Sirkus upprisinn í Þórshöfn í Færeyjum við góðan orðstír Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2017 20:15 Árnið 2007 lokaði einn frægasti barinn í Reykjavík, Sirkus. En hann fór svo sem ekki langt, hann fór hingað til Færeyja.Jóel, þú drapst niður fæti hér fyrir níu árum? „Níu árum í desember 2009. opnuðum við hérna. Það var mjög spennandi verkefni. Ég og Sunneve vorum búin að vera vinir lengi á Íslandi þar sem hún vann á Sirkus og ég líka, segir Jóel Briem sem rekur Sirkus í Færeyjum með Sunnevu Háberg Eysturstein.Sunneva Háberg Eysturstein og Jóel Briem.Sirkus í eigu Sigríðar Guðlaugsdóttur lífskúnstners og veitingakonu þjónaði mjög tryggum og fjölbreyttum viðskiptahóp í Reykjavík allt frá vinsælu tónlistarfólk, skáldum og ýmsum hópum innan og utan jaðarsins. Sunnevu hafði lengi til að færa sirkusandann á heimaslóðir í Þórshöfn í Færeyjum og hlutirnir fóru að hreyfast þegar Jóel kom við hjá vinkonu sinni á leið frá Noregi til Íslands. „Ég lenti hér með Norrænu frá Noregi og við bara kýldum á þetta og hér erum við stödd níu árum seinna,“ segir Jóel glaður í bragði. Hann var kornungur þegar hann fór að aðstoða móður sína í flestu því sem hún tók sér fyrir hendur. Jóel er alltaf með mörg járn í eldinum og er því bara með annan fótinn í Færeyjum og þess vegna er daglegur rekstur á sameiginlegu fyrirtæki hans og Sunnevu meira og minna í hennar höndum. „Sirkus hérna er búinn að gera það sama og Sirkus í Reykjavík gerði. Það er búið að safna fólki sem átti ekki heima neins staðar,“ segir Sunneva.Og þá orðið til ný næturlífsmenning í kring um þennan stað hér? „Já algerlega.“ Þannig úir og grúir af fólki á öllum aldri og áttum, en á það sameiginlegt að hafa ekki átt sér afdrep. „Fólk sem á erfitt með að tjá sig í þjóðfélaginu kemur hingað, talar saman. Fólk sem sumt býr inn í skápnum,“ segir Sunneva. En Sirkus hefur einmitt verið einn af aðalbakhjörlum Færeyja Pride og sæmdu þau Sirkus brautryðjendaverðslaunum á Hinsegin dögum í Þórshöfn á fimmtudag. Jóel er elskur að Færeyingum og segir þá mun yfirvegaðri en Íslendingar en þjóðirnar hafi líka gaman hver að annarri.Færeyingarnir kalla okkur stundum Já-ara en þú ert farinn að kalla þá hvað Jóel? „Það er kannski. Það heyrist stundum kannski. Kannski á morgun, kannski í næstu viku. En það er líka gott. Við þurfum líka að slaka á Íslendingarnir.“Það þarf ekki allt að gerast strax? Nei, ekki í gær, kannski á morgun,“ segir Jóel. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Árnið 2007 lokaði einn frægasti barinn í Reykjavík, Sirkus. En hann fór svo sem ekki langt, hann fór hingað til Færeyja.Jóel, þú drapst niður fæti hér fyrir níu árum? „Níu árum í desember 2009. opnuðum við hérna. Það var mjög spennandi verkefni. Ég og Sunneve vorum búin að vera vinir lengi á Íslandi þar sem hún vann á Sirkus og ég líka, segir Jóel Briem sem rekur Sirkus í Færeyjum með Sunnevu Háberg Eysturstein.Sunneva Háberg Eysturstein og Jóel Briem.Sirkus í eigu Sigríðar Guðlaugsdóttur lífskúnstners og veitingakonu þjónaði mjög tryggum og fjölbreyttum viðskiptahóp í Reykjavík allt frá vinsælu tónlistarfólk, skáldum og ýmsum hópum innan og utan jaðarsins. Sunnevu hafði lengi til að færa sirkusandann á heimaslóðir í Þórshöfn í Færeyjum og hlutirnir fóru að hreyfast þegar Jóel kom við hjá vinkonu sinni á leið frá Noregi til Íslands. „Ég lenti hér með Norrænu frá Noregi og við bara kýldum á þetta og hér erum við stödd níu árum seinna,“ segir Jóel glaður í bragði. Hann var kornungur þegar hann fór að aðstoða móður sína í flestu því sem hún tók sér fyrir hendur. Jóel er alltaf með mörg járn í eldinum og er því bara með annan fótinn í Færeyjum og þess vegna er daglegur rekstur á sameiginlegu fyrirtæki hans og Sunnevu meira og minna í hennar höndum. „Sirkus hérna er búinn að gera það sama og Sirkus í Reykjavík gerði. Það er búið að safna fólki sem átti ekki heima neins staðar,“ segir Sunneva.Og þá orðið til ný næturlífsmenning í kring um þennan stað hér? „Já algerlega.“ Þannig úir og grúir af fólki á öllum aldri og áttum, en á það sameiginlegt að hafa ekki átt sér afdrep. „Fólk sem á erfitt með að tjá sig í þjóðfélaginu kemur hingað, talar saman. Fólk sem sumt býr inn í skápnum,“ segir Sunneva. En Sirkus hefur einmitt verið einn af aðalbakhjörlum Færeyja Pride og sæmdu þau Sirkus brautryðjendaverðslaunum á Hinsegin dögum í Þórshöfn á fimmtudag. Jóel er elskur að Færeyingum og segir þá mun yfirvegaðri en Íslendingar en þjóðirnar hafi líka gaman hver að annarri.Færeyingarnir kalla okkur stundum Já-ara en þú ert farinn að kalla þá hvað Jóel? „Það er kannski. Það heyrist stundum kannski. Kannski á morgun, kannski í næstu viku. En það er líka gott. Við þurfum líka að slaka á Íslendingarnir.“Það þarf ekki allt að gerast strax? Nei, ekki í gær, kannski á morgun,“ segir Jóel.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira