Valtteri Bottas fljótastur á föstudegi í Bretlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. júlí 2017 22:30 Valtteri Bottas er á svakalegu skriði þessa dagana. Vísir/Getty Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma.Fyrri æfingin Á æfingunni prófaði Sebastian Vettel eina höfuðvarnarlausnina til viðbótar sem er einskonar orustuþotu skjöldur sem sést í gegnum. Vettel sagði eftir æfinguna að hann hafi orðið rignlaður með skjöldinn á og hreinlega svimað. Mercedes menn voru lang fljótastir, Max Verstappen varð þriðji á Red Bull um hálfri sekúndu á eftir Bottas. Ferrari ökumennirnir voru báðir meira en sekúndu á eftir Bottas. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fimmti og Vettel sjötti. Fernando Alonso á McLaren átti fína æfingu og varð áttundi og ók 20 hringi. McLaren bíllinn virkar greinilega vel á Silverstone brautinni því Stoffel Vandoorne varð tíundi.Sebastian Vettel var í vandræðum með að setja saman almennilegan hring á æfingum.Vísir/GettySeinni æfinginBottas varð aftur fljótastur á seinni æfingunni. Hann mun þó þurfa að sæta fimm sæta refsingu. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir keppnina. Mercedes liðið hefur staðfest þetta. Þetta er önnur helgin í röð þar sem Mercedes þarf að skipta um gírkassa of snemma. Lewis Hamilton sem varð annar á báðum æfingunum í dag þurfti þá að taka út fimm sæta refsingu. Gengi Ferrari skánaði töluvert á seinni æfingunni. Raikkonen var aftur fljótari en Vettel en þeir röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti, þriðjung úr sekúndu og tæplega hálfri sekúndu á eftir Bottas. Nico Hulkenberg á Renault varð sjöundi á seinni æfingunni og Alonso áti aðra góða æfingu í níunda sæti á McLaren bílnum. Hann er að nota þriðju kynslóð Honda vélarinnar um helgina. Hún á að skila þónokkuð mikið meira afli. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Allt það helsta frá Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann sína aðra keppni á tímabilinu og ferlinum í Austurríki. Vísir fer yfir allt það helsta frá níunda kappakstri tímabilsins í Bílskúrnum. 11. júlí 2017 23:00 Honda og Sauber skilja að borði og sæng fyrir giftingu Honda og Sauber höfðu fyrir skömmu tilkynnt að til stæði að setja Honda vél um borð í Sauber bílinn strax á næsta ári. Nú virðist sem upp úr hafi slitnað með brotthvarfi Monisha Kaltenborn liðsstjóra Sauber, sem yfirgaf liðið fyrir Bakú kappaksturinn. 12. júlí 2017 22:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma.Fyrri æfingin Á æfingunni prófaði Sebastian Vettel eina höfuðvarnarlausnina til viðbótar sem er einskonar orustuþotu skjöldur sem sést í gegnum. Vettel sagði eftir æfinguna að hann hafi orðið rignlaður með skjöldinn á og hreinlega svimað. Mercedes menn voru lang fljótastir, Max Verstappen varð þriðji á Red Bull um hálfri sekúndu á eftir Bottas. Ferrari ökumennirnir voru báðir meira en sekúndu á eftir Bottas. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fimmti og Vettel sjötti. Fernando Alonso á McLaren átti fína æfingu og varð áttundi og ók 20 hringi. McLaren bíllinn virkar greinilega vel á Silverstone brautinni því Stoffel Vandoorne varð tíundi.Sebastian Vettel var í vandræðum með að setja saman almennilegan hring á æfingum.Vísir/GettySeinni æfinginBottas varð aftur fljótastur á seinni æfingunni. Hann mun þó þurfa að sæta fimm sæta refsingu. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir keppnina. Mercedes liðið hefur staðfest þetta. Þetta er önnur helgin í röð þar sem Mercedes þarf að skipta um gírkassa of snemma. Lewis Hamilton sem varð annar á báðum æfingunum í dag þurfti þá að taka út fimm sæta refsingu. Gengi Ferrari skánaði töluvert á seinni æfingunni. Raikkonen var aftur fljótari en Vettel en þeir röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti, þriðjung úr sekúndu og tæplega hálfri sekúndu á eftir Bottas. Nico Hulkenberg á Renault varð sjöundi á seinni æfingunni og Alonso áti aðra góða æfingu í níunda sæti á McLaren bílnum. Hann er að nota þriðju kynslóð Honda vélarinnar um helgina. Hún á að skila þónokkuð mikið meira afli. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Allt það helsta frá Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann sína aðra keppni á tímabilinu og ferlinum í Austurríki. Vísir fer yfir allt það helsta frá níunda kappakstri tímabilsins í Bílskúrnum. 11. júlí 2017 23:00 Honda og Sauber skilja að borði og sæng fyrir giftingu Honda og Sauber höfðu fyrir skömmu tilkynnt að til stæði að setja Honda vél um borð í Sauber bílinn strax á næsta ári. Nú virðist sem upp úr hafi slitnað með brotthvarfi Monisha Kaltenborn liðsstjóra Sauber, sem yfirgaf liðið fyrir Bakú kappaksturinn. 12. júlí 2017 22:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Bílskúrinn: Allt það helsta frá Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann sína aðra keppni á tímabilinu og ferlinum í Austurríki. Vísir fer yfir allt það helsta frá níunda kappakstri tímabilsins í Bílskúrnum. 11. júlí 2017 23:00
Honda og Sauber skilja að borði og sæng fyrir giftingu Honda og Sauber höfðu fyrir skömmu tilkynnt að til stæði að setja Honda vél um borð í Sauber bílinn strax á næsta ári. Nú virðist sem upp úr hafi slitnað með brotthvarfi Monisha Kaltenborn liðsstjóra Sauber, sem yfirgaf liðið fyrir Bakú kappaksturinn. 12. júlí 2017 22:00