Gunnar Nelson: Veit ekki mikið um Santiago Ponzinibbio Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. júlí 2017 13:00 Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. Bardaginn er fimm lotu aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi. Í Leiðinni að búrinu talar Gunnar um sinn síðasta bardaga gegn Alan Jouban í mars en þann bardaga sigraði Gunnar með hengingu í 2. lotu. „Það gefur svolítið að eyða aðeins meiri tíma í búrinu, þ.e.a.s. ef þú ert ekki að taka damage. Það er nátturulega ekkert vit í því að vera þarna inni að éta högg í þrjár lotur og læra ógeðslega mikið. En mér finnst ég hafa lært mikið af seinustu tveimur bardögum, svolítið svona að pace-a sig rétt og vera svona aðeins taktískari við að ná finishinu,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hann vilji ekkert vera að flýta sér við að klára bardagann. Hann vill taka sér tíma í að finna leið til að króa andstæðinginn af og leggja gildrur. „Ég er með það svona í hausnum að ég er með eitthvað smá markmið, eitthvað til að vinna að. Eitthvað sem tengist hvernig hann berst, hvernig orkan er, hvernig bardaginn er að þróast og hvernig ég sé fyrir mér að mig langi til að ýta honum í horn.“ Gunnar segist ekki vita mikið um Santiago annað en að Argentínumaðurinn kýs að halda bardaganum standandi. „Nei ég veit ekki mikið um Santiago. Ég hafði ekkert séð af honum, gæti verið að ég hafi séð hann berjast en ekki fattað það. Ég horfi ekkert brjálæðislega mikið á MMA ef ég á að segja eins og er. En jújú hef séð hann berjast núna nátturulega, hann lítur vel út.“ „Ég einhvern veginn sé þetta meira bara út frá því hvað ég ætla mér að gera. Ég fer þarna inn og með mitt plan. Ég veit eiginlega ekkert veikleikana hans, ég hef aldrei farið á móti honum. En eins og ég sagði, þá virðist hann vilja vera standandi og slugga svolítið.“ Santiago Ponzinibbio er í 14. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og fær stórt tækifæri til að koma sér ofar á listann með sigri á Gunnari. Okkar maður gæti náð sínum þriðja sigri í röð takist honum að leggja Argentínumanninn að velli. Leiðin að búrinu myndbandið má sjá á vef MMA Frétta hér. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn en bein útsending hefst kl 19. MMA Tengdar fréttir Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. Bardaginn er fimm lotu aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi. Í Leiðinni að búrinu talar Gunnar um sinn síðasta bardaga gegn Alan Jouban í mars en þann bardaga sigraði Gunnar með hengingu í 2. lotu. „Það gefur svolítið að eyða aðeins meiri tíma í búrinu, þ.e.a.s. ef þú ert ekki að taka damage. Það er nátturulega ekkert vit í því að vera þarna inni að éta högg í þrjár lotur og læra ógeðslega mikið. En mér finnst ég hafa lært mikið af seinustu tveimur bardögum, svolítið svona að pace-a sig rétt og vera svona aðeins taktískari við að ná finishinu,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hann vilji ekkert vera að flýta sér við að klára bardagann. Hann vill taka sér tíma í að finna leið til að króa andstæðinginn af og leggja gildrur. „Ég er með það svona í hausnum að ég er með eitthvað smá markmið, eitthvað til að vinna að. Eitthvað sem tengist hvernig hann berst, hvernig orkan er, hvernig bardaginn er að þróast og hvernig ég sé fyrir mér að mig langi til að ýta honum í horn.“ Gunnar segist ekki vita mikið um Santiago annað en að Argentínumaðurinn kýs að halda bardaganum standandi. „Nei ég veit ekki mikið um Santiago. Ég hafði ekkert séð af honum, gæti verið að ég hafi séð hann berjast en ekki fattað það. Ég horfi ekkert brjálæðislega mikið á MMA ef ég á að segja eins og er. En jújú hef séð hann berjast núna nátturulega, hann lítur vel út.“ „Ég einhvern veginn sé þetta meira bara út frá því hvað ég ætla mér að gera. Ég fer þarna inn og með mitt plan. Ég veit eiginlega ekkert veikleikana hans, ég hef aldrei farið á móti honum. En eins og ég sagði, þá virðist hann vilja vera standandi og slugga svolítið.“ Santiago Ponzinibbio er í 14. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og fær stórt tækifæri til að koma sér ofar á listann með sigri á Gunnari. Okkar maður gæti náð sínum þriðja sigri í röð takist honum að leggja Argentínumanninn að velli. Leiðin að búrinu myndbandið má sjá á vef MMA Frétta hér. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn en bein útsending hefst kl 19.
MMA Tengdar fréttir Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30
Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00
Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30