Ég er alltaf jafn stressaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 Haraldur Nelson er mættur til Glasgow. mynd/sóllilja baltasarsdóttir „Ég er mjög stoltur og spenntur fyrir helginni. Sunna á laugardag og Gunni á sunnudag. Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson og framkvæmdastjóri Mjölnis, en hann var þá nýlentur í Glasgow í Skotlandi þar sem mikið stendur til. Ekki bara er sonur hans að keppa í Glasgow heldur er fyrsta atvinnubardagakona landsins, Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir, að keppa í Kansas og það verður vel fylgst með henni í Glasgow þangað sem Haraldur er mættur ásamt syni sínum og öðrum úr föruneyti Mjölnis.Öflugur Argentínumaður Andstæðingur Gunnars er öflugur Argentínumaður, Santiago Ponzinibbio, en hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og ætlar sér að verða stjarna hjá UFC með því að vinna Gunnar. Ef Gunnar aftur á móti hefur betur þá hefur hann unnið sér inn réttinn til þess að berjast við þá bestu í veltivigt UFC. „Það verður ekki hægt að hundsa Gunnar þá og mér finnst heldur ekki hægt að gera það núna. Þetta er öflugur „striker“ sem er löngu kominn með svart belti í brasilísku jiu jitsu. Mér finnst Gunni hafa verið að berjast niður fyrir sig en Ponzinibbio er samt talinn einn sá vanmetnasti í þyngdarflokknum. Gunni hefur sýnt að hann er óhræddur við að taka áhættubardaga. Ef þetta fer eins og við vonumst eftir er það vonandi maður á topp fimm næst,“ segir Haraldur ákveðinn. Það að Gunnar sé aðalnúmerið á stóru bardagakvöldi í Glasgow segir samt mikið um sterka stöðu hans innan UFC. Það er mikið afrek að komast í slíka stöðu. „Þeir sem eru ekki almennilega að sér í MMA fatta kannski ekki hversu stórt mál þetta er. Það er mikill heiður að vera í aðalbardaga kvöldsins hjá UFC. Þetta er risakvöld fyrir Gunnar og okkur sem stöndum að honum. Auðvitað er ég gríðarlega stoltur af honum,“ segir Haraldur og stoltið leynir sér ekki á andliti hans.Aðeins meira aukastress núna Hvert einasta foreldri getur rétt ímyndað sér að það sé erfitt að horfa á eftir barninu sína inn í búrið hjá UFC í hörkubardaga. Haraldur hefur áður sagt frá því að hann sé venjulega mjög stressaður og það er ekkert að lagast. „Ég er alltaf jafn stressaður og er ekkert að leyna því. Nú er aðeins meira aukastress þar sem Gunni er í aðalbardaganum. Það setur reyndar aukastress á alla og ekki síst á Gunna. Það er auðvitað samt líka pressa á Ponzinibbio þannig að það eru allir um borð í sama báti hérna,“ segir Haraldur en eðlilega er hann stressaðastur þar sem sonur hans er inni í búrinu. „Það eykur aðeins hjartsláttinn hjá mér en ég þekki sportið vel. Geri mér grein fyrir hættunni sem fylgir rétt eins og hestamaður veit hvaða hættu hann er í er hann fer á bak. Spennan er líka kannski eitthvað sem maður sækir í.“ MMA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
„Ég er mjög stoltur og spenntur fyrir helginni. Sunna á laugardag og Gunni á sunnudag. Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson og framkvæmdastjóri Mjölnis, en hann var þá nýlentur í Glasgow í Skotlandi þar sem mikið stendur til. Ekki bara er sonur hans að keppa í Glasgow heldur er fyrsta atvinnubardagakona landsins, Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir, að keppa í Kansas og það verður vel fylgst með henni í Glasgow þangað sem Haraldur er mættur ásamt syni sínum og öðrum úr föruneyti Mjölnis.Öflugur Argentínumaður Andstæðingur Gunnars er öflugur Argentínumaður, Santiago Ponzinibbio, en hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og ætlar sér að verða stjarna hjá UFC með því að vinna Gunnar. Ef Gunnar aftur á móti hefur betur þá hefur hann unnið sér inn réttinn til þess að berjast við þá bestu í veltivigt UFC. „Það verður ekki hægt að hundsa Gunnar þá og mér finnst heldur ekki hægt að gera það núna. Þetta er öflugur „striker“ sem er löngu kominn með svart belti í brasilísku jiu jitsu. Mér finnst Gunni hafa verið að berjast niður fyrir sig en Ponzinibbio er samt talinn einn sá vanmetnasti í þyngdarflokknum. Gunni hefur sýnt að hann er óhræddur við að taka áhættubardaga. Ef þetta fer eins og við vonumst eftir er það vonandi maður á topp fimm næst,“ segir Haraldur ákveðinn. Það að Gunnar sé aðalnúmerið á stóru bardagakvöldi í Glasgow segir samt mikið um sterka stöðu hans innan UFC. Það er mikið afrek að komast í slíka stöðu. „Þeir sem eru ekki almennilega að sér í MMA fatta kannski ekki hversu stórt mál þetta er. Það er mikill heiður að vera í aðalbardaga kvöldsins hjá UFC. Þetta er risakvöld fyrir Gunnar og okkur sem stöndum að honum. Auðvitað er ég gríðarlega stoltur af honum,“ segir Haraldur og stoltið leynir sér ekki á andliti hans.Aðeins meira aukastress núna Hvert einasta foreldri getur rétt ímyndað sér að það sé erfitt að horfa á eftir barninu sína inn í búrið hjá UFC í hörkubardaga. Haraldur hefur áður sagt frá því að hann sé venjulega mjög stressaður og það er ekkert að lagast. „Ég er alltaf jafn stressaður og er ekkert að leyna því. Nú er aðeins meira aukastress þar sem Gunni er í aðalbardaganum. Það setur reyndar aukastress á alla og ekki síst á Gunna. Það er auðvitað samt líka pressa á Ponzinibbio þannig að það eru allir um borð í sama báti hérna,“ segir Haraldur en eðlilega er hann stressaðastur þar sem sonur hans er inni í búrinu. „Það eykur aðeins hjartsláttinn hjá mér en ég þekki sportið vel. Geri mér grein fyrir hættunni sem fylgir rétt eins og hestamaður veit hvaða hættu hann er í er hann fer á bak. Spennan er líka kannski eitthvað sem maður sækir í.“
MMA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira