Væringar í Washington Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Sean Spicer hefur sagt af sér. Nordicphotos/AFP Sean Spicer sagði í gær starfi sínu lausu sem fjölmiðlafulltrúi embættis Bandaríkjaforseta. The New York Times greindi frá því í gær að Spicer hefði verið ákaflega ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að skipa fjárfestinn Anthony Scaramucci í embætti samskiptastjóra Hvíta hússins. Segir í frétt blaðsins að Spicer hafi komið því á framfæri við Trump að forsetinn væri að gera „stór mistök“. Blaðamannafundir Spicers vöktu mikla athygli en nýverið hætti hann að leyfa tökuvélar á fundunum svo ekki er hægt að sjónvarpa þeim. Á meðan tökuvélar voru leyfðar mældist áhorf á fundina mikið, einkum vegna umdeildra ummæla Spicers. Í apríl síðastliðnum sagði Spicer, í kjölfar efnavopnaárásar Sýrlandshers, að Adolf Hitler hefði ekki einu sinni lagst svo lágt. Var hæðst að Spicer fyrir að gleyma því að Hitler fyrirskipaði notkun eiturgass til að myrða fjölda gyðinga og annarra minnihlutahópa. Spicer varð einnig ósáttur við fréttaflutning í janúar af aðsókn að innsetningarathöfn forseta. Á meðan fjölmiðlar greindu frá því að fleiri hefðu sótt innsetningarathöfn Obama sagði Spicer: „Þetta var mesti fjöldi sem hefur fylgst með innsetningarathöfn, punktur!“ Átti hann þó við fjölda sem fylgdist með á heimsvísu, jafnt í sjónvarpi sem í persónu og er erfitt að hrekja þá fullyrðingu.Jeff Sessions hyggst ekki segja af sér.nordicphotos/AFPÞað voru þó fleiri en Spicer sem sögðu upp í Washington. Það gerðu Mark Corallo, talsmaður lögfræðiteymis forsetans, og Marc Kasowitz, einkalögmaður Trumps, einnig. Þó greindi The New York Times frá því að Kasowitz væri ekki alveg hættur, hlutverk hans væri einungis að minnka. Corallo hættir aftur á móti alveg. BBC segir það vera vegna stefnu teymisins að koma óorði á þá er rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vangaveltur hafa jafnframt verið uppi um framtíð dómsmálaráðherrans Jeffs Sessions í starfi. Á dögunum sagði Trump að hann hefði ekki skipað Sessions hefði hann vitað að dómsmálaráðherrann myndi víkja frá Rússarannsókninni. Sessions er aftur á móti ekki á því að hætta. „Ég er hæstánægður með þetta starf og þetta ráðuneyti og ég mun starfa hér eins lengi og það er við hæfi.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Sean Spicer sagði í gær starfi sínu lausu sem fjölmiðlafulltrúi embættis Bandaríkjaforseta. The New York Times greindi frá því í gær að Spicer hefði verið ákaflega ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að skipa fjárfestinn Anthony Scaramucci í embætti samskiptastjóra Hvíta hússins. Segir í frétt blaðsins að Spicer hafi komið því á framfæri við Trump að forsetinn væri að gera „stór mistök“. Blaðamannafundir Spicers vöktu mikla athygli en nýverið hætti hann að leyfa tökuvélar á fundunum svo ekki er hægt að sjónvarpa þeim. Á meðan tökuvélar voru leyfðar mældist áhorf á fundina mikið, einkum vegna umdeildra ummæla Spicers. Í apríl síðastliðnum sagði Spicer, í kjölfar efnavopnaárásar Sýrlandshers, að Adolf Hitler hefði ekki einu sinni lagst svo lágt. Var hæðst að Spicer fyrir að gleyma því að Hitler fyrirskipaði notkun eiturgass til að myrða fjölda gyðinga og annarra minnihlutahópa. Spicer varð einnig ósáttur við fréttaflutning í janúar af aðsókn að innsetningarathöfn forseta. Á meðan fjölmiðlar greindu frá því að fleiri hefðu sótt innsetningarathöfn Obama sagði Spicer: „Þetta var mesti fjöldi sem hefur fylgst með innsetningarathöfn, punktur!“ Átti hann þó við fjölda sem fylgdist með á heimsvísu, jafnt í sjónvarpi sem í persónu og er erfitt að hrekja þá fullyrðingu.Jeff Sessions hyggst ekki segja af sér.nordicphotos/AFPÞað voru þó fleiri en Spicer sem sögðu upp í Washington. Það gerðu Mark Corallo, talsmaður lögfræðiteymis forsetans, og Marc Kasowitz, einkalögmaður Trumps, einnig. Þó greindi The New York Times frá því að Kasowitz væri ekki alveg hættur, hlutverk hans væri einungis að minnka. Corallo hættir aftur á móti alveg. BBC segir það vera vegna stefnu teymisins að koma óorði á þá er rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vangaveltur hafa jafnframt verið uppi um framtíð dómsmálaráðherrans Jeffs Sessions í starfi. Á dögunum sagði Trump að hann hefði ekki skipað Sessions hefði hann vitað að dómsmálaráðherrann myndi víkja frá Rússarannsókninni. Sessions er aftur á móti ekki á því að hætta. „Ég er hæstánægður með þetta starf og þetta ráðuneyti og ég mun starfa hér eins lengi og það er við hæfi.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira