Costco gert að merkja efnavöru eftir kvartanir frá keppinautum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. júlí 2017 06:00 Costco opnaði verslun sína í Garðabæ 23. maí síðastliðinn. vísir/eyþór Varúðarmerkingum á efnavörum, svo sem þvotta- og hreinsiefnum, hefur í mörgum tilfellum verið ábótavant í verslun bandarísku keðjunnar Costco í Garðabæ. Umhverfisstofnun hefur krafið verslunina um úrbætur. Ef verslunin verður ekki við kröfum stofnunarinnar gæti hún átt yfir höfði sér dagsektir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sendu nokkrir keppinautar Costco, fyrst og fremst innlendir heildsalar, kvörtun til Umhverfisstofnunar þar sem bent var á að varúðarmerkingum á ýmsum vörum sem verslunin selur, til dæmis uppþvottaefnum og hreinsivörum, væri verulega ábótavant. Lýstu þeir sem kvörtuðu gremju sinni yfir því að Costco hefði í margar vikur komist upp með að merkja ekki allar umbúðir efnavara sinna, líkt og skylt er lögum samkvæmt. Gunnlaug Helga Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti í samtali við blaðið í gær að stofnunin hefði brugðist við ábendingum sem henni bárust og sent starfsmenn í eftirlitsferð í Costco. Hefðu þeir í kjölfarið krafið verslunina um ákveðnar úrbætur, þar á meðal að hún bætti varúðarmerkingar sínar á efnavörum. Forvarsmenn verslunarinnar fengu fjögurra vikna frest til þess að grípa til úrbóta og er sá frestur ekki enn liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er víða pottur brotinn í merkingum efnavara. Á það ekki aðeins við um Costco, heldur er úrbóta þörf víðar. „Við reynum ávallt að bregðast við ábendingum sem við fáum, fara á staðinn og ganga úr skugga um hvort þær standist. Við gerum í kjölfarið eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast eða ekki. Og ef merkingum er ábótavant er gerð krafa um úrbætur og ákveðinn frestur gefinn. Fyrirtækin fá þá frest til þess að koma sínum málum í lag,“ segir Gunnlaug. Samkvæmt efnalögum er Umhverfisstofnun heimilt að veita þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna áminningu. Ef fyrirmælum Umhverfisstofnunar er ekki sinnt innan tiltekins frests getur hún jafnframt lagt dagsektir á viðkomandi fyrirtæki þar til úr er bætt, en sektirnar geta numið allt að 500 þúsund krónum fyrir hvern dag. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Varúðarmerkingum á efnavörum, svo sem þvotta- og hreinsiefnum, hefur í mörgum tilfellum verið ábótavant í verslun bandarísku keðjunnar Costco í Garðabæ. Umhverfisstofnun hefur krafið verslunina um úrbætur. Ef verslunin verður ekki við kröfum stofnunarinnar gæti hún átt yfir höfði sér dagsektir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sendu nokkrir keppinautar Costco, fyrst og fremst innlendir heildsalar, kvörtun til Umhverfisstofnunar þar sem bent var á að varúðarmerkingum á ýmsum vörum sem verslunin selur, til dæmis uppþvottaefnum og hreinsivörum, væri verulega ábótavant. Lýstu þeir sem kvörtuðu gremju sinni yfir því að Costco hefði í margar vikur komist upp með að merkja ekki allar umbúðir efnavara sinna, líkt og skylt er lögum samkvæmt. Gunnlaug Helga Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti í samtali við blaðið í gær að stofnunin hefði brugðist við ábendingum sem henni bárust og sent starfsmenn í eftirlitsferð í Costco. Hefðu þeir í kjölfarið krafið verslunina um ákveðnar úrbætur, þar á meðal að hún bætti varúðarmerkingar sínar á efnavörum. Forvarsmenn verslunarinnar fengu fjögurra vikna frest til þess að grípa til úrbóta og er sá frestur ekki enn liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er víða pottur brotinn í merkingum efnavara. Á það ekki aðeins við um Costco, heldur er úrbóta þörf víðar. „Við reynum ávallt að bregðast við ábendingum sem við fáum, fara á staðinn og ganga úr skugga um hvort þær standist. Við gerum í kjölfarið eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast eða ekki. Og ef merkingum er ábótavant er gerð krafa um úrbætur og ákveðinn frestur gefinn. Fyrirtækin fá þá frest til þess að koma sínum málum í lag,“ segir Gunnlaug. Samkvæmt efnalögum er Umhverfisstofnun heimilt að veita þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna áminningu. Ef fyrirmælum Umhverfisstofnunar er ekki sinnt innan tiltekins frests getur hún jafnframt lagt dagsektir á viðkomandi fyrirtæki þar til úr er bætt, en sektirnar geta numið allt að 500 þúsund krónum fyrir hvern dag.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira