Gunnar svaf yfir sig en komst til Glasgow Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júlí 2017 15:30 Gunnar kominn með kaffibolla og klár í ferðalagið. mynd/sóllilja baltasarsdóttir Það var ekki stressið á Gunnari Nelson í morgun frekar en fyrri daginn en þá átti hann að fljúga til Glasgow þar sem hann verður í aðalbardaga á bardagakvöldi hjá UFC á sunnudag. Gunnar svaf yfir sig og var smá tíma að henda síðustu hlutum í tösku áður en haldið var út á flugvöll. Þar sem Gunnar var aðeins seinn til þá komst Mjölnisfólkið frekar seint út á völl en allt hafðist þetta að lokum og Gunnar kominn til Skotlands. Hans fyrsta verk í Glasgow var að henda sér í meiri svefn. Alltaf sama stressið. Á morgun hefst fjölmiðlavinnan hjá Gunnari er fjölmiðladagurinn fer fram. Þá mun hann einnig hitta andstæðing sinn, Santiago Ponzinibbio, í fyrsta skipti. Fleiri viðtöl taka við á föstudeginum en eðlilega er mikill áhugi hjá fjölmiðlum að tala við okkar mann. Á laugardag er síðan komið að því að stíga á vigtina og eftir það er bara bið eftir því að komast inn í búrið.Íþróttadeild 365 er komin til Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.Þar sem Gunnar svaf yfir sig lenti Mjölnisfólkið í langri og leiðinlegri biðröð í Keflavík. Allt fór nú vel á endanum samt.mynd/sóllilja baltasarsdóttir MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Sjá meira
Það var ekki stressið á Gunnari Nelson í morgun frekar en fyrri daginn en þá átti hann að fljúga til Glasgow þar sem hann verður í aðalbardaga á bardagakvöldi hjá UFC á sunnudag. Gunnar svaf yfir sig og var smá tíma að henda síðustu hlutum í tösku áður en haldið var út á flugvöll. Þar sem Gunnar var aðeins seinn til þá komst Mjölnisfólkið frekar seint út á völl en allt hafðist þetta að lokum og Gunnar kominn til Skotlands. Hans fyrsta verk í Glasgow var að henda sér í meiri svefn. Alltaf sama stressið. Á morgun hefst fjölmiðlavinnan hjá Gunnari er fjölmiðladagurinn fer fram. Þá mun hann einnig hitta andstæðing sinn, Santiago Ponzinibbio, í fyrsta skipti. Fleiri viðtöl taka við á föstudeginum en eðlilega er mikill áhugi hjá fjölmiðlum að tala við okkar mann. Á laugardag er síðan komið að því að stíga á vigtina og eftir það er bara bið eftir því að komast inn í búrið.Íþróttadeild 365 er komin til Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.Þar sem Gunnar svaf yfir sig lenti Mjölnisfólkið í langri og leiðinlegri biðröð í Keflavík. Allt fór nú vel á endanum samt.mynd/sóllilja baltasarsdóttir
MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Sjá meira