Ísrael herðir umdeildar öryggisráðstafanir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2017 07:00 Palestínumenn í Betlehem mótmæltu aðgerðunum í Jerúsalem harðlega í gær. Vísir/AFP Öryggismyndavélum var í gær komið upp við musteri í Jerúsalem sem gyðingar kalla Musteri fjallsins en múslimar kalla Haram al-Sharif. Eru myndavélarnar liður í hertum öryggisráðstöfunum Ísraela við musterið. Hin aukna gæsla kemur í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru drepnir þar fyrr í mánuðinum. Til viðbótar við öryggismyndavélarnar var málmleitarhliðum komið upp á dögunum. Ísraelar segja að árásarmennirnir hafi smyglað byssum inn á staðinn og að öryggisráðstafana sé þörf til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Öryggisgæslan hefur vakið mikla reiði meðal Palestínumanna en musterið er talið það þriðja heilagasta í íslamskri trú. Staðurinn er þó einnig heilagur í augum gyðinga og er hann meðal annars afmarkaður með Grátmúrnum. Ástandið á svæðinu hefur verið eldfimt undanfarið og krefjast Palestínumenn þess að hliðin verði fjarlægð. Að sögn BBC líta þeir á aðgerðir Ísraela sem undanfara að því að þeir sölsi undir sig staðinn heilaga. Hafa Palestínumenn flykkst út á götu, fyrir utan innganginn að musterinu, og lagst þar á bæn í stað þess að ganga í gegnum málmleitarhliðin. Þrír Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska lögreglu á föstudaginn. Höfðu þá þúsundir mótmælt aðgerðum Ísraela í Jerúsalem sem og víðar á Vesturbakkanum. Á laugardag voru svo þrír Ísraelar stungnir til bana á landnemasvæðinu Halamish á Vesturbakkanum. Talið er að sú árás hafi verið gerð til að hefna fyrir aðgerðir Ísraela við musterið. Palestínsk yfirvöld brugðust ekki við uppsetningu öryggismyndavélanna í gær en BBC greinir frá því að þær muni mögulega koma í staðinn fyrir hin mjög svo umdeildu málmleitarhlið. Heimildir BBC innan leyniþjónustu Ísraela segja þó að svo sé ekki. Þá hefur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra einnig sagt hliðin komin til að vera. „Hliðin fara ekki neitt. Morðingjarnir fá ekki að ráða hvernig við leitum á morðingjunum,“ sagði Tzachi Hanegbi, þróunarmálaráðherra svæðisins, í útvarpsviðtali í gær. Hins vegar sagði öryggismálaráðherrann Gilad Erdan að málmleitarhliðum fyrir múslima yrði mögulega skipt út fyrir aðrar ráðstafanir. Til að mynda aukinn fjölda lögreglumanna og öryggismyndavélar. Talsmenn Arababandalagsins gagnrýndu aðgerðir Ísraela harðlega í gær. Sögðu þeir Ísraela leika sér að eldinum og að múslimar myndu ekki líða brot á réttindum þeirra á helgistöðum Jerúsalemborgar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Öryggismyndavélum var í gær komið upp við musteri í Jerúsalem sem gyðingar kalla Musteri fjallsins en múslimar kalla Haram al-Sharif. Eru myndavélarnar liður í hertum öryggisráðstöfunum Ísraela við musterið. Hin aukna gæsla kemur í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru drepnir þar fyrr í mánuðinum. Til viðbótar við öryggismyndavélarnar var málmleitarhliðum komið upp á dögunum. Ísraelar segja að árásarmennirnir hafi smyglað byssum inn á staðinn og að öryggisráðstafana sé þörf til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Öryggisgæslan hefur vakið mikla reiði meðal Palestínumanna en musterið er talið það þriðja heilagasta í íslamskri trú. Staðurinn er þó einnig heilagur í augum gyðinga og er hann meðal annars afmarkaður með Grátmúrnum. Ástandið á svæðinu hefur verið eldfimt undanfarið og krefjast Palestínumenn þess að hliðin verði fjarlægð. Að sögn BBC líta þeir á aðgerðir Ísraela sem undanfara að því að þeir sölsi undir sig staðinn heilaga. Hafa Palestínumenn flykkst út á götu, fyrir utan innganginn að musterinu, og lagst þar á bæn í stað þess að ganga í gegnum málmleitarhliðin. Þrír Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska lögreglu á föstudaginn. Höfðu þá þúsundir mótmælt aðgerðum Ísraela í Jerúsalem sem og víðar á Vesturbakkanum. Á laugardag voru svo þrír Ísraelar stungnir til bana á landnemasvæðinu Halamish á Vesturbakkanum. Talið er að sú árás hafi verið gerð til að hefna fyrir aðgerðir Ísraela við musterið. Palestínsk yfirvöld brugðust ekki við uppsetningu öryggismyndavélanna í gær en BBC greinir frá því að þær muni mögulega koma í staðinn fyrir hin mjög svo umdeildu málmleitarhlið. Heimildir BBC innan leyniþjónustu Ísraela segja þó að svo sé ekki. Þá hefur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra einnig sagt hliðin komin til að vera. „Hliðin fara ekki neitt. Morðingjarnir fá ekki að ráða hvernig við leitum á morðingjunum,“ sagði Tzachi Hanegbi, þróunarmálaráðherra svæðisins, í útvarpsviðtali í gær. Hins vegar sagði öryggismálaráðherrann Gilad Erdan að málmleitarhliðum fyrir múslima yrði mögulega skipt út fyrir aðrar ráðstafanir. Til að mynda aukinn fjölda lögreglumanna og öryggismyndavélar. Talsmenn Arababandalagsins gagnrýndu aðgerðir Ísraela harðlega í gær. Sögðu þeir Ísraela leika sér að eldinum og að múslimar myndu ekki líða brot á réttindum þeirra á helgistöðum Jerúsalemborgar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira