Pólverjar fá mánaðarfrest til að hlýða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 "Nei við einræði!“ sögðu mótmælendur sem eru ósáttir við áform um uppstokkun í dómskerfinu. Vísir/AFP Einn mánuður er til stefnu fyrir Pólverja að taka á vandamálum sem hafa komið upp við endurskipulagningu dómskerfisins þar í landi. Þetta sagði Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Timmermans sagði ekki nánar frá því hvað myndi gerast ef Pólverjar hlýddu ekki en samkvæmt The Washington Post íhugar framkvæmdastjórnin að beita viðskiptaþvingunum. „Framkvæmdastjórnin er staðráðin í að verja framgang réttvísinnar í öllum aðildarríkjum. Það er grundvallaratriði sem Evrópusambandið byggir á. Óháð dómskerfi er nauðsynleg forsenda veru í sambandinu,“ sagði forseti framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude Juncker. Endurskipulagningin sem um ræðir er framtak ríkisstjórnarflokksins Lög og regla undir forystu formannsins Jaroslaws Kaczynski og forsætisráðherrans Beata Szydlo. Að mati flokksmanna er dómskerfi landsins óskilvirkt og spillt. Telja þeir því að gagngerar breytingar þurfi að gera á kerfinu. Samkvæmt The Washington Post er meirihluti Pólverja sammála ríkisstjórninni en tugir þúsunda flykktust þó á götur út til að mótmæla nýlegum frumvörpum flokksins þess efnis. Töldu mótmælendur frumvörpin til þess fallin að færa Lögum og reglu enn meiri völd. Áður, eftir að flokkurinn tók við völdum árið 2015, hafði flokkurinn dregið úr valdi stjórnarskrárdómstóls landsins. Valdi sem var beitt gegn sitjandi ríkisstjórn hverju sinni teldi dómstóllinn áform hennar stangast á við stjórnarskrá Póllands. Frumvörpin voru þrjú eins og áður segir. Eitt snerist um að dómsmálaráðherra yrði heimilt að reka hæstaréttardómara, annað um að ríkisstjórnin fengi að skipa hæstaréttardómara og það þriðja um að ríkisstjórnin fengi að skipa dómara neðri dómstiga. Mótmæli Pólverja urðu til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti á mánudag að hann myndi beita neitunarvaldi sínu gegn tveimur fyrrnefndu frumvörpunum. Hann skrifaði þó undir það síðastnefnda. Timmermans sagði á blaðamannafundinum í gær að hann fagnaði ákvörðun Duda en gagnrýndi aðgerðir Laga og reglu harðlega. Sagði hann meðal annars að „yfirtaka stjórnarskrárdómstólsins auki ógn á við réttarríkið“. „Tilmæli okkar til Pólverja eru skýr. Það er kominn tími til að endurvekja sjálfstæði stjórnarskrárdómstólsins og annaðhvort draga til baka frumvörpin eða breyta þeim þannig þau séu í takt við bæði stjórnarskrá Póllands og evrópska staðla um sjálfstæði dómstóla,“ sagði Timmermans. Varaforsetinn bætti því við að hvers kyns aðgerðir Laga og reglu til þess að reka hæstaréttardómara myndu leiða til þess að Pólverjar fengju formlega viðvörum frá framkvæmdastjórn ESB. Slíkt gæti leitt til þess að Pólverjar missi atkvæðisrétt sinn. Vart þarf að taka fram að orð Timmermans voru forsprökkum Laga og reglu ekki að skapi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Rafal Bochenek, sagði í gær að Pólverjar myndu ekki leyfa Evrópusambandinu að „kúga“ sig. Að sama skapi sagði Konrad Szymanski aðstoðarutanríkisráðherra að efasemdir framkvæmdastjórnarinnar byggðu á sandi og að Pólverjar hefðu sjálfir réttinn til þess að stýra dómskerfi sínu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Einn mánuður er til stefnu fyrir Pólverja að taka á vandamálum sem hafa komið upp við endurskipulagningu dómskerfisins þar í landi. Þetta sagði Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Timmermans sagði ekki nánar frá því hvað myndi gerast ef Pólverjar hlýddu ekki en samkvæmt The Washington Post íhugar framkvæmdastjórnin að beita viðskiptaþvingunum. „Framkvæmdastjórnin er staðráðin í að verja framgang réttvísinnar í öllum aðildarríkjum. Það er grundvallaratriði sem Evrópusambandið byggir á. Óháð dómskerfi er nauðsynleg forsenda veru í sambandinu,“ sagði forseti framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude Juncker. Endurskipulagningin sem um ræðir er framtak ríkisstjórnarflokksins Lög og regla undir forystu formannsins Jaroslaws Kaczynski og forsætisráðherrans Beata Szydlo. Að mati flokksmanna er dómskerfi landsins óskilvirkt og spillt. Telja þeir því að gagngerar breytingar þurfi að gera á kerfinu. Samkvæmt The Washington Post er meirihluti Pólverja sammála ríkisstjórninni en tugir þúsunda flykktust þó á götur út til að mótmæla nýlegum frumvörpum flokksins þess efnis. Töldu mótmælendur frumvörpin til þess fallin að færa Lögum og reglu enn meiri völd. Áður, eftir að flokkurinn tók við völdum árið 2015, hafði flokkurinn dregið úr valdi stjórnarskrárdómstóls landsins. Valdi sem var beitt gegn sitjandi ríkisstjórn hverju sinni teldi dómstóllinn áform hennar stangast á við stjórnarskrá Póllands. Frumvörpin voru þrjú eins og áður segir. Eitt snerist um að dómsmálaráðherra yrði heimilt að reka hæstaréttardómara, annað um að ríkisstjórnin fengi að skipa hæstaréttardómara og það þriðja um að ríkisstjórnin fengi að skipa dómara neðri dómstiga. Mótmæli Pólverja urðu til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti á mánudag að hann myndi beita neitunarvaldi sínu gegn tveimur fyrrnefndu frumvörpunum. Hann skrifaði þó undir það síðastnefnda. Timmermans sagði á blaðamannafundinum í gær að hann fagnaði ákvörðun Duda en gagnrýndi aðgerðir Laga og reglu harðlega. Sagði hann meðal annars að „yfirtaka stjórnarskrárdómstólsins auki ógn á við réttarríkið“. „Tilmæli okkar til Pólverja eru skýr. Það er kominn tími til að endurvekja sjálfstæði stjórnarskrárdómstólsins og annaðhvort draga til baka frumvörpin eða breyta þeim þannig þau séu í takt við bæði stjórnarskrá Póllands og evrópska staðla um sjálfstæði dómstóla,“ sagði Timmermans. Varaforsetinn bætti því við að hvers kyns aðgerðir Laga og reglu til þess að reka hæstaréttardómara myndu leiða til þess að Pólverjar fengju formlega viðvörum frá framkvæmdastjórn ESB. Slíkt gæti leitt til þess að Pólverjar missi atkvæðisrétt sinn. Vart þarf að taka fram að orð Timmermans voru forsprökkum Laga og reglu ekki að skapi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Rafal Bochenek, sagði í gær að Pólverjar myndu ekki leyfa Evrópusambandinu að „kúga“ sig. Að sama skapi sagði Konrad Szymanski aðstoðarutanríkisráðherra að efasemdir framkvæmdastjórnarinnar byggðu á sandi og að Pólverjar hefðu sjálfir réttinn til þess að stýra dómskerfi sínu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira