Erlent

Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr

Samúel Karl Ólason skrifar
Mitch McConnell ásamt öðrum þingmönnum Repúblikanaflokksins.
Mitch McConnell ásamt öðrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Vísir/AFP
Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana, sem gengur undir nafninu Trumpcare, er við dauðans dyr, ef svo má að orði komast. Tveir öldungadeildarþingmenn sendur frá sér tilkynningu í nótt, sem sjá má neðst í fréttinni, þar sem þeir sögðust ekki geta stutt frumvarpið og ætluðu ekki að greiða atkvæði með því. Frumvarpið er einstaklega óvinsælt meðal kjósenda samkvæmt könnunum.

Sjö ára tilraunir repúblikana til þess að binda endi á núverandi heilbrigðiskerfislögum Bandaríkjanna, Obamacare, og umbreyta sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna er því enn einu sinni vera í hættu. Minnst fjórir þingmenn eru á móti frumvarpinu og hafa gefið beint út að þeir ætli ekki að greiða atkvæði með því.

Þingmenn repúblikana á öldungaþinginu eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti í nótt og sagði að repúblikanar ættu bara að fella Obamacare og vinna að nýju frumvarpi á hreinum grunni.

 

Trumpcare hefur gengið í gegnum langt ferli breytinga og frestana, en ekkert hefur gengið að koma því í gegn.

Einhverjir þingmenn telja frumvarpið ekki ganga nægilega langt í niðurskurði í sjúkratryggingakerfinu og aðrir þingmenn sem eru á móti því segja það ganga of langt. Því hefur reynst leiðtogum flokksins erfitt að semja um breytingar á frumvarpinu.

Heróp Repúblikanaflokksins undanfarin sjö ár hefur verið að fella niður Obamacare og koma með nýtt frumvarp í staðinn. Undanfarnar vikur og mánuði hafa vinsældir Obamacare hins vegar aukist verulega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×