Ísrael herðir umdeildar öryggisráðstafanir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2017 07:00 Palestínumenn í Betlehem mótmæltu aðgerðunum í Jerúsalem harðlega í gær. Vísir/AFP Öryggismyndavélum var í gær komið upp við musteri í Jerúsalem sem gyðingar kalla Musteri fjallsins en múslimar kalla Haram al-Sharif. Eru myndavélarnar liður í hertum öryggisráðstöfunum Ísraela við musterið. Hin aukna gæsla kemur í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru drepnir þar fyrr í mánuðinum. Til viðbótar við öryggismyndavélarnar var málmleitarhliðum komið upp á dögunum. Ísraelar segja að árásarmennirnir hafi smyglað byssum inn á staðinn og að öryggisráðstafana sé þörf til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Öryggisgæslan hefur vakið mikla reiði meðal Palestínumanna en musterið er talið það þriðja heilagasta í íslamskri trú. Staðurinn er þó einnig heilagur í augum gyðinga og er hann meðal annars afmarkaður með Grátmúrnum. Ástandið á svæðinu hefur verið eldfimt undanfarið og krefjast Palestínumenn þess að hliðin verði fjarlægð. Að sögn BBC líta þeir á aðgerðir Ísraela sem undanfara að því að þeir sölsi undir sig staðinn heilaga. Hafa Palestínumenn flykkst út á götu, fyrir utan innganginn að musterinu, og lagst þar á bæn í stað þess að ganga í gegnum málmleitarhliðin. Þrír Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska lögreglu á föstudaginn. Höfðu þá þúsundir mótmælt aðgerðum Ísraela í Jerúsalem sem og víðar á Vesturbakkanum. Á laugardag voru svo þrír Ísraelar stungnir til bana á landnemasvæðinu Halamish á Vesturbakkanum. Talið er að sú árás hafi verið gerð til að hefna fyrir aðgerðir Ísraela við musterið. Palestínsk yfirvöld brugðust ekki við uppsetningu öryggismyndavélanna í gær en BBC greinir frá því að þær muni mögulega koma í staðinn fyrir hin mjög svo umdeildu málmleitarhlið. Heimildir BBC innan leyniþjónustu Ísraela segja þó að svo sé ekki. Þá hefur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra einnig sagt hliðin komin til að vera. „Hliðin fara ekki neitt. Morðingjarnir fá ekki að ráða hvernig við leitum á morðingjunum,“ sagði Tzachi Hanegbi, þróunarmálaráðherra svæðisins, í útvarpsviðtali í gær. Hins vegar sagði öryggismálaráðherrann Gilad Erdan að málmleitarhliðum fyrir múslima yrði mögulega skipt út fyrir aðrar ráðstafanir. Til að mynda aukinn fjölda lögreglumanna og öryggismyndavélar. Talsmenn Arababandalagsins gagnrýndu aðgerðir Ísraela harðlega í gær. Sögðu þeir Ísraela leika sér að eldinum og að múslimar myndu ekki líða brot á réttindum þeirra á helgistöðum Jerúsalemborgar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira
Öryggismyndavélum var í gær komið upp við musteri í Jerúsalem sem gyðingar kalla Musteri fjallsins en múslimar kalla Haram al-Sharif. Eru myndavélarnar liður í hertum öryggisráðstöfunum Ísraela við musterið. Hin aukna gæsla kemur í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru drepnir þar fyrr í mánuðinum. Til viðbótar við öryggismyndavélarnar var málmleitarhliðum komið upp á dögunum. Ísraelar segja að árásarmennirnir hafi smyglað byssum inn á staðinn og að öryggisráðstafana sé þörf til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Öryggisgæslan hefur vakið mikla reiði meðal Palestínumanna en musterið er talið það þriðja heilagasta í íslamskri trú. Staðurinn er þó einnig heilagur í augum gyðinga og er hann meðal annars afmarkaður með Grátmúrnum. Ástandið á svæðinu hefur verið eldfimt undanfarið og krefjast Palestínumenn þess að hliðin verði fjarlægð. Að sögn BBC líta þeir á aðgerðir Ísraela sem undanfara að því að þeir sölsi undir sig staðinn heilaga. Hafa Palestínumenn flykkst út á götu, fyrir utan innganginn að musterinu, og lagst þar á bæn í stað þess að ganga í gegnum málmleitarhliðin. Þrír Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska lögreglu á föstudaginn. Höfðu þá þúsundir mótmælt aðgerðum Ísraela í Jerúsalem sem og víðar á Vesturbakkanum. Á laugardag voru svo þrír Ísraelar stungnir til bana á landnemasvæðinu Halamish á Vesturbakkanum. Talið er að sú árás hafi verið gerð til að hefna fyrir aðgerðir Ísraela við musterið. Palestínsk yfirvöld brugðust ekki við uppsetningu öryggismyndavélanna í gær en BBC greinir frá því að þær muni mögulega koma í staðinn fyrir hin mjög svo umdeildu málmleitarhlið. Heimildir BBC innan leyniþjónustu Ísraela segja þó að svo sé ekki. Þá hefur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra einnig sagt hliðin komin til að vera. „Hliðin fara ekki neitt. Morðingjarnir fá ekki að ráða hvernig við leitum á morðingjunum,“ sagði Tzachi Hanegbi, þróunarmálaráðherra svæðisins, í útvarpsviðtali í gær. Hins vegar sagði öryggismálaráðherrann Gilad Erdan að málmleitarhliðum fyrir múslima yrði mögulega skipt út fyrir aðrar ráðstafanir. Til að mynda aukinn fjölda lögreglumanna og öryggismyndavélar. Talsmenn Arababandalagsins gagnrýndu aðgerðir Ísraela harðlega í gær. Sögðu þeir Ísraela leika sér að eldinum og að múslimar myndu ekki líða brot á réttindum þeirra á helgistöðum Jerúsalemborgar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira