UEFA með grein um Vestmannaeyjar: Fullkomið dæmi um að stærðin skiptir ekki máli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2017 16:30 Það er jafnan mikið líf í Vestmannaeyjum á sumrin. vísir/pjetur Í dag birtst vegleg grein á heimasíðu UEFA um Vestmannaeyjar og yngri flokka mótin sem fara þar fram á hverju sumri; Orkumótið, fyrir 6. flokk karla, og TM-mótið, fyrir 5. flokka kvenna. Í greininni er fjallað ítarlega um Eyjamótin og rætt við landsliðsfólkið Jón Daða Böðvarsson og Margréti Láru Viðarsdóttur. „EM 2016 var stærsta mótið sem ég hafði spilað á frá mótinu í Eyjum þegar ég var aðeins 10 ára gamall,“ segir Jón Daði. Orkumótið fór fram í 34. sinn í síðasta mánuði þar sem í kringum 1000 drengir alls staðar að af landinu tóku þátt. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mætti til Eyja og afhenti sigurlaunin. Þá var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, einnig í Eyjum þar sem hann fylgdist með syni sínum. TM-mótið fór fram í 28. sinn í sumar. Um 800 stelpur frá 26 félögum tóku þátt en í greininni er sagt að það sé til marks hversu vinsæll og langt kvennafótboltinn á Íslandi sé kominn. „KSÍ er að vinna frábært starf í að rækta grasrótina í fótbolta. Sambandið er mjög metnaðarfullt og allar aðstæður og öll þjálfun er góð,“ segir Eyjakonan Margrét Lára. Í niðurlagi greinarinnar segir að: „Vestmannaeyjar séu fullkomið dæmi um að stærðin skipti ekki máli. Þrátt fyrir að aðeins nokkur þúsund manns búi þar hefur þessi litla eyja gefið Íslandi svo mikið. Nokkrir af bestu fótboltamönnum eru þaðan og með svona sterka grasrót og umgjörð kæmi það á óvart að fleiri fylgdu ekki í kjölfarið.“Greinina í heild sinni má lesa með því að smella hér.Rætt er við Margréti Láru í grein UEFA.vísir/anton Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Í dag birtst vegleg grein á heimasíðu UEFA um Vestmannaeyjar og yngri flokka mótin sem fara þar fram á hverju sumri; Orkumótið, fyrir 6. flokk karla, og TM-mótið, fyrir 5. flokka kvenna. Í greininni er fjallað ítarlega um Eyjamótin og rætt við landsliðsfólkið Jón Daða Böðvarsson og Margréti Láru Viðarsdóttur. „EM 2016 var stærsta mótið sem ég hafði spilað á frá mótinu í Eyjum þegar ég var aðeins 10 ára gamall,“ segir Jón Daði. Orkumótið fór fram í 34. sinn í síðasta mánuði þar sem í kringum 1000 drengir alls staðar að af landinu tóku þátt. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mætti til Eyja og afhenti sigurlaunin. Þá var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, einnig í Eyjum þar sem hann fylgdist með syni sínum. TM-mótið fór fram í 28. sinn í sumar. Um 800 stelpur frá 26 félögum tóku þátt en í greininni er sagt að það sé til marks hversu vinsæll og langt kvennafótboltinn á Íslandi sé kominn. „KSÍ er að vinna frábært starf í að rækta grasrótina í fótbolta. Sambandið er mjög metnaðarfullt og allar aðstæður og öll þjálfun er góð,“ segir Eyjakonan Margrét Lára. Í niðurlagi greinarinnar segir að: „Vestmannaeyjar séu fullkomið dæmi um að stærðin skipti ekki máli. Þrátt fyrir að aðeins nokkur þúsund manns búi þar hefur þessi litla eyja gefið Íslandi svo mikið. Nokkrir af bestu fótboltamönnum eru þaðan og með svona sterka grasrót og umgjörð kæmi það á óvart að fleiri fylgdu ekki í kjölfarið.“Greinina í heild sinni má lesa með því að smella hér.Rætt er við Margréti Láru í grein UEFA.vísir/anton
Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira