Kísilverið þarf að borga rúman milljarð Sæunn Gísladóttir skrifar 26. júlí 2017 06:00 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm United Silicon þarf að greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kvað þriggja manna gerðardómur upp úrskurð þess efnis á mánudag. Krafa ÍAV hljóðaði upp á rúma tvo milljarða króna auk dráttarvaxta eins og Fréttablaðið fjallaði um í apríl. Reikningarnir vegna framkvæmda við verksmiðjuna námu þar af 1,1 milljarði króna en verktakinn hafði einnig gert bótakröfu vegna riftunar á samningi um að ÍAV kæmi að framkvæmdum á öðrum og þriðja áfanga kísilversins. Forsaga málsins er sú að ÍAV var aðalverktaki kísilversins en starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður störf í Helguvík í júlí í fyrra. Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, boðaði þá að meintar vanefndir United Silicon færu fyrir gerðardóm. Það ferli hófst mánuði síðar þegar verktakafyrirtækið skipaði sinn mann í gerðardóminn og í febrúar síðastliðnum höfðu deilendurnir báðir lagt fram greinargerðir sínar. Magnús Garðarsson, stærsti eigandi kísilversins og þáverandi stjórnarmaður, sagði í ágúst í fyrra að deilan við ÍAV hefði orðið til þess að verkinu hefði seinkað um tvær vikur. Hafði Magnús þá áður kennt ÍAV um seinkun á gangsetningu verksmiðjunnar eða í júní 2016 þegar ÍAV hótaði fyrst að leggja niður störf. Rúmum mánuði eftir að ÍAV hætti vinnu við kísilverið höfðu starfsmenn þess ekki fengið afhentan tækjabúnað sem þeir voru neyddir til að skilja eftir á lóð United Silicon þegar lá við handalögmálum milli starfsmanna fyrirtækjanna tveggja. Sigurður sagði þá að stærstur hluti um eins milljarðs króna kröfu ÍAV vegna ógreiddra reikninga væri gjaldfallinn og að hann teldi að eigendur kísilversins ættu ekki fyrir framkvæmdinni. Sigurður vildi ekki tjá sig um niðurstöðu gerðardómsins og Magnús Garðarsson hætti í stjórn kísilversins í byrjun árs. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ekki ákveðið hvort málinu verður áfrýjað. „Við skoðum bara dóminn og þegar við erum búin að fara yfir hann og lesa þá metum við framhaldið,“ segir Kristleifur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
United Silicon þarf að greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kvað þriggja manna gerðardómur upp úrskurð þess efnis á mánudag. Krafa ÍAV hljóðaði upp á rúma tvo milljarða króna auk dráttarvaxta eins og Fréttablaðið fjallaði um í apríl. Reikningarnir vegna framkvæmda við verksmiðjuna námu þar af 1,1 milljarði króna en verktakinn hafði einnig gert bótakröfu vegna riftunar á samningi um að ÍAV kæmi að framkvæmdum á öðrum og þriðja áfanga kísilversins. Forsaga málsins er sú að ÍAV var aðalverktaki kísilversins en starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður störf í Helguvík í júlí í fyrra. Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, boðaði þá að meintar vanefndir United Silicon færu fyrir gerðardóm. Það ferli hófst mánuði síðar þegar verktakafyrirtækið skipaði sinn mann í gerðardóminn og í febrúar síðastliðnum höfðu deilendurnir báðir lagt fram greinargerðir sínar. Magnús Garðarsson, stærsti eigandi kísilversins og þáverandi stjórnarmaður, sagði í ágúst í fyrra að deilan við ÍAV hefði orðið til þess að verkinu hefði seinkað um tvær vikur. Hafði Magnús þá áður kennt ÍAV um seinkun á gangsetningu verksmiðjunnar eða í júní 2016 þegar ÍAV hótaði fyrst að leggja niður störf. Rúmum mánuði eftir að ÍAV hætti vinnu við kísilverið höfðu starfsmenn þess ekki fengið afhentan tækjabúnað sem þeir voru neyddir til að skilja eftir á lóð United Silicon þegar lá við handalögmálum milli starfsmanna fyrirtækjanna tveggja. Sigurður sagði þá að stærstur hluti um eins milljarðs króna kröfu ÍAV vegna ógreiddra reikninga væri gjaldfallinn og að hann teldi að eigendur kísilversins ættu ekki fyrir framkvæmdinni. Sigurður vildi ekki tjá sig um niðurstöðu gerðardómsins og Magnús Garðarsson hætti í stjórn kísilversins í byrjun árs. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ekki ákveðið hvort málinu verður áfrýjað. „Við skoðum bara dóminn og þegar við erum búin að fara yfir hann og lesa þá metum við framhaldið,“ segir Kristleifur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00