Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Pedersen sökkti gamla liðinu sínu Elías Orri Njarðarson skrifar 31. júlí 2017 21:00 Arnþór Ari átti frábæran leik í kvöld. vísir/andri marinó Breiðablik sigraði Fjölni, 2-1, á Kópavogsvelli í skemmtilegum leik í 13. umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Martin Lund Pedersen skoraði bæði mörk Blika gegn hans gamla liði en hann kom til Blika frá Fjölni eftir síðasta tímabil. Kristinn Jónsson kom beint inn í byrjunarliðið hjá Blikum eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Sveinn Aron og Þórður Steinar Hreiðarsson, sem komu einnig til liðs við Blika á dögunum, voru báðir á bekknum. Blikar voru sterkari aðilinn í leiknum og byrjuðu leikinn af krafti. Fjölnismenn lágu til baka og leyfðu Blikum að halda boltanum innan síns liðs. Eftir rúmlega 25 mínútna leik fékk Marcus Solberg, leikmaður Fjölnis, dauðafæri til þess að koma gestunum yfir eftir að Ingimundur Níels Óskarsson átti flotta fyrirgjöf beint á Solberg sem þurfti einungis að skalla boltann beint í netið. Honum brást hinsvegar bogalistin og skallaði boltann framhjá markinu. Fjölnismenn vöknuðu aðeins til lífsins þegar að stundarfjórðungur var eftir að fyrri hálfleik og leikurinn jafnaðist út. Engin mörk voru hinsvegar skoruð þegar að Gunnar Jarl, dómari leiksins, blés til loka fyrri hálfleiks. Þegar að síðari hálfleikur hófst sá maður mun á Fjölnisliðinu en þeir byrjuðu vel og það var eins og að Blikarnir væru ekki alveg mættir inn í síðari hálfleikinn fyrstu mínúturnar. Á 53. mínútu kom svo Martin Lund Pedersen Blikum yfir í leiknum eftir að Fjölnismenn höfðu átt góða sókn rétt á undan. Arnþór Ari átti flotta sendingu inn á Martin Lund sem kláraði færið vel framhjá Þórði Ingasyni, markmanni Fjölnis. Eftir markið tóku Blikar aftur völdin í leiknum og voru töluvert betri. Þegar að 15 mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum jafnaði Marcus Solberg metin með góðu skallamarki eftir flotta fyrirgjöf Mario Tadejevic. Staðan allt í einu orðin jöfn 1-1. Blikar voru samt sem áður betri í leiknum og á 70. mínútu átti Arnþór Ari Atlason frábært skot á lofti sem hafnaði í stönginni. Martin Lund var svo aftur á ferðinni á 76. mínútu þegar að hann kom Blikum yfir eftir að hafa fengið sendingu frá Arnþóri Ara Atlasyni í gegnum vörn Fjölnis og klárað færið vel. Staðan orðin 2-1 fyrir Blika. Arnþór Ari, sem átti mjög góðan leik fyrir Blika, átti svo annað skot í stöng á 79. mínútu eftir að Aron Bjarnason hafði gert vel og komið boltanum út á Arnþór sem var óheppinn að skora ekki í leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki og flottur 2-1 sigur Breiðabliks á Fjölni staðreynd. Blikar lyfta sér upp í 6. sæti deildarinnar eftir leikinn og eru með 18 stig. Fjölnismenn sitja í 9. sæti með 15 stig. Maður leiksins var Martin Lund Pedersen en einkunnir allra leikmanna má sjá með því að smella á flipann „Liðin“.Afhverju vann Breiðablik? Blikarnir voru mun betri en Fjölnismenn í leiknum. Þeir spiluðu vel saman og komu sér í fullt af fínum færum. Varnarleikurinn þeirra var mjög fínn í dag en hefðu hugsanlega getað gert betur í jöfnunarmarki Fjölnis. Blikarnir voru skipulagðir og héldu boltanum vel innan síns liðs. Þeir voru þolinmóðir og létu boltann fljóta vel á milli manna.Þessir stóðu upp úr: Martin Lund og Arnþór Ari. Martin með tvö mörk eftir tvær stoðsendingar frá Arnþóri Ara. Hvað er meira hægt að segja? Allt Blikaliðið spilaði vel í kvöld en þessir tveir báru af hjá þeim.Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Fjölnismönnum að byrja leikinn almennilega. Uppleggið þeirra var greinilega að liggja til baka en þrátt fyrir það gekk erfiðlega hjá þeim oft á tíðum í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, að ná að tengja sendingar almennilega saman. Varnarlína Fjölnis átti erfitt með hraða sóknarlínu Blika, sem náðu að spila sig í gegnum vörn Fjölnis oft í leiknum.Hvað gerist næst? Fjölnismenn taka á móti KA-mönnum í næstu umferð á heimavelli þann 9. ágúst en Blikarnir fara í heimsókn í Garðabæinn og munu þar mæta Stjörnunni í hörkuleik sama dag.Milos: Af því að hann er sköllóttur þá heldurðu að hann sé reyndur? Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 2-1 sigur sinna manna á liði Fjölnis á Kópavogsvelli í kvöld. „Já ég er í rauninni ánægður með þrjú stig. Hvort sem það sé 2-1 eða 5-1, það skiptir í rauninni ekki máli. Strákarnir eru að spara sig margir fyrir næsta leik, þannig ég er bara ánægður,“ sagði Milos Breiðablik var miklu meira með boltann og áttu nokkur góð færi í leiknum. „Mér finnst við stjórna leiknum frá upphafi til enda en þegar það er spilað svona þá er náttúrurlega mikið pláss á bakvið okkur og þeir reyna að ná að skora úr hröðum sóknum en ná ekki að skora úr því heldur ná að skora í eiginlega eina einbeitingaleysinu í okkur og skora flott mark. Þetta var mjög erfiður leikur og ég er bara mjög ánægður með að hafa fengið þrjú stig,“ sagði Milos sáttur. Kristinn Jónsson, gekk til liðs við Blika á dögunum, en hann hefur verið í atvinnumennsku í Noregi. Kristinn sem er mjög reyndur leikmaður, þrátt fyrir ungan aldur gefur liðinu mikið. „Þú heldur af því að hann er sköllóttur að hann sé reyndur?“ segir Milos og brosir. „Hann er reyndur, reyndari en mennirnir sem við erum með. Hann er góður liðsstyrkur ekki spurning. Hann er samt kannski ekki alveg í leikformi, hann er í góðu líkamlegu formi en ekki í leikformi, við vissum það, það sama á við um Svein Aron en ég veit nákvæmlega hvað þessir tveir leikmenn geta og allir hinir sem eru komnir þannig að ég hugsa að við verðum bara betri með fleiri leikjum,“ sagði Milos. Hrjove Tokic var ekki í leikmannahópi Blika í dag en hann hefur verið að glíma við meiðsli. „Það eru einhver skrítin meiðsli. Einhver bólga í kringum bein sem myndi valda meira veseni ef hann myndi spila. Hann var að detta inn á æfingar en var ekki klár í hópinn í dag, en ég vona að hann verði kominn fyrir næsta leik,“ sagði Milos Milojevic,þjálfari Breiðabliks, að lokum eftir 2-1 sigur sinna manna á Fjölni.Ágúst Gylfason: Svona er boltinn, við þurfum bara að halda áfram að berjast í þessu Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var svekktur með 2-1 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. „Við vissum það að Blikarnir séu góðir í því að stjórna leikjum en skapa sér ekki mikið af færum. Þeir voru kannski betri en við inni á vellinum en í fyrri hálfleik fengum við tvö góð færi til þess að komast yfir í leiknum. Seinni hálfleikurinn spilaðist mjög svipað, við lágum til baka og þeir héldu boltanum og skora á okkur en við vorum fljótir að svara og jöfnum leikinn. Það er svekkjandi að fá sigurmarkið á sig. Við reyndum aðeins í lokin að setja á þá og jafna en það gekk ekki,“ sagði Ágúst Gylfason. Það virtist sem Fjölnismenn væru lengi í gang í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en eftir hálftímaleik þegar að þeir fóru að koma sér almennilega inn í leikinn. Ágúst hefur engar áhyggjur af því að menn séu eitthvað lengi í gang. „Við lögðum leikinn eins og við gerðum - að sjálfsögðu ekki að tapa leiknum en við lögðum upp með að liggja aðeins til baka og leyfa þeim að vera með boltann og ekki láta þá opna okkur mikið. Við gerðum það vel fannst mér fyrir utan þessi tvö mörk sem þeir skora og kannski tvö, þrjú önnur færi sem þeir fá en við sköpuðum okkur alveg ágætisfæri. Svona er boltinn, við þurfum bara að halda áfram að berjast í þessu, tap í dag en ágætis frí framundan þannig að við komum sterkir til baka eftir Verslunarmannahelgina,“ sagði Ágúst. Fredrik Michalsen, tvítugur miðjumaður, er kominn á láni til Fjölnis frá Tromsö. Ágúst telur að hann muni nýtast liðinu mjög vel út tímabilið. „Já við treystum á því að hann geri eitthvað ásamt þeim sem við höfum. Við þurfum bara að þétta raðirnar og vera með nógu sterkan hóp fyrir lokatörnina, eða semsagt seinni hluta mótsins. Það eru níu leikir eftir og við þurfum bara að fara að hala inn stigum og koma okkur upp töflunna,“ sagði Ágúst að lokum eftir leikinn í kvöldKristinn Jónsson: Þetta er alveg staða sem að ég vil spila Kristinn Jónsson er kominn til baka til Íslands og fór beint inn í byrjunarlið Breiðabliks í kvöld á móti Fjölni. Honum líst mjög vel á hlutina í Kópavoginum. „Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef fylgst mjög vel með liðinu í sumar og mér líst vel á hópinn. Deildin er að spilast mjög furðulega eins og hún er að gerast. Við þurfum bara að tvinna saman okkar sigurleiki og þá erum við komnir í Evrópuséns,“ sagði Kristinn ánægður. Kristinn, spilar vanalega sem vinstri bakvörður, var einn af þremur fremstu mönnum í sóknarlínu Blika í leiknum, staða sem hann er kannski ekki alveg vanur því að spila. „Þetta er alveg staða sem ég vil spila, ég spila bara þar sem að þjálfararnir vilja að ég spili en þetta er staða sem ég þekki vel síðan að ég var yngri. Ég hef verið í gegnum tíðina í mjög miklu sóknarhlutverki hjá Blikum og það var tekin sú ákvörðun að ég myndi spila á kantinum í dag en við sjáum til hvað gerist í næsta leik,“ sagði Kristinn. Kristinn skrifaði undir samning út tímabilið við Blika en hann segir ekkert annað vera ákveðið með framhaldið. „Nei í rauninni ekki, það var tekin sú ákvörðun að taka bara fimm mánaða samning, þar sem að bæði Milos og fleiri eru að renna út af samning. Þá var þetta besta lausnin fyrir mig til að geta séð hver kemur inn og hvernig þetta tímabil fer og taka svo bara ákvörðun eftir það,“ sagði Kristinn eftir sinn fyrsta leik með Blikum í ár. Pepsi Max-deild karla
Breiðablik sigraði Fjölni, 2-1, á Kópavogsvelli í skemmtilegum leik í 13. umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Martin Lund Pedersen skoraði bæði mörk Blika gegn hans gamla liði en hann kom til Blika frá Fjölni eftir síðasta tímabil. Kristinn Jónsson kom beint inn í byrjunarliðið hjá Blikum eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Sveinn Aron og Þórður Steinar Hreiðarsson, sem komu einnig til liðs við Blika á dögunum, voru báðir á bekknum. Blikar voru sterkari aðilinn í leiknum og byrjuðu leikinn af krafti. Fjölnismenn lágu til baka og leyfðu Blikum að halda boltanum innan síns liðs. Eftir rúmlega 25 mínútna leik fékk Marcus Solberg, leikmaður Fjölnis, dauðafæri til þess að koma gestunum yfir eftir að Ingimundur Níels Óskarsson átti flotta fyrirgjöf beint á Solberg sem þurfti einungis að skalla boltann beint í netið. Honum brást hinsvegar bogalistin og skallaði boltann framhjá markinu. Fjölnismenn vöknuðu aðeins til lífsins þegar að stundarfjórðungur var eftir að fyrri hálfleik og leikurinn jafnaðist út. Engin mörk voru hinsvegar skoruð þegar að Gunnar Jarl, dómari leiksins, blés til loka fyrri hálfleiks. Þegar að síðari hálfleikur hófst sá maður mun á Fjölnisliðinu en þeir byrjuðu vel og það var eins og að Blikarnir væru ekki alveg mættir inn í síðari hálfleikinn fyrstu mínúturnar. Á 53. mínútu kom svo Martin Lund Pedersen Blikum yfir í leiknum eftir að Fjölnismenn höfðu átt góða sókn rétt á undan. Arnþór Ari átti flotta sendingu inn á Martin Lund sem kláraði færið vel framhjá Þórði Ingasyni, markmanni Fjölnis. Eftir markið tóku Blikar aftur völdin í leiknum og voru töluvert betri. Þegar að 15 mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum jafnaði Marcus Solberg metin með góðu skallamarki eftir flotta fyrirgjöf Mario Tadejevic. Staðan allt í einu orðin jöfn 1-1. Blikar voru samt sem áður betri í leiknum og á 70. mínútu átti Arnþór Ari Atlason frábært skot á lofti sem hafnaði í stönginni. Martin Lund var svo aftur á ferðinni á 76. mínútu þegar að hann kom Blikum yfir eftir að hafa fengið sendingu frá Arnþóri Ara Atlasyni í gegnum vörn Fjölnis og klárað færið vel. Staðan orðin 2-1 fyrir Blika. Arnþór Ari, sem átti mjög góðan leik fyrir Blika, átti svo annað skot í stöng á 79. mínútu eftir að Aron Bjarnason hafði gert vel og komið boltanum út á Arnþór sem var óheppinn að skora ekki í leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki og flottur 2-1 sigur Breiðabliks á Fjölni staðreynd. Blikar lyfta sér upp í 6. sæti deildarinnar eftir leikinn og eru með 18 stig. Fjölnismenn sitja í 9. sæti með 15 stig. Maður leiksins var Martin Lund Pedersen en einkunnir allra leikmanna má sjá með því að smella á flipann „Liðin“.Afhverju vann Breiðablik? Blikarnir voru mun betri en Fjölnismenn í leiknum. Þeir spiluðu vel saman og komu sér í fullt af fínum færum. Varnarleikurinn þeirra var mjög fínn í dag en hefðu hugsanlega getað gert betur í jöfnunarmarki Fjölnis. Blikarnir voru skipulagðir og héldu boltanum vel innan síns liðs. Þeir voru þolinmóðir og létu boltann fljóta vel á milli manna.Þessir stóðu upp úr: Martin Lund og Arnþór Ari. Martin með tvö mörk eftir tvær stoðsendingar frá Arnþóri Ara. Hvað er meira hægt að segja? Allt Blikaliðið spilaði vel í kvöld en þessir tveir báru af hjá þeim.Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Fjölnismönnum að byrja leikinn almennilega. Uppleggið þeirra var greinilega að liggja til baka en þrátt fyrir það gekk erfiðlega hjá þeim oft á tíðum í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, að ná að tengja sendingar almennilega saman. Varnarlína Fjölnis átti erfitt með hraða sóknarlínu Blika, sem náðu að spila sig í gegnum vörn Fjölnis oft í leiknum.Hvað gerist næst? Fjölnismenn taka á móti KA-mönnum í næstu umferð á heimavelli þann 9. ágúst en Blikarnir fara í heimsókn í Garðabæinn og munu þar mæta Stjörnunni í hörkuleik sama dag.Milos: Af því að hann er sköllóttur þá heldurðu að hann sé reyndur? Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 2-1 sigur sinna manna á liði Fjölnis á Kópavogsvelli í kvöld. „Já ég er í rauninni ánægður með þrjú stig. Hvort sem það sé 2-1 eða 5-1, það skiptir í rauninni ekki máli. Strákarnir eru að spara sig margir fyrir næsta leik, þannig ég er bara ánægður,“ sagði Milos Breiðablik var miklu meira með boltann og áttu nokkur góð færi í leiknum. „Mér finnst við stjórna leiknum frá upphafi til enda en þegar það er spilað svona þá er náttúrurlega mikið pláss á bakvið okkur og þeir reyna að ná að skora úr hröðum sóknum en ná ekki að skora úr því heldur ná að skora í eiginlega eina einbeitingaleysinu í okkur og skora flott mark. Þetta var mjög erfiður leikur og ég er bara mjög ánægður með að hafa fengið þrjú stig,“ sagði Milos sáttur. Kristinn Jónsson, gekk til liðs við Blika á dögunum, en hann hefur verið í atvinnumennsku í Noregi. Kristinn sem er mjög reyndur leikmaður, þrátt fyrir ungan aldur gefur liðinu mikið. „Þú heldur af því að hann er sköllóttur að hann sé reyndur?“ segir Milos og brosir. „Hann er reyndur, reyndari en mennirnir sem við erum með. Hann er góður liðsstyrkur ekki spurning. Hann er samt kannski ekki alveg í leikformi, hann er í góðu líkamlegu formi en ekki í leikformi, við vissum það, það sama á við um Svein Aron en ég veit nákvæmlega hvað þessir tveir leikmenn geta og allir hinir sem eru komnir þannig að ég hugsa að við verðum bara betri með fleiri leikjum,“ sagði Milos. Hrjove Tokic var ekki í leikmannahópi Blika í dag en hann hefur verið að glíma við meiðsli. „Það eru einhver skrítin meiðsli. Einhver bólga í kringum bein sem myndi valda meira veseni ef hann myndi spila. Hann var að detta inn á æfingar en var ekki klár í hópinn í dag, en ég vona að hann verði kominn fyrir næsta leik,“ sagði Milos Milojevic,þjálfari Breiðabliks, að lokum eftir 2-1 sigur sinna manna á Fjölni.Ágúst Gylfason: Svona er boltinn, við þurfum bara að halda áfram að berjast í þessu Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var svekktur með 2-1 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. „Við vissum það að Blikarnir séu góðir í því að stjórna leikjum en skapa sér ekki mikið af færum. Þeir voru kannski betri en við inni á vellinum en í fyrri hálfleik fengum við tvö góð færi til þess að komast yfir í leiknum. Seinni hálfleikurinn spilaðist mjög svipað, við lágum til baka og þeir héldu boltanum og skora á okkur en við vorum fljótir að svara og jöfnum leikinn. Það er svekkjandi að fá sigurmarkið á sig. Við reyndum aðeins í lokin að setja á þá og jafna en það gekk ekki,“ sagði Ágúst Gylfason. Það virtist sem Fjölnismenn væru lengi í gang í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en eftir hálftímaleik þegar að þeir fóru að koma sér almennilega inn í leikinn. Ágúst hefur engar áhyggjur af því að menn séu eitthvað lengi í gang. „Við lögðum leikinn eins og við gerðum - að sjálfsögðu ekki að tapa leiknum en við lögðum upp með að liggja aðeins til baka og leyfa þeim að vera með boltann og ekki láta þá opna okkur mikið. Við gerðum það vel fannst mér fyrir utan þessi tvö mörk sem þeir skora og kannski tvö, þrjú önnur færi sem þeir fá en við sköpuðum okkur alveg ágætisfæri. Svona er boltinn, við þurfum bara að halda áfram að berjast í þessu, tap í dag en ágætis frí framundan þannig að við komum sterkir til baka eftir Verslunarmannahelgina,“ sagði Ágúst. Fredrik Michalsen, tvítugur miðjumaður, er kominn á láni til Fjölnis frá Tromsö. Ágúst telur að hann muni nýtast liðinu mjög vel út tímabilið. „Já við treystum á því að hann geri eitthvað ásamt þeim sem við höfum. Við þurfum bara að þétta raðirnar og vera með nógu sterkan hóp fyrir lokatörnina, eða semsagt seinni hluta mótsins. Það eru níu leikir eftir og við þurfum bara að fara að hala inn stigum og koma okkur upp töflunna,“ sagði Ágúst að lokum eftir leikinn í kvöldKristinn Jónsson: Þetta er alveg staða sem að ég vil spila Kristinn Jónsson er kominn til baka til Íslands og fór beint inn í byrjunarlið Breiðabliks í kvöld á móti Fjölni. Honum líst mjög vel á hlutina í Kópavoginum. „Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef fylgst mjög vel með liðinu í sumar og mér líst vel á hópinn. Deildin er að spilast mjög furðulega eins og hún er að gerast. Við þurfum bara að tvinna saman okkar sigurleiki og þá erum við komnir í Evrópuséns,“ sagði Kristinn ánægður. Kristinn, spilar vanalega sem vinstri bakvörður, var einn af þremur fremstu mönnum í sóknarlínu Blika í leiknum, staða sem hann er kannski ekki alveg vanur því að spila. „Þetta er alveg staða sem ég vil spila, ég spila bara þar sem að þjálfararnir vilja að ég spili en þetta er staða sem ég þekki vel síðan að ég var yngri. Ég hef verið í gegnum tíðina í mjög miklu sóknarhlutverki hjá Blikum og það var tekin sú ákvörðun að ég myndi spila á kantinum í dag en við sjáum til hvað gerist í næsta leik,“ sagði Kristinn. Kristinn skrifaði undir samning út tímabilið við Blika en hann segir ekkert annað vera ákveðið með framhaldið. „Nei í rauninni ekki, það var tekin sú ákvörðun að taka bara fimm mánaða samning, þar sem að bæði Milos og fleiri eru að renna út af samning. Þá var þetta besta lausnin fyrir mig til að geta séð hver kemur inn og hvernig þetta tímabil fer og taka svo bara ákvörðun eftir það,“ sagði Kristinn eftir sinn fyrsta leik með Blikum í ár.