Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa

Gunnar hóf bardagann í gær af krafti og kom nokkrum ágætum höggum á Ponzinibbio.
Argentínumaðurinn lét það ekki á sig fá og sneri bardaganum sér í vil. Hann náði nokkrum þungum höggum á Gunnar og kláraði svo bardagann þegar aðeins 82 sekúndur voru liðnar af honum.
Í samtali við Vísi eftir bardagann sagði Gunnar að Ponzinibbio hefði potað í augað á sér og hann hefði séð tvöfalt eftir það.
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr bardaganum sem Sóllilja Baltasarsdóttir tók.
Tengdar fréttir

Gunnar: Ég varð gráðugur
Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow.

Ponzinibbio: Ég er besti bardagamaður heims
Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio mætir Gunnari Nelson í Glasgow í kvöld. Hann var hvers manns hugljúfi á fjölmiðladeginum. Talaði ágæta ensku en einhverra hluta vegna gekk honum illa að skilja aðra sem töluðu tungumálið. En honum líður vel og er þakklátur fyrir þetta stóra tækifæri.

Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman
Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld.

Svona var bardagavikan hjá Gunnari | Kíkt á bak við tjöldin
Mjölnir var að gefa frá sér frábært myndband þar sem fylgst er með Gunnari Nelson frá því hann fór að heiman frá sér í Reykjavík og nánast þar til hann stígur í búrið í Glasgow.

Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband
Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum.

Ponzinibbio rotaði Gunnar
Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio.

„Gunnar Nelson er harður gaur“
Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld.