duterte vill meiri tíma til að berjast við ISIS Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júlí 2017 07:00 Duterte ætlar þó ekki að útrýma ISIS sjálfur með þessari skammbyssu. Hún og 2.999 aðrar voru afhentar hermönnum í Maníla í gær. Vísir/AFP Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, bað þing ríkisins í gær um að framlengja gildistíma herlaga á eyjunni Mindanao. Vill forsetinn að það sé gert svo að her ríkisins hafi nægan tíma til þess að útrýma hersveitum hryðjuverkasamtakanna ISIS sem hafa hreiðrað um sig í borginni Marawi. „Helsti tilgangur framlengingarinnar væri að leyfa hermönnum okkar að halda áfram aðgerðum sínum án þess að þeir þurfi að hafa áhyggjur af því að þeir séu að falla á tíma. Þannig myndu þeir geta einbeitt sér alfarið að frelsun Marawi og endurbyggingu borgarinnar,“ sagði Ernesto Abella, talsmaður forsetans, er hann las bréf forsetans fyrir þingmenn. Stríðsástand hefur ríkt í Marawi í nærri tvo mánuði eða allt frá því að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Maute, er hafa svarið ISIS hollustu og hafa áður barist við filippseyska herinn, hófu skothríð á lögreglu í hverfinu Basak Malutlut í Marawi aðfaranótt 23. maí síðastliðins. Greindu þarlendir fjölmiðlar frá því að vígamennirnir hafi tekið filippseyska fánann niður af Amai Pakpak-sjúkrahúsinu og skipt honum út fyrir svartan og hvítan fána Íslamska ríkisins. Reuters greinir frá því að síðan þá hafi her ríkisins kljáðst við ISIS-liða á landi en jafnframt beitt loftárásum og sprengjuvopnum. Samkvæmt opinberri tölfræði frá filippseyska ríkinu hafa 413 skæruliðar fallið í átökunum, 98 filippseyskir hermenn og 45 almennir borgarar. Ekki er svo komið að liðsmenn hins upprunalega ISIS séu farnir að flykkjast til Marawi frá Mið-Austurlöndum heldur er um að ræða fern hryðjuverkasamtök sem hafa svarið ISIS hollustu og aðhyllast sömu hugmyndafræði. Eru það Maute, Abu Sayyaf, BIFF og Ansar Khalifa. Samkvæmt Long War Journal er samanlagður styrkur hópanna um 500 hermenn. Þar af er rúmur helmingur meðlimur Maute-samtakanna, alls 300. Sextíu berjast fyrir Abu Sayyaf og fjörutíu fyrir BIGG og Ansar Khalifa hvor um sig. Reuters greindi frá því í gær að skæruliðar reyndu nú að verja svæði sitt í helsta verslunarhverfi borgarinnar. Það væri þó ekkert nema rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir hersins. Angraði það borgarbúa mjög sem margir hverjir væru nú heimilis- og atvinnulausir. Stjórnarandstæðingar eru þó ekki hrifnir af bón forsetans um framlengingu á gildistíma herlaga á Mindanao, en eyjan er álíka stór og Ísland. Samkvæmt filippseyskum lögum skal gildistími laganna vera sextíu dagar en Duterte vill framlengja um sextíu daga til viðbótar. Til þess þarf samþykki þingsins. Antonio Trillanes, öldungadeildarþingmaður og einn helsti andstæðingur Dutertes, sagði bón forsetans til marks um ævintýralega mikla misbeitingu valds. „Ég hef áður varað við alræðisstefnu Dutertes og hér sannast orð mín enn á ný,“ segir í tilkynningu sem Trillanes sendi frá sér í gær. Reuters segir herlög hafa lengi þótt viðkvæmt mál á Filippseyjum en þau heimila miklar persónunjósnir, handtökur án tilskipana og auka jafnframt vald lögreglunnar. Segir Reuters herlög vekja upp minningar af ógnarstjórn einræðisherrans Ferdinands Marcos á áttunda áratugnum sem hefur verið sakaður um að ýkja ógnir við öryggi landsins til að viðhalda herlögum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, bað þing ríkisins í gær um að framlengja gildistíma herlaga á eyjunni Mindanao. Vill forsetinn að það sé gert svo að her ríkisins hafi nægan tíma til þess að útrýma hersveitum hryðjuverkasamtakanna ISIS sem hafa hreiðrað um sig í borginni Marawi. „Helsti tilgangur framlengingarinnar væri að leyfa hermönnum okkar að halda áfram aðgerðum sínum án þess að þeir þurfi að hafa áhyggjur af því að þeir séu að falla á tíma. Þannig myndu þeir geta einbeitt sér alfarið að frelsun Marawi og endurbyggingu borgarinnar,“ sagði Ernesto Abella, talsmaður forsetans, er hann las bréf forsetans fyrir þingmenn. Stríðsástand hefur ríkt í Marawi í nærri tvo mánuði eða allt frá því að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Maute, er hafa svarið ISIS hollustu og hafa áður barist við filippseyska herinn, hófu skothríð á lögreglu í hverfinu Basak Malutlut í Marawi aðfaranótt 23. maí síðastliðins. Greindu þarlendir fjölmiðlar frá því að vígamennirnir hafi tekið filippseyska fánann niður af Amai Pakpak-sjúkrahúsinu og skipt honum út fyrir svartan og hvítan fána Íslamska ríkisins. Reuters greinir frá því að síðan þá hafi her ríkisins kljáðst við ISIS-liða á landi en jafnframt beitt loftárásum og sprengjuvopnum. Samkvæmt opinberri tölfræði frá filippseyska ríkinu hafa 413 skæruliðar fallið í átökunum, 98 filippseyskir hermenn og 45 almennir borgarar. Ekki er svo komið að liðsmenn hins upprunalega ISIS séu farnir að flykkjast til Marawi frá Mið-Austurlöndum heldur er um að ræða fern hryðjuverkasamtök sem hafa svarið ISIS hollustu og aðhyllast sömu hugmyndafræði. Eru það Maute, Abu Sayyaf, BIFF og Ansar Khalifa. Samkvæmt Long War Journal er samanlagður styrkur hópanna um 500 hermenn. Þar af er rúmur helmingur meðlimur Maute-samtakanna, alls 300. Sextíu berjast fyrir Abu Sayyaf og fjörutíu fyrir BIGG og Ansar Khalifa hvor um sig. Reuters greindi frá því í gær að skæruliðar reyndu nú að verja svæði sitt í helsta verslunarhverfi borgarinnar. Það væri þó ekkert nema rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir hersins. Angraði það borgarbúa mjög sem margir hverjir væru nú heimilis- og atvinnulausir. Stjórnarandstæðingar eru þó ekki hrifnir af bón forsetans um framlengingu á gildistíma herlaga á Mindanao, en eyjan er álíka stór og Ísland. Samkvæmt filippseyskum lögum skal gildistími laganna vera sextíu dagar en Duterte vill framlengja um sextíu daga til viðbótar. Til þess þarf samþykki þingsins. Antonio Trillanes, öldungadeildarþingmaður og einn helsti andstæðingur Dutertes, sagði bón forsetans til marks um ævintýralega mikla misbeitingu valds. „Ég hef áður varað við alræðisstefnu Dutertes og hér sannast orð mín enn á ný,“ segir í tilkynningu sem Trillanes sendi frá sér í gær. Reuters segir herlög hafa lengi þótt viðkvæmt mál á Filippseyjum en þau heimila miklar persónunjósnir, handtökur án tilskipana og auka jafnframt vald lögreglunnar. Segir Reuters herlög vekja upp minningar af ógnarstjórn einræðisherrans Ferdinands Marcos á áttunda áratugnum sem hefur verið sakaður um að ýkja ógnir við öryggi landsins til að viðhalda herlögum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira