Leiðtoginn sagður látinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Abu Bakr al-Baghdadi er talinn af. Vísir/AFP Svo virðist sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki (ISIS), sé fallinn frá. Frá þessu greina fjölmiðlar í Írak. Í viðtali við Al Sumaria fréttastofuna hélt ónafngreindur heimildarmaður því fram. Sagði heimildarmaðurinn að banni við því að vígamenn ISIS töluðu um fráfall leiðtogans hefði nú verið aflétt. Þá héldu samtökin Syrian Observatory for Human Rights því fram í gær að þau byggju yfir staðfestum upplýsingum um að Baghdadi væri fallinn frá. Reuters, sem greindi frá, gat þó ekki staðfest frásögn samtakanna. „Við höfum fengið staðfestar upplýsingar frá leiðtogum ISIS í austurhluta Deir al-Zor,“ sagði Rami Abdulrahman, forsprakki samtakanna, við Reuters. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem fregnir af andláti hryðjuverkaleiðtogans berast. Hins vegar segir í frásögn Reuters að Syrian Observatory hafi á sér gott orðspor fyrir að segja rétt frá þróun mála í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem ISIS tekur þátt í. Abdulrahman sagðist þó ekki vita hvenær Baghdadi hafi látist. Yfirvöld Íraka og Kúrda hafa ekki staðfest fregnirnar og þá sagðist bandaríska varnarmálaráðuneytið ekki búa yfir upplýsingum sem staðfestu þær. Fjölmiðlar á bandi ISIS og samfélagsmiðlareikningar meðlima samtakanna hafa heldur ekki flutt fréttir af mögulegu andláti leiðtogans. Í júní greindi rússneska varnarmálaráðuneytið frá því að Baghdadi hefði hugsanlega látið lífið í loftárás Rússa á sýrlensku borgina Rakka. Það hefur þó ekki enn verið staðfest. Ef Baghdadi er látinn í raun og veru markar andlát hans kaflaskil fyrir ISIS og væri andlát hans mikið áfall fyrir samtökin sem töpuðu nýlega orrustunni um íröksku borgina Mósúl. Þar lýsti Baghdadi einmitt yfir stofnun kalífadæmis árið 2014. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Svo virðist sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki (ISIS), sé fallinn frá. Frá þessu greina fjölmiðlar í Írak. Í viðtali við Al Sumaria fréttastofuna hélt ónafngreindur heimildarmaður því fram. Sagði heimildarmaðurinn að banni við því að vígamenn ISIS töluðu um fráfall leiðtogans hefði nú verið aflétt. Þá héldu samtökin Syrian Observatory for Human Rights því fram í gær að þau byggju yfir staðfestum upplýsingum um að Baghdadi væri fallinn frá. Reuters, sem greindi frá, gat þó ekki staðfest frásögn samtakanna. „Við höfum fengið staðfestar upplýsingar frá leiðtogum ISIS í austurhluta Deir al-Zor,“ sagði Rami Abdulrahman, forsprakki samtakanna, við Reuters. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem fregnir af andláti hryðjuverkaleiðtogans berast. Hins vegar segir í frásögn Reuters að Syrian Observatory hafi á sér gott orðspor fyrir að segja rétt frá þróun mála í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem ISIS tekur þátt í. Abdulrahman sagðist þó ekki vita hvenær Baghdadi hafi látist. Yfirvöld Íraka og Kúrda hafa ekki staðfest fregnirnar og þá sagðist bandaríska varnarmálaráðuneytið ekki búa yfir upplýsingum sem staðfestu þær. Fjölmiðlar á bandi ISIS og samfélagsmiðlareikningar meðlima samtakanna hafa heldur ekki flutt fréttir af mögulegu andláti leiðtogans. Í júní greindi rússneska varnarmálaráðuneytið frá því að Baghdadi hefði hugsanlega látið lífið í loftárás Rússa á sýrlensku borgina Rakka. Það hefur þó ekki enn verið staðfest. Ef Baghdadi er látinn í raun og veru markar andlát hans kaflaskil fyrir ISIS og væri andlát hans mikið áfall fyrir samtökin sem töpuðu nýlega orrustunni um íröksku borgina Mósúl. Þar lýsti Baghdadi einmitt yfir stofnun kalífadæmis árið 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira