Heimtar að Putin láti af stuðningi við aðskilnaðarsinna Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2017 23:33 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. Vísir/EPA Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, fór fram á í dag að Vladimir Putin, forseti Rússlands, léti af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Leiðtogarnir ræddu saman í síma í dag í um tvær klukkustundir ásamt þeim Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Átök hafa blossað upp að nýju í mánuðinum, eins og þau hafa gert á hverju sumri frá því að átökin hófust í apríl 2014, og Rússar eru sagðir hafa flutt herdeildir að landamærum Úkraínu. Talsmaður Putin neitaði því ekki í dag, heldur sagði Rússa hafa rétt á því að flytja herdeildir innan landamæra sinna. Erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, Kurt Volker, segir að ástandið sé farið að líkjast hefðbundnu stríði.Volker segir einnig að yfirvöld í Bandaríkjunum séu að íhuga að senda stjórnvöldum í Kænugarði vopn til að berjast gegn aðskilnaðarsinnunum. Sameinuðu þjóðirnar segja minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum frá því að þau hófust, skömmu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu. Rúmlega 1,6 milljón manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt þrætt fyrir að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnunum með bæði vopnum og mönnum. Fjölmargir rússneskir hermenn hafa látið lífið í Úkraínu og verið handsamaðir, en yfirvöld hafa meðal annars sagt þá hafa farið til Úkraínu í fríi sínu, eða þeir hafi verið hættir í hernum. Æðsti yfirmaður aðskilnaðarsinnanna, Alexander Zakharchenko, sagði í síðustu viku að hann vildi byggja nýtt ríki á grunni Úkraínu. Það ætti að heita „Malorossiya“ eða Litla Rússland. Friðarsamkomulag var undirritað í Hvíta-Rússlandi í febrúar 2015. Það hefur þó margsinnis verið brotið af báðum aðilum. Enn er þó talið að það sé besta leiðin að friði í Úkraínu og var áðurnefnt símtal liður í að reyna að endurvekja það. Úkraína Tengdar fréttir Úkraína vill inn í NATO Ríkisstjórn Úkraínu tilkynnti í dag að viðræður við Atlantshafsbandalagið munu hefjast á næstunni. 10. júlí 2017 14:38 Níu hermenn létu lífið í Úkraínu Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. 20. júlí 2017 15:44 Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson. 9. júlí 2017 20:04 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, fór fram á í dag að Vladimir Putin, forseti Rússlands, léti af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Leiðtogarnir ræddu saman í síma í dag í um tvær klukkustundir ásamt þeim Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Átök hafa blossað upp að nýju í mánuðinum, eins og þau hafa gert á hverju sumri frá því að átökin hófust í apríl 2014, og Rússar eru sagðir hafa flutt herdeildir að landamærum Úkraínu. Talsmaður Putin neitaði því ekki í dag, heldur sagði Rússa hafa rétt á því að flytja herdeildir innan landamæra sinna. Erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, Kurt Volker, segir að ástandið sé farið að líkjast hefðbundnu stríði.Volker segir einnig að yfirvöld í Bandaríkjunum séu að íhuga að senda stjórnvöldum í Kænugarði vopn til að berjast gegn aðskilnaðarsinnunum. Sameinuðu þjóðirnar segja minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum frá því að þau hófust, skömmu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu. Rúmlega 1,6 milljón manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt þrætt fyrir að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnunum með bæði vopnum og mönnum. Fjölmargir rússneskir hermenn hafa látið lífið í Úkraínu og verið handsamaðir, en yfirvöld hafa meðal annars sagt þá hafa farið til Úkraínu í fríi sínu, eða þeir hafi verið hættir í hernum. Æðsti yfirmaður aðskilnaðarsinnanna, Alexander Zakharchenko, sagði í síðustu viku að hann vildi byggja nýtt ríki á grunni Úkraínu. Það ætti að heita „Malorossiya“ eða Litla Rússland. Friðarsamkomulag var undirritað í Hvíta-Rússlandi í febrúar 2015. Það hefur þó margsinnis verið brotið af báðum aðilum. Enn er þó talið að það sé besta leiðin að friði í Úkraínu og var áðurnefnt símtal liður í að reyna að endurvekja það.
Úkraína Tengdar fréttir Úkraína vill inn í NATO Ríkisstjórn Úkraínu tilkynnti í dag að viðræður við Atlantshafsbandalagið munu hefjast á næstunni. 10. júlí 2017 14:38 Níu hermenn létu lífið í Úkraínu Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. 20. júlí 2017 15:44 Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson. 9. júlí 2017 20:04 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Úkraína vill inn í NATO Ríkisstjórn Úkraínu tilkynnti í dag að viðræður við Atlantshafsbandalagið munu hefjast á næstunni. 10. júlí 2017 14:38
Níu hermenn létu lífið í Úkraínu Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. 20. júlí 2017 15:44
Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson. 9. júlí 2017 20:04
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10