Ég er alltaf jafn stressaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 Haraldur Nelson er mættur til Glasgow. mynd/sóllilja baltasarsdóttir „Ég er mjög stoltur og spenntur fyrir helginni. Sunna á laugardag og Gunni á sunnudag. Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson og framkvæmdastjóri Mjölnis, en hann var þá nýlentur í Glasgow í Skotlandi þar sem mikið stendur til. Ekki bara er sonur hans að keppa í Glasgow heldur er fyrsta atvinnubardagakona landsins, Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir, að keppa í Kansas og það verður vel fylgst með henni í Glasgow þangað sem Haraldur er mættur ásamt syni sínum og öðrum úr föruneyti Mjölnis.Öflugur Argentínumaður Andstæðingur Gunnars er öflugur Argentínumaður, Santiago Ponzinibbio, en hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og ætlar sér að verða stjarna hjá UFC með því að vinna Gunnar. Ef Gunnar aftur á móti hefur betur þá hefur hann unnið sér inn réttinn til þess að berjast við þá bestu í veltivigt UFC. „Það verður ekki hægt að hundsa Gunnar þá og mér finnst heldur ekki hægt að gera það núna. Þetta er öflugur „striker“ sem er löngu kominn með svart belti í brasilísku jiu jitsu. Mér finnst Gunni hafa verið að berjast niður fyrir sig en Ponzinibbio er samt talinn einn sá vanmetnasti í þyngdarflokknum. Gunni hefur sýnt að hann er óhræddur við að taka áhættubardaga. Ef þetta fer eins og við vonumst eftir er það vonandi maður á topp fimm næst,“ segir Haraldur ákveðinn. Það að Gunnar sé aðalnúmerið á stóru bardagakvöldi í Glasgow segir samt mikið um sterka stöðu hans innan UFC. Það er mikið afrek að komast í slíka stöðu. „Þeir sem eru ekki almennilega að sér í MMA fatta kannski ekki hversu stórt mál þetta er. Það er mikill heiður að vera í aðalbardaga kvöldsins hjá UFC. Þetta er risakvöld fyrir Gunnar og okkur sem stöndum að honum. Auðvitað er ég gríðarlega stoltur af honum,“ segir Haraldur og stoltið leynir sér ekki á andliti hans.Aðeins meira aukastress núna Hvert einasta foreldri getur rétt ímyndað sér að það sé erfitt að horfa á eftir barninu sína inn í búrið hjá UFC í hörkubardaga. Haraldur hefur áður sagt frá því að hann sé venjulega mjög stressaður og það er ekkert að lagast. „Ég er alltaf jafn stressaður og er ekkert að leyna því. Nú er aðeins meira aukastress þar sem Gunni er í aðalbardaganum. Það setur reyndar aukastress á alla og ekki síst á Gunna. Það er auðvitað samt líka pressa á Ponzinibbio þannig að það eru allir um borð í sama báti hérna,“ segir Haraldur en eðlilega er hann stressaðastur þar sem sonur hans er inni í búrinu. „Það eykur aðeins hjartsláttinn hjá mér en ég þekki sportið vel. Geri mér grein fyrir hættunni sem fylgir rétt eins og hestamaður veit hvaða hættu hann er í er hann fer á bak. Spennan er líka kannski eitthvað sem maður sækir í.“ MMA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Sjá meira
„Ég er mjög stoltur og spenntur fyrir helginni. Sunna á laugardag og Gunni á sunnudag. Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson og framkvæmdastjóri Mjölnis, en hann var þá nýlentur í Glasgow í Skotlandi þar sem mikið stendur til. Ekki bara er sonur hans að keppa í Glasgow heldur er fyrsta atvinnubardagakona landsins, Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir, að keppa í Kansas og það verður vel fylgst með henni í Glasgow þangað sem Haraldur er mættur ásamt syni sínum og öðrum úr föruneyti Mjölnis.Öflugur Argentínumaður Andstæðingur Gunnars er öflugur Argentínumaður, Santiago Ponzinibbio, en hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og ætlar sér að verða stjarna hjá UFC með því að vinna Gunnar. Ef Gunnar aftur á móti hefur betur þá hefur hann unnið sér inn réttinn til þess að berjast við þá bestu í veltivigt UFC. „Það verður ekki hægt að hundsa Gunnar þá og mér finnst heldur ekki hægt að gera það núna. Þetta er öflugur „striker“ sem er löngu kominn með svart belti í brasilísku jiu jitsu. Mér finnst Gunni hafa verið að berjast niður fyrir sig en Ponzinibbio er samt talinn einn sá vanmetnasti í þyngdarflokknum. Gunni hefur sýnt að hann er óhræddur við að taka áhættubardaga. Ef þetta fer eins og við vonumst eftir er það vonandi maður á topp fimm næst,“ segir Haraldur ákveðinn. Það að Gunnar sé aðalnúmerið á stóru bardagakvöldi í Glasgow segir samt mikið um sterka stöðu hans innan UFC. Það er mikið afrek að komast í slíka stöðu. „Þeir sem eru ekki almennilega að sér í MMA fatta kannski ekki hversu stórt mál þetta er. Það er mikill heiður að vera í aðalbardaga kvöldsins hjá UFC. Þetta er risakvöld fyrir Gunnar og okkur sem stöndum að honum. Auðvitað er ég gríðarlega stoltur af honum,“ segir Haraldur og stoltið leynir sér ekki á andliti hans.Aðeins meira aukastress núna Hvert einasta foreldri getur rétt ímyndað sér að það sé erfitt að horfa á eftir barninu sína inn í búrið hjá UFC í hörkubardaga. Haraldur hefur áður sagt frá því að hann sé venjulega mjög stressaður og það er ekkert að lagast. „Ég er alltaf jafn stressaður og er ekkert að leyna því. Nú er aðeins meira aukastress þar sem Gunni er í aðalbardaganum. Það setur reyndar aukastress á alla og ekki síst á Gunna. Það er auðvitað samt líka pressa á Ponzinibbio þannig að það eru allir um borð í sama báti hérna,“ segir Haraldur en eðlilega er hann stressaðastur þar sem sonur hans er inni í búrinu. „Það eykur aðeins hjartsláttinn hjá mér en ég þekki sportið vel. Geri mér grein fyrir hættunni sem fylgir rétt eins og hestamaður veit hvaða hættu hann er í er hann fer á bak. Spennan er líka kannski eitthvað sem maður sækir í.“
MMA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Sjá meira