Ríkin fjögur setja fram nýjar kröfur til Katara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2017 06:00 Þessir úlfaldar eru á meðal fórnarlamba deilunnar. Þeir þurftu að ganga langa leið til baka eftir að hafa verið meinuð innganga í Sádi-Arabíu. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP Arabaríkin fjögur, sem beita Katara nú viðskiptaþvingunum og hafa slitið stjórnmálasambandi við ríkið, hyggjast gera nýjar kröfur til Katara. Ríkin, Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin, settu fram þrettán kröfur til Katara í síðasta mánuði sem þeir vildu að Katarar uppfylltu, ættu ríkin að aflétta þvingunum. Því höfnuðu Katarar. Fastafulltrúar ríkjanna fjögurra hjá Sameinuðu þjóðunum héldu fund með blaðamönnum í höfuðstöðvum SÞ í gær þar sem þeir tilkynntu að nýju kröfurnar yrðu sex talsins og öllu víðtækari en fyrrnefndar þrettán. Á meðal þeirra verða kröfur um aukna skuldbindingu Katara í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og að hætta að grafa undan stöðugleika við Persaflóa. Á fundinum kváðust fastafulltrúarnir vilja leysa deiluna á vinsamlegan átt. Sagði fastafulltrúi Sádi-Arabíu, Abdullah al-Mouallimi, að utanríkisráðherrar ríkjanna hefðu samþykkt sín á milli umræddar sex kröfur á fundi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þann fimmta júlí. „Auðvelt ætti að vera fyrir Katara að samþykkja kröfurnar,“ sagði al-Mouallimi.Abdullah al-Mouallimi, fastafulltrúi Sádi-Arabíu hjá SÞ.Nordicphotos/AFPSádi-Arabinn sagði jafnframt að kröfurnar væru ófrávíkjanlegar og að málamiðlanir kæmu ekki til greina. Hins vegar væru ríkin fjögur til í að ræða við Katara um hvernig yrði best að innleiða kröfurnar. Athygli vakti að al-Mouallimi sagði að það gæti reynst óþarft að loka katarska fjölmiðlinum Al Jazeera, líkt og upphaflegu kröfurnar gerðu ráð fyrir. Sagði hann hins vegar að miðillinn þyrfti að hætta að hvetja til ofbeldis og miðla hatursáróðri. „Ef við getum náð því markmiði án þess að loka Al Jazeera er það í lagi.“ Upptökin að deilunni við Persaflóa má rekja til þeirrar sannfæringar ríkjanna fjögurra að Katarar styðji hryðjuverkasamtök. Þá er Sádi-Aröbum einkar illa við hversu góð samskipti Katara eru við stjórnvöld í Íran. Katarar tjáðu sig ekki um tilkynningu ríkjanna fjögurra í gær. Hafa þeir jafnframt alltaf neitað því að hafa styrkt hryðjuverkasamtök. Persaflóadeilan hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hafa Katarar neyðst til þess að flytja inn mat og drykk með skipum og flugvélum. Áður en ríkið var beitt viðskiptaþvingunum komu um áttatíu prósent allra matvæla Katara frá ríkjunum fjórum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Arabaríkin fjögur, sem beita Katara nú viðskiptaþvingunum og hafa slitið stjórnmálasambandi við ríkið, hyggjast gera nýjar kröfur til Katara. Ríkin, Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin, settu fram þrettán kröfur til Katara í síðasta mánuði sem þeir vildu að Katarar uppfylltu, ættu ríkin að aflétta þvingunum. Því höfnuðu Katarar. Fastafulltrúar ríkjanna fjögurra hjá Sameinuðu þjóðunum héldu fund með blaðamönnum í höfuðstöðvum SÞ í gær þar sem þeir tilkynntu að nýju kröfurnar yrðu sex talsins og öllu víðtækari en fyrrnefndar þrettán. Á meðal þeirra verða kröfur um aukna skuldbindingu Katara í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og að hætta að grafa undan stöðugleika við Persaflóa. Á fundinum kváðust fastafulltrúarnir vilja leysa deiluna á vinsamlegan átt. Sagði fastafulltrúi Sádi-Arabíu, Abdullah al-Mouallimi, að utanríkisráðherrar ríkjanna hefðu samþykkt sín á milli umræddar sex kröfur á fundi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þann fimmta júlí. „Auðvelt ætti að vera fyrir Katara að samþykkja kröfurnar,“ sagði al-Mouallimi.Abdullah al-Mouallimi, fastafulltrúi Sádi-Arabíu hjá SÞ.Nordicphotos/AFPSádi-Arabinn sagði jafnframt að kröfurnar væru ófrávíkjanlegar og að málamiðlanir kæmu ekki til greina. Hins vegar væru ríkin fjögur til í að ræða við Katara um hvernig yrði best að innleiða kröfurnar. Athygli vakti að al-Mouallimi sagði að það gæti reynst óþarft að loka katarska fjölmiðlinum Al Jazeera, líkt og upphaflegu kröfurnar gerðu ráð fyrir. Sagði hann hins vegar að miðillinn þyrfti að hætta að hvetja til ofbeldis og miðla hatursáróðri. „Ef við getum náð því markmiði án þess að loka Al Jazeera er það í lagi.“ Upptökin að deilunni við Persaflóa má rekja til þeirrar sannfæringar ríkjanna fjögurra að Katarar styðji hryðjuverkasamtök. Þá er Sádi-Aröbum einkar illa við hversu góð samskipti Katara eru við stjórnvöld í Íran. Katarar tjáðu sig ekki um tilkynningu ríkjanna fjögurra í gær. Hafa þeir jafnframt alltaf neitað því að hafa styrkt hryðjuverkasamtök. Persaflóadeilan hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hafa Katarar neyðst til þess að flytja inn mat og drykk með skipum og flugvélum. Áður en ríkið var beitt viðskiptaþvingunum komu um áttatíu prósent allra matvæla Katara frá ríkjunum fjórum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira