Forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði ekki lengur fyrir hendi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2017 11:03 Gísli Gíslason og Jón Gunnarsson virðast nokkuð sammála um að hefja eigi gjaldtöku til þess að fjármagna þær miklu framkvæmdir sem eru fram undan. vísir/pjetur Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að forsendur fyrir áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ekki verða lengur fyrir hendi þegar Spölur afhendir ríkinu göngin á næsta ári, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Stjórnarformaður Spalar telur hins vegar líklegt að gjaldtöku verði framhaldið, hvort sem í Hvalfjarðargöngum eða annars staðar. „Það stefnir í það að þetta verði um mitt næsta ár sem þessi merkilegi áfangi verður þegar þjóðin fær afhent þessi Hvalfjarðargöng til eignar. [...] Í sjálfu sér finnst mér mikilvægt að slíkt gangi eftir og í sjálfu sér er ekkert annað í hyggju en að leggja það til að gjaldtökunni ljúki. Enda má segja að grundvöllur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng sé þar með ekki lengur yfir hendi,“ segir Jón Gunnarsson, sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni á morgun.Nítján ár frá opnun Nítján ár voru í gær frá opnun Hvalfjarðarganga. Samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir að allar skuldir Spalar vegna ganganna yrðu greiddar árið 2018 og að í framhaldinu yrðu þau afhent ríkinu.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar og hafnarstjóri Faxaflóahafna.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir ljóst að ráðast þurfi í framkvæmdir í göngunum í ljósi stöðugrar umferðaraukningar. Þá muni umferð sömuleiðis aukast um að minnsta kosti 10 til 20 prósent verði gjaldið niðurfellt. „Umferðaraukningin kallar á nýtt mannvirki og þar er boltinn hjá ríkinu, hvað menn vilja gera. En nú er verið að ræða þetta í nefnd á vegum samgönguráðherra,“ segir Gísli, en hann situr í nefndinni sem um ræðir.Stór verkefni fram undan Jón Gunnarsson virðist sammála Gísla, en hann bendir á að umfangsmiklar framkvæmdir séu fram undan. Verkefnin séu það stór að leita þurfi leiða til þess að fjármagna þau með einum eða öðrum hætti, hvort sem um verði að ræða gjaldtöku eða annað. „Þetta er mjög einfalt í mínum huga. Forsendurnar fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng eru ekki fyrir hendi eftir að Spölur hefur greitt upp sínar skuldir vegna gerðar þeirra. Og síðan er það bara önnur ákvörðun hvort menn fara í gjaldtöku í önnur verkefni og tvöföldun ganganna gæti orðið hluti af því síðar,“ segir Jón. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að forsendur fyrir áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ekki verða lengur fyrir hendi þegar Spölur afhendir ríkinu göngin á næsta ári, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Stjórnarformaður Spalar telur hins vegar líklegt að gjaldtöku verði framhaldið, hvort sem í Hvalfjarðargöngum eða annars staðar. „Það stefnir í það að þetta verði um mitt næsta ár sem þessi merkilegi áfangi verður þegar þjóðin fær afhent þessi Hvalfjarðargöng til eignar. [...] Í sjálfu sér finnst mér mikilvægt að slíkt gangi eftir og í sjálfu sér er ekkert annað í hyggju en að leggja það til að gjaldtökunni ljúki. Enda má segja að grundvöllur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng sé þar með ekki lengur yfir hendi,“ segir Jón Gunnarsson, sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni á morgun.Nítján ár frá opnun Nítján ár voru í gær frá opnun Hvalfjarðarganga. Samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir að allar skuldir Spalar vegna ganganna yrðu greiddar árið 2018 og að í framhaldinu yrðu þau afhent ríkinu.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar og hafnarstjóri Faxaflóahafna.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir ljóst að ráðast þurfi í framkvæmdir í göngunum í ljósi stöðugrar umferðaraukningar. Þá muni umferð sömuleiðis aukast um að minnsta kosti 10 til 20 prósent verði gjaldið niðurfellt. „Umferðaraukningin kallar á nýtt mannvirki og þar er boltinn hjá ríkinu, hvað menn vilja gera. En nú er verið að ræða þetta í nefnd á vegum samgönguráðherra,“ segir Gísli, en hann situr í nefndinni sem um ræðir.Stór verkefni fram undan Jón Gunnarsson virðist sammála Gísla, en hann bendir á að umfangsmiklar framkvæmdir séu fram undan. Verkefnin séu það stór að leita þurfi leiða til þess að fjármagna þau með einum eða öðrum hætti, hvort sem um verði að ræða gjaldtöku eða annað. „Þetta er mjög einfalt í mínum huga. Forsendurnar fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng eru ekki fyrir hendi eftir að Spölur hefur greitt upp sínar skuldir vegna gerðar þeirra. Og síðan er það bara önnur ákvörðun hvort menn fara í gjaldtöku í önnur verkefni og tvöföldun ganganna gæti orðið hluti af því síðar,“ segir Jón. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira