Það er skýla, punghlíf, gómur og hanskar sem þarf að nota í búrinu en Gunnari tókst þó að gleyma punghlífinni heima hjá sér eins og kemur fram í innslaginu hér að neðan.
Þar má sjá búnaðinn sem Gunnar og Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, nota á æfingum þessa dagana en æfingarnar eru mjög léttar á lokasprettinum.