Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri 16. júlí 2017 14:04 Slökkviliðsmenn frá Selfossi og Hveragerði fóru á staðinn með dælubíla, tankbíla og körfubíla í morgun. Brunavarnir Árnessýslu Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. Hún var stödd á „brunadeild“ á sjúkrahúsi þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali í dag. Húsið var vettvangur Stokkseyrarmálsins svonefnda þar sem manni var haldið nauðugum og honum misþyrmt fyrir fjórum árum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Andrea Kristín, sem á sér langa brotasögu en hefur sagst hafa snúið við blaðinu, búið í húsinu en ekki er fullljóst hvort að hún búi þar í augnablikinu. Íbúi í götunni sem Vísir talaði við staðfesti að hann „vissi ekki betur“ en að hún byggi þar enn. Þegar náðist í Andreu Kristínu upp úr hádegi í dag sagðist hún vera á „brunadeild“ á sjúkrahúsi en baðst undan frekara viðtali. Hún staðfesti ekki að hún hefði verið í húsinu sem brann. Fram kom í tilkynningu Brunavarna Árnessýslu að ein kona hafi verið í húsinu en hafi komist út af sjálfsdáðum. Hún hafi verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík.Andrea Kristín var um tíma nefnd slæma stelpa í fjölmiðlum. Hún hlaut þungan dóm vegna líkamsárásar árið 2011.Vísir/StefánAldargamalt húsEinbýlishúsið sem brann á Stokkseyri í morgun var rúmlega aldargamalt. Það kom meðal annars við sögu þegar ofbeldismenn héldu manni þar nauðugum og misþyrmdum honum í húsinu. Elstu hlutar hússins eru frá árinu 1910, að sögn Sverrirs Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Þó að húsið standi ennþá segir hann að það sé allt brunnið að innan. Samkvæmt heimildum Vísis var húsið, sem stendur við Heiðarbrún á Stokkseyri, vettvangur hrottalegra líkamsmeiðinga í Stokkseyrarmálinu svonefnda í júlí 2013. Mbl.is sagði fyrst frá því fyrr í dag. Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn voru meðal annars dæmdir í sex ára fangelsi vegna málsins í febrúar árið 2014. Rannsóknadeild lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi rannsakar nú tildrög eldsins. Ekki fengust neinar frekari upplýsingar um eldsvoðann þar í dag. Stokkseyrarmálið Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. Hún var stödd á „brunadeild“ á sjúkrahúsi þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali í dag. Húsið var vettvangur Stokkseyrarmálsins svonefnda þar sem manni var haldið nauðugum og honum misþyrmt fyrir fjórum árum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Andrea Kristín, sem á sér langa brotasögu en hefur sagst hafa snúið við blaðinu, búið í húsinu en ekki er fullljóst hvort að hún búi þar í augnablikinu. Íbúi í götunni sem Vísir talaði við staðfesti að hann „vissi ekki betur“ en að hún byggi þar enn. Þegar náðist í Andreu Kristínu upp úr hádegi í dag sagðist hún vera á „brunadeild“ á sjúkrahúsi en baðst undan frekara viðtali. Hún staðfesti ekki að hún hefði verið í húsinu sem brann. Fram kom í tilkynningu Brunavarna Árnessýslu að ein kona hafi verið í húsinu en hafi komist út af sjálfsdáðum. Hún hafi verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík.Andrea Kristín var um tíma nefnd slæma stelpa í fjölmiðlum. Hún hlaut þungan dóm vegna líkamsárásar árið 2011.Vísir/StefánAldargamalt húsEinbýlishúsið sem brann á Stokkseyri í morgun var rúmlega aldargamalt. Það kom meðal annars við sögu þegar ofbeldismenn héldu manni þar nauðugum og misþyrmdum honum í húsinu. Elstu hlutar hússins eru frá árinu 1910, að sögn Sverrirs Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Þó að húsið standi ennþá segir hann að það sé allt brunnið að innan. Samkvæmt heimildum Vísis var húsið, sem stendur við Heiðarbrún á Stokkseyri, vettvangur hrottalegra líkamsmeiðinga í Stokkseyrarmálinu svonefnda í júlí 2013. Mbl.is sagði fyrst frá því fyrr í dag. Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn voru meðal annars dæmdir í sex ára fangelsi vegna málsins í febrúar árið 2014. Rannsóknadeild lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi rannsakar nú tildrög eldsins. Ekki fengust neinar frekari upplýsingar um eldsvoðann þar í dag.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira