Maður féll í Gullfoss: Lögregla segist geta staðfest innan tíðar hver maðurinn er Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júlí 2017 08:16 Mikill viðbúnaður var við Gullfoss í gærkvöldi. vísir/magnús hlynur Leit mun hefjast aftur milli klukkan níu og tíu í dag að manninum sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í gær. Lögregla telur sig geta staðfest innan tíðar hver maðurinn er. Ekki er vitað hversu margir munu taka þátt í leitinni í dag. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir liðsauka í gærkvöldi til þátttöku í dag. „Svo sjáum við hvað kemur af fólki,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi. Aðspurður segir Sveinn ekkert nýtt hafa komið í ljós eftir leitina í gærkvöldi. „Í sjálfu sér ekki. Við erum enn að eltast við þessar vísbendingar sem við vorum með í gær og munum halda því áfram nú fram eftir morgni.“ Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út til að leita að manninum auk alls tiltæks liðs lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Lögregla telur sig vita með nokkurri vissu hver maðurinn er. Hún komst á sporið þegar bílar á svæðinu voru skoðaðir. Nú sé rætt við fólk sem tengist einum tilteknum bíl og er talið að hægt sé að staðfesta hver maðurinn er innan tíðar. „Við erum ekki komnir með staðfestingu á því. Við erum að fylgja ákveðnum vísbendingum sem við fengum í gærkvöldi, ekkert sem við getum staðfest, ekki að svo stöddu.“ Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Maður féll í Gullfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld. 19. júlí 2017 17:40 Leit hætt að manninum sem féll í Gullfoss Leit hefst aftur í fyrramálið. 20. júlí 2017 00:28 Telja sig vita hver maðurinn er Víðtæk leit stendur yfir. 19. júlí 2017 23:11 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Leit mun hefjast aftur milli klukkan níu og tíu í dag að manninum sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í gær. Lögregla telur sig geta staðfest innan tíðar hver maðurinn er. Ekki er vitað hversu margir munu taka þátt í leitinni í dag. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir liðsauka í gærkvöldi til þátttöku í dag. „Svo sjáum við hvað kemur af fólki,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi. Aðspurður segir Sveinn ekkert nýtt hafa komið í ljós eftir leitina í gærkvöldi. „Í sjálfu sér ekki. Við erum enn að eltast við þessar vísbendingar sem við vorum með í gær og munum halda því áfram nú fram eftir morgni.“ Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út til að leita að manninum auk alls tiltæks liðs lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Lögregla telur sig vita með nokkurri vissu hver maðurinn er. Hún komst á sporið þegar bílar á svæðinu voru skoðaðir. Nú sé rætt við fólk sem tengist einum tilteknum bíl og er talið að hægt sé að staðfesta hver maðurinn er innan tíðar. „Við erum ekki komnir með staðfestingu á því. Við erum að fylgja ákveðnum vísbendingum sem við fengum í gærkvöldi, ekkert sem við getum staðfest, ekki að svo stöddu.“ Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Maður féll í Gullfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld. 19. júlí 2017 17:40 Leit hætt að manninum sem féll í Gullfoss Leit hefst aftur í fyrramálið. 20. júlí 2017 00:28 Telja sig vita hver maðurinn er Víðtæk leit stendur yfir. 19. júlí 2017 23:11 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Maður féll í Gullfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld. 19. júlí 2017 17:40