Maðurinn sem féll í Gullfoss hét Nika Begades Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2017 10:46 Myndin sem lögreglan á Suðurlandi hefur birt af Nika er úr öryggismyndavélum við Gullfoss. vísir Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Nika var einhleypur og barnlaus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Leitað hefur verið að Nika síðan á miðvikudag og verður leit haldið áfram í dag. Hún verður þó nokkuð minni í sniðum en verið hefur þar sem engar líkur eru taldar á því að maðurinn hafi lifað fallið af. Leitin hefur engan árangur borið en leitarskilyrði eru erfið þar sem Hvítá er straumþung og djúp jökulá. „Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan á Suðurlandi birti mynd af Nika úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið. Biður lögreglan þá sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið að hafa samband í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is. Tilkynninguna lögreglunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Lögreglan á Suðurlandi, ásamt björgunarsveitum Landsbjargar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur leitað frá því í fyrradag, að ungum manni sem féll niður Gullfoss. Nokkuð hefur verið dregið úr leit, en henni verður haldið áfram í dag með minna sniði, en síðustu daga. Engar líkur eru taldar á því að pilturinn hafi lifað af fallið og hefur leit engan árangur borið fram til þessa.Eins og áður hefur komið fram fann lögreglan vísbendingar um hann út frá bifreið sem fannst á svæðinu og samsvara lýsingar vitna af atburðinum við myndir sem lögregla fékk úr eftirlitsmyndavélum við Gullfoss. Sporhundur frá Landsbjörg rakti svo spor úr bílnum upp fyrir útsýnispallana og niður undir ánna. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist, en málið er rannsakað sem slys.Pilturinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus.Meðfylgjandi er mynd af honum úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið og eru þeir sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.Leitarskilyrði eru erfið á staðnum þar sem áin er straumþung og djúp jökulá. Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann.Lögreglan vill þakka öllum þeim sem komið hafa að leitinni á einn eða annan hátt fyrir aðstoðina. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Nika var einhleypur og barnlaus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Leitað hefur verið að Nika síðan á miðvikudag og verður leit haldið áfram í dag. Hún verður þó nokkuð minni í sniðum en verið hefur þar sem engar líkur eru taldar á því að maðurinn hafi lifað fallið af. Leitin hefur engan árangur borið en leitarskilyrði eru erfið þar sem Hvítá er straumþung og djúp jökulá. „Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan á Suðurlandi birti mynd af Nika úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið. Biður lögreglan þá sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið að hafa samband í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is. Tilkynninguna lögreglunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Lögreglan á Suðurlandi, ásamt björgunarsveitum Landsbjargar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur leitað frá því í fyrradag, að ungum manni sem féll niður Gullfoss. Nokkuð hefur verið dregið úr leit, en henni verður haldið áfram í dag með minna sniði, en síðustu daga. Engar líkur eru taldar á því að pilturinn hafi lifað af fallið og hefur leit engan árangur borið fram til þessa.Eins og áður hefur komið fram fann lögreglan vísbendingar um hann út frá bifreið sem fannst á svæðinu og samsvara lýsingar vitna af atburðinum við myndir sem lögregla fékk úr eftirlitsmyndavélum við Gullfoss. Sporhundur frá Landsbjörg rakti svo spor úr bílnum upp fyrir útsýnispallana og niður undir ánna. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist, en málið er rannsakað sem slys.Pilturinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus.Meðfylgjandi er mynd af honum úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið og eru þeir sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.Leitarskilyrði eru erfið á staðnum þar sem áin er straumþung og djúp jökulá. Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann.Lögreglan vill þakka öllum þeim sem komið hafa að leitinni á einn eða annan hátt fyrir aðstoðina.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05
Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00