Segir Baltasar Kormák fá meira en aðra Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að aðrir framleiðendur skoðuðu réttarstöðu sína vegna ákvörðunar Kvikmyndasjóðs. Það skortir jafnræði við úthlutun úr Kvikmyndasjóði til framleiðenda, segir eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda á Íslandi. Hann segir að 60 milljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 á dögunum hafi komið sér verulega á óvart. Ekki var búið að skrifa handrit að nema fjórum þáttum af tíu þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Þrátt fyrir það stendur í 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð að vilyrði um framleiðslustyrk megi veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða.Vísir/EPA„Reglan hefur verið sú að það hefur þurft að skila inn handritum. Þarna er skilað inn 40 prósentum af því sem átti að skila inn,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Hann bætir við að Pegasus hafi verið með umsókn á sama tíma vegna framhalds á þáttaröðinni Hrauninu. Fyrirtækið hafi lagt handrit að öllum þáttunum inn en fengið athugasemd við þau og ekki fengið styrk. „Það hefði kannski verið heppilegra að skila inn einu og hálfu handriti og segja svo gróflega frá því hvað við ætluðum að gera með restina. Þá hefði kannski verið minni ástæða til að gera athugasemd við það. En mér datt bara ekki í hug að það væri heimilt að skila svona fáum handritum inn,“ segir hann.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að aðrir framleiðendur skoðuðu réttarstöðu sína vegna ákvörðunar Kvikmyndasjóðs og hugsanlega yrði kannað hvort brotið hefði verið gegn reglum stjórnsýsluréttar þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, svaraði því til að hún teldi ekki að reglur hefðu verið brotnar en vonsviknir aðilar hefðu komið ábendingunum áleiðis. „Ég var hissa á svörum Laufeyjar Guðjónsdóttur út af þessu. Vegna þess að þar segir hún mjög ósmekklega að þeir sem fái ekki styrki séu bara spældir,“ segir Snorri. Það sé alls ekki svo en menn vilji að allir sitji við sama borð og að jafnræðisregla gildi. Þá segir hann engum hollt að sitja í sömu stöðunni eins og Laufey er búin að gera í fimmtán ár. „Þjóðleikhússtjóri er í átta ár að hámarki og það ætti að gilda eitthvað svipað um þetta,“ segir Snorri. Hann bætir því þó við að hann hafi skoðað úthlutanir þrjú til fjögur ár aftur í tímann og honum sýnist að Baltasar Kormákur hafi á þeim tíma fengið tæpar 500 milljónir króna, Sagafilm um 300 milljónir en Pegasus um 92 milljónir. „Þannig að auðvitað ætti ég að vera spældur,“ segir hann. Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Það skortir jafnræði við úthlutun úr Kvikmyndasjóði til framleiðenda, segir eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda á Íslandi. Hann segir að 60 milljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 á dögunum hafi komið sér verulega á óvart. Ekki var búið að skrifa handrit að nema fjórum þáttum af tíu þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Þrátt fyrir það stendur í 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð að vilyrði um framleiðslustyrk megi veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða.Vísir/EPA„Reglan hefur verið sú að það hefur þurft að skila inn handritum. Þarna er skilað inn 40 prósentum af því sem átti að skila inn,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Hann bætir við að Pegasus hafi verið með umsókn á sama tíma vegna framhalds á þáttaröðinni Hrauninu. Fyrirtækið hafi lagt handrit að öllum þáttunum inn en fengið athugasemd við þau og ekki fengið styrk. „Það hefði kannski verið heppilegra að skila inn einu og hálfu handriti og segja svo gróflega frá því hvað við ætluðum að gera með restina. Þá hefði kannski verið minni ástæða til að gera athugasemd við það. En mér datt bara ekki í hug að það væri heimilt að skila svona fáum handritum inn,“ segir hann.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að aðrir framleiðendur skoðuðu réttarstöðu sína vegna ákvörðunar Kvikmyndasjóðs og hugsanlega yrði kannað hvort brotið hefði verið gegn reglum stjórnsýsluréttar þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, svaraði því til að hún teldi ekki að reglur hefðu verið brotnar en vonsviknir aðilar hefðu komið ábendingunum áleiðis. „Ég var hissa á svörum Laufeyjar Guðjónsdóttur út af þessu. Vegna þess að þar segir hún mjög ósmekklega að þeir sem fái ekki styrki séu bara spældir,“ segir Snorri. Það sé alls ekki svo en menn vilji að allir sitji við sama borð og að jafnræðisregla gildi. Þá segir hann engum hollt að sitja í sömu stöðunni eins og Laufey er búin að gera í fimmtán ár. „Þjóðleikhússtjóri er í átta ár að hámarki og það ætti að gilda eitthvað svipað um þetta,“ segir Snorri. Hann bætir því þó við að hann hafi skoðað úthlutanir þrjú til fjögur ár aftur í tímann og honum sýnist að Baltasar Kormákur hafi á þeim tíma fengið tæpar 500 milljónir króna, Sagafilm um 300 milljónir en Pegasus um 92 milljónir. „Þannig að auðvitað ætti ég að vera spældur,“ segir hann.
Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00