Furstadæmin segjast ekki hakka Katara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2017 07:00 Emír Katar, sem átökin við Persaflóaríkin hafa gert að þjóðhetju, voru eignuð ummæli sem katörsk yfirvöld segja að séu uppspuni. Vísir/AFP Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum stóðu ekki að tölvuárásum á QNA, ríkisfjölmiðil Katara. Þetta fullyrti Anwar Gargash, utanríkisráðherra furstadæmanna, í viðtali við BBC í gær. The Washington Post greindi frá því á sunnudag, og vitnaði í heimildarmenn innan bandarísku leyniþjónustunnar, að Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu staðið að umfangsmikilli árás á QNA og samfélagsmiðlasíður miðilsins í maí síðastliðnum og birt þar uppskálduð ummæli, eignuð Tamim Bin Hamad al-Thani, emírnum af Katar. „Þetta kemur frá ónafngreindum heimildarmönnum. Ég vil koma því á framfæri að þessi saga er algjörlega ósönn. Ég hef ekki lesið fréttina, ég hef bara lesið um hana en þetta er algjörlega ósatt,“ sagði Gargash við BBC. Í kjölfar ummælanna sem eignuð eru emírnum bönnuðu furstadæmin, Sádi-Arabía, Barein og Egyptaland alla katarska fjölmiðla í ríkjum sínum. Stuttu seinna slitu þeir stjórnmálatengslum við Katar og komu á viðskiptaþvingunum sem standa enn í dag. Hefur togstreitan við Persaflóa ekki verið meiri í langan tíma.Anwar Gargash, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna.NordicPhotos/AFPGargash sagði einnig að það væri með öllu ósatt að furstadæmin hefðu, í slagtogi með fimm öðrum Arabaríkjum, sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu skeyti þar sem þess var krafist að heimsmeistaramót karla, sem til stendur að halda í Katar árið 2022, yrði tekið af ríkinu. Í umfjöllun The Washington Post segir að þann 23. maí síðastliðinn hafi ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna fundað og rætt áform um að gera tölvuárás á samfélagsmiðlaaðganga og vefsíðu QNA. Síðar þann dag hafi birst á QNA frétt um að emírinn gagnrýndi andúð Bandaríkjanna á Írönum og lýsti þeim síðarnefndu sem „íslamísku stórveldi sem ekki sé hægt að hundsa“. Í annarri frétt mátti lesa um þá skoðun emírsins að Hamas-samtökin væru lögmætur málsvari palestínsku þjóðarinnar. Degi síðar neituðu yfirvöld í Katar því að þessar fréttir væru sannar. Sagði í tilkynningu frá ríkisstjórninni að QNA hefði orðið fyrir tölvuárás óþekktra tölvuþrjóta. „Hið sanna í málinu er að Katarar hafa fjármagnað og stutt hryðjuverkamenn. Allt frá talibönum til Hamas og Gaddafi. Þeir hafa hvatt til ofbeldis og róttæknivæðingar og grafið undan öryggi nágrannaríkjanna,“ sagði Yousef Al Otaiba, sendiherra furstadæmanna í Bandaríkjunum, á Twitter í gær. Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og furstadæmin standa, eins og áður segir, að viðskiptaþvingunum gegn Katörum. Hafa þeir meðal annars krafist þess af Katörum að hætta að fjármagna fjölmiðilinn Al-Jazeera sem og hætta að fjármagna samtök sem Bandaríkjamenn hafa lýst yfir að séu hryðjuverkasamtök. Katarar hafa hafnað þeim kröfum og sagt að þeir styðji engin hryðjuverkasamtök. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum stóðu ekki að tölvuárásum á QNA, ríkisfjölmiðil Katara. Þetta fullyrti Anwar Gargash, utanríkisráðherra furstadæmanna, í viðtali við BBC í gær. The Washington Post greindi frá því á sunnudag, og vitnaði í heimildarmenn innan bandarísku leyniþjónustunnar, að Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu staðið að umfangsmikilli árás á QNA og samfélagsmiðlasíður miðilsins í maí síðastliðnum og birt þar uppskálduð ummæli, eignuð Tamim Bin Hamad al-Thani, emírnum af Katar. „Þetta kemur frá ónafngreindum heimildarmönnum. Ég vil koma því á framfæri að þessi saga er algjörlega ósönn. Ég hef ekki lesið fréttina, ég hef bara lesið um hana en þetta er algjörlega ósatt,“ sagði Gargash við BBC. Í kjölfar ummælanna sem eignuð eru emírnum bönnuðu furstadæmin, Sádi-Arabía, Barein og Egyptaland alla katarska fjölmiðla í ríkjum sínum. Stuttu seinna slitu þeir stjórnmálatengslum við Katar og komu á viðskiptaþvingunum sem standa enn í dag. Hefur togstreitan við Persaflóa ekki verið meiri í langan tíma.Anwar Gargash, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna.NordicPhotos/AFPGargash sagði einnig að það væri með öllu ósatt að furstadæmin hefðu, í slagtogi með fimm öðrum Arabaríkjum, sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu skeyti þar sem þess var krafist að heimsmeistaramót karla, sem til stendur að halda í Katar árið 2022, yrði tekið af ríkinu. Í umfjöllun The Washington Post segir að þann 23. maí síðastliðinn hafi ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna fundað og rætt áform um að gera tölvuárás á samfélagsmiðlaaðganga og vefsíðu QNA. Síðar þann dag hafi birst á QNA frétt um að emírinn gagnrýndi andúð Bandaríkjanna á Írönum og lýsti þeim síðarnefndu sem „íslamísku stórveldi sem ekki sé hægt að hundsa“. Í annarri frétt mátti lesa um þá skoðun emírsins að Hamas-samtökin væru lögmætur málsvari palestínsku þjóðarinnar. Degi síðar neituðu yfirvöld í Katar því að þessar fréttir væru sannar. Sagði í tilkynningu frá ríkisstjórninni að QNA hefði orðið fyrir tölvuárás óþekktra tölvuþrjóta. „Hið sanna í málinu er að Katarar hafa fjármagnað og stutt hryðjuverkamenn. Allt frá talibönum til Hamas og Gaddafi. Þeir hafa hvatt til ofbeldis og róttæknivæðingar og grafið undan öryggi nágrannaríkjanna,“ sagði Yousef Al Otaiba, sendiherra furstadæmanna í Bandaríkjunum, á Twitter í gær. Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og furstadæmin standa, eins og áður segir, að viðskiptaþvingunum gegn Katörum. Hafa þeir meðal annars krafist þess af Katörum að hætta að fjármagna fjölmiðilinn Al-Jazeera sem og hætta að fjármagna samtök sem Bandaríkjamenn hafa lýst yfir að séu hryðjuverkasamtök. Katarar hafa hafnað þeim kröfum og sagt að þeir styðji engin hryðjuverkasamtök.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira