Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 23. júlí 2017 18:47 Á myndinni má sjá London City Airport sem staðsettur 12 km frá miðpunkti Lúndúna, Westminster. Þarna má einnig sjá hvar Reykjavíkurflugvöllur væri staðsettur í London miðað við 1,3 km frá miðpunkti. Björn og Andri Björn Teitsson, formaður samtaka um bíllausan lífsstíl og Andri Gunnar Lyngberg Andrésson, arkitekt, eru ekki sáttir með hugmyndir Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra og Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Isavia, um að auka við millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll. Létu þeir Björn og Andri skoðun sína á málinu í ljós í færslu á Facebook sem inniheldur meðal annars skýringarmyndir um raunverulega staðsetningu flugvallarins í London. „Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn í samtali við Vísi.Ef London City Airport væri í Reykjavík væri hann norðaustan við Úlfarsfell, miðað við 12 km fjarlægð frá listaverkinu Miðja Reykjavíkur eftir Kristinn E. HrafnssonBjörn og AndriHugmynd ráðherrans og Karls felst í því að flogið yrði frá London City Airport til Reykjavíkur með það meðal annars að markmiði að létta undir álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2.Byggt á veikum grunni Björn segir hugmyndir forstjóra Isavia og ráðherra vera byggða á veikum grunni. Mikill munur sé á þessum tveimur flugvöllum. Meðal annars sé London City Airport einnar brautar völlur þar sem aðkoma er alltaf yfir ánni. „Í kjölfarið æstust upp nokkrir karlmenn, sem vildu nota þessa frétt sem rök fyrir því að aukið millilandaflug væri einnig æskilegt á Reykjavíkurflugvelli. Burtséð frá augljósum reginmun á stórborginni Lundúnum og Reykjavík, þá er rétt að taka fram að London City Airport er alls ekki í "miðborg" Lundúna,“ segir í færslunni. Benda þeir á að London City Airport er í raun 12 kílómetra frá miðpunkti London sé hann miðaður við Westminster. Hann sé því alls ekki inn í miðborg London. Þá benda þeir einnig á að Reykjavíkurflugvöllur er aðeins 1,3 km frá miðpunkti Reykjavíkur sé hann miðaður við listaverkið "Miðja Reykjavíkur" eftir Kristinn E. Hrafnsson, sem er á mótum Aðalstrætis og Vesturgötu. Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Björn Teitsson, formaður samtaka um bíllausan lífsstíl og Andri Gunnar Lyngberg Andrésson, arkitekt, eru ekki sáttir með hugmyndir Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra og Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Isavia, um að auka við millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll. Létu þeir Björn og Andri skoðun sína á málinu í ljós í færslu á Facebook sem inniheldur meðal annars skýringarmyndir um raunverulega staðsetningu flugvallarins í London. „Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn í samtali við Vísi.Ef London City Airport væri í Reykjavík væri hann norðaustan við Úlfarsfell, miðað við 12 km fjarlægð frá listaverkinu Miðja Reykjavíkur eftir Kristinn E. HrafnssonBjörn og AndriHugmynd ráðherrans og Karls felst í því að flogið yrði frá London City Airport til Reykjavíkur með það meðal annars að markmiði að létta undir álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2.Byggt á veikum grunni Björn segir hugmyndir forstjóra Isavia og ráðherra vera byggða á veikum grunni. Mikill munur sé á þessum tveimur flugvöllum. Meðal annars sé London City Airport einnar brautar völlur þar sem aðkoma er alltaf yfir ánni. „Í kjölfarið æstust upp nokkrir karlmenn, sem vildu nota þessa frétt sem rök fyrir því að aukið millilandaflug væri einnig æskilegt á Reykjavíkurflugvelli. Burtséð frá augljósum reginmun á stórborginni Lundúnum og Reykjavík, þá er rétt að taka fram að London City Airport er alls ekki í "miðborg" Lundúna,“ segir í færslunni. Benda þeir á að London City Airport er í raun 12 kílómetra frá miðpunkti London sé hann miðaður við Westminster. Hann sé því alls ekki inn í miðborg London. Þá benda þeir einnig á að Reykjavíkurflugvöllur er aðeins 1,3 km frá miðpunkti Reykjavíkur sé hann miðaður við listaverkið "Miðja Reykjavíkur" eftir Kristinn E. Hrafnsson, sem er á mótum Aðalstrætis og Vesturgötu.
Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00