Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs síðar á árinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2017 08:10 Kosið verður um sameiningu Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs í nóvember næstkomandi. Fulltrúar bæjanna segja að efla þurfi stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Frá því í september á síðasta ári hafa sveitarfélögin rætt sameiningu og vonast er til að kosið verði um það nú í nóvember. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir að þessi umræða hafi verið viðvarandi ansi lengi. „Bæjarfulltrúar í þessum sveitarfélögum hér ræddu saman fyrir rúmlega ári síðan, um það hvort ætti að fara að skoða þessa sameiningu hér.“ Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, segir marga sjá það í svolítið rómantísku ljósi að þessir bæir munu byggjast saman. „Ég sjálfur er ekki alveg að sjá það. Ég held að þetta verði – ef þessi sveitarfélög sameinast – að þetta verði tveir sterkir byggðakjarnar sem munu spila og starfa saman í einu sveitarfélagi.“ Sveitarfélögin eru lík í uppbyggingu og svipað stór. Garður með um fimmtán hundruð íbúa og Sandgerði með sautján hundruð íbúa. „Að mínu mati snýst þetta fyrst og fremst um stjórnsýsluna, efla hana og auka þjónustu við íbúana,“ segir Magnús. Til að mynda þurfi að efla póst- og bankaþjónustu og fá heilsugæslu. „Við á Suðurnesjum höfum upplifað einstakan tíma síðustu tvö ár. Mikil fjölgun. Bara í mínu sveitarfélagi, Sandgerði, það var það sveitarfélag þar sem fjölgaði mest á síðasta ári, rúm átta prósent fjölgun íbúa. Við erum að takast á við ýmis vaxtaverkefni sem eru bæði flókin og erfið en líka spennandi. Spennandi tímar til að takast á við. Hvernig ætlum við að veita þjónustu, hvar og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kosið verður um sameiningu Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs í nóvember næstkomandi. Fulltrúar bæjanna segja að efla þurfi stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Frá því í september á síðasta ári hafa sveitarfélögin rætt sameiningu og vonast er til að kosið verði um það nú í nóvember. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir að þessi umræða hafi verið viðvarandi ansi lengi. „Bæjarfulltrúar í þessum sveitarfélögum hér ræddu saman fyrir rúmlega ári síðan, um það hvort ætti að fara að skoða þessa sameiningu hér.“ Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, segir marga sjá það í svolítið rómantísku ljósi að þessir bæir munu byggjast saman. „Ég sjálfur er ekki alveg að sjá það. Ég held að þetta verði – ef þessi sveitarfélög sameinast – að þetta verði tveir sterkir byggðakjarnar sem munu spila og starfa saman í einu sveitarfélagi.“ Sveitarfélögin eru lík í uppbyggingu og svipað stór. Garður með um fimmtán hundruð íbúa og Sandgerði með sautján hundruð íbúa. „Að mínu mati snýst þetta fyrst og fremst um stjórnsýsluna, efla hana og auka þjónustu við íbúana,“ segir Magnús. Til að mynda þurfi að efla póst- og bankaþjónustu og fá heilsugæslu. „Við á Suðurnesjum höfum upplifað einstakan tíma síðustu tvö ár. Mikil fjölgun. Bara í mínu sveitarfélagi, Sandgerði, það var það sveitarfélag þar sem fjölgaði mest á síðasta ári, rúm átta prósent fjölgun íbúa. Við erum að takast á við ýmis vaxtaverkefni sem eru bæði flókin og erfið en líka spennandi. Spennandi tímar til að takast á við. Hvernig ætlum við að veita þjónustu, hvar og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira