Það þýðir að andstæðingur hennar, Cynthia Calvillo, fær 20 prósnet af launum Calderwood.
Calderwood er í áttunda sætinu á styrkleikalista UFC en Calvillo er í fjórtánda sæti. Það er mikið undir hjá Calderwood, eða Jojo eins og hún er kölluð, á heimavelli. Við hittum á hana á fjölmiðladeginum og þá leið henni mjög vel.
„Mér líður frábærlega. Það er gott að vera komin heim og hitta fjölskylduna. Ég er búin að hlaða batteríin og er tilbúin í bardagann. Ég þarf stundum að klípa mig til að trúa því að ég sé í næststærsta bardaganum á heimavelli og Gunni í aðalbardaganum,“ segir Calderwood en hún meðal annars undirbjó sig fyrir bardagann með því að æfa með Sunnu Tsunami upp í Mjölni.
„Sunna berst deginum á undan mér og lítur vel út. Við erum sjóðheitar og ég hlakka til að sjá hana berjast. Vonandi gefur hennar bardagi mér aukakraft fyrir minn bardaga.“
Sunna og Jojo eru góðar vinkonur og hafa verið í sambandi eftir að Sunna fór til Kansas þar sem hún mun berjast.
„Við erum búnar að vera í sambandi og erum duglegar að óska hvor annarri góðs gengis. Að minna á að vera jákvæðar og hafa gaman. Þetta verður okkar helgi og vonandi náum við að fagna saman fljótlega.“
Calderwood elskar Ísland og er að íhuga að flytja til Íslands þó svo fasteignaverðið sé hátt.
„Ég elska Ísland eftir að hafa komið oft þangað. Íslendingar hafa alltaf verið góðir við mig. Ég elska Mjölni og fjölskyldumhverfið þar. Ég mun koma fljótlega aftur til Íslands. Það væri flott ef þú gætir leitað að íbúð og styrktaraðila fyrir mig því íbúðir eru svo dýrar á Íslandi,“ segir Jojo og hló dátt.
Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is.