Ein fallegasta keppnisbrautin fyrir þríþraut í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2017 09:00 Kandadíska þríþrautarkonan Heather Wurtele er ein sú besta í heiminum og hún hefur titil að verja frá því í fyrra. Mynd/Arnold Björnsson Stærsta þríþrautarmót sem hefur haldið á Íslandi fer fram á morgun í Kjósinni en þetta er í annað skiptið sem Challange Iceland fer fram á þessum stað. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir eru 250 í ár. Keppnin er hálfur járnmaður sem felst í því að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í Kjós. Þessi keppni þykir mjög erfið enda á ferðinni nyrsta þríþrautarkeppnin í Challenge fjölskyldunni og kuldinn mun alltaf reyna á keppendur.Mynd/Arnold BjörnssonUm 250 keppendur eru skráðir þ.á.m. um 200 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni á heimsmælikvarða. Þá er Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” segir Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskylduinnar í fréttatilkynningu um keppnina. Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri Race Makers Iceland segir mikil verðmæti í Challenge Iceland fyrir Ísland og Kjósahrepp: „Það er markmið okkar að þessi keppni verði ein sú virtasta í heiminum. Það er líka spennandi að með svona viðburðum er hægt auka fjölbreytileika í íslenskri ferðaþjónustu og tengja Ísland við náttúru, heilsu og fjölskylduvæna atburði og Challenge Iceland er einmitt til þess fallið,“ sagði Pétur í í fyrrnefndri fréttatilkynningu um keppnina. RaceMakers Iceland stendur fyrir keppninni og hafa mótshaldararnir Bertel Ingi Arnfinnsson, Einar Stefán Kristinsson, Pétur Einarsson, Rannveig Guicharnaud og Viðar Bragi Þorsteinsson og um hundrað sjálfboðaliðar unnið með Kjósarhreppi til þess að gera Challenge Iceland að veruleika. Í Challenge þríþrautamótaröðinni eru 47 heilir og hálfir járnmenn í 23 löndum í heiminum, þar á meðal stærsta heila keppnin í heiminum – Challenger Roth í Þýskalandi.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson Aðrar íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Stærsta þríþrautarmót sem hefur haldið á Íslandi fer fram á morgun í Kjósinni en þetta er í annað skiptið sem Challange Iceland fer fram á þessum stað. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir eru 250 í ár. Keppnin er hálfur járnmaður sem felst í því að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í Kjós. Þessi keppni þykir mjög erfið enda á ferðinni nyrsta þríþrautarkeppnin í Challenge fjölskyldunni og kuldinn mun alltaf reyna á keppendur.Mynd/Arnold BjörnssonUm 250 keppendur eru skráðir þ.á.m. um 200 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni á heimsmælikvarða. Þá er Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” segir Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskylduinnar í fréttatilkynningu um keppnina. Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri Race Makers Iceland segir mikil verðmæti í Challenge Iceland fyrir Ísland og Kjósahrepp: „Það er markmið okkar að þessi keppni verði ein sú virtasta í heiminum. Það er líka spennandi að með svona viðburðum er hægt auka fjölbreytileika í íslenskri ferðaþjónustu og tengja Ísland við náttúru, heilsu og fjölskylduvæna atburði og Challenge Iceland er einmitt til þess fallið,“ sagði Pétur í í fyrrnefndri fréttatilkynningu um keppnina. RaceMakers Iceland stendur fyrir keppninni og hafa mótshaldararnir Bertel Ingi Arnfinnsson, Einar Stefán Kristinsson, Pétur Einarsson, Rannveig Guicharnaud og Viðar Bragi Þorsteinsson og um hundrað sjálfboðaliðar unnið með Kjósarhreppi til þess að gera Challenge Iceland að veruleika. Í Challenge þríþrautamótaröðinni eru 47 heilir og hálfir járnmenn í 23 löndum í heiminum, þar á meðal stærsta heila keppnin í heiminum – Challenger Roth í Þýskalandi.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson
Aðrar íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira