Vettel: Ég var mjög upptekinn alla keppnina Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. júlí 2017 14:13 Vettel frussar freyðivíninu eftir að hafa landað fyrsta sætinu í Ungverjalandi. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari vann sína fjórðu keppni á tímabilinu í dag. Hann jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 14 stig. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég er í skýunum. Ég var mjög upptekinn alla keppnina. Stýrið skekktist snemma og það ágerðist svo bara. Ég þurfti að passa mig á köntunum. Ég var ekki að gera Kimi [Raikkonen] neinn greiða, hann hefði geta farið hraðar,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum. „Það er frábær stuðningur hérna en ég gat því miður ekki skilað fyrsta sætinu til allra finnsku áhorfendanna hérna. Ökumaðurinn á undan þér þarf að gera risastór mistök og sérstaklega ef hann er liðsfélagi þinn ef þú átt að komast fram úr þér,“ sagði Kimi Raikkonen á verðlaunapallinum, hann varð annar á Ferrari bílnum í dag. „Ég var að glíma við hægfara bíla og ég verð að þakka Lewis [Hamilton] fyrir íþróttamannslega hegðun undir lokin. Ég vil þakka liðinu fyrir frábæra helgi,“ sagði Valtteri Bottas á verðlaunapallinum, hann varð þriðji á Mercedes bílnum. „Þetta var mikilvæg keppni. Það sem skiptir mestu að við þurftum að hafa fyrir þessu og okkur tókst að standast áhlaupið,“ sagði Sergio Marchionne, forseti Ferrari. „Við getum tapað titli vegna þess að Lewis hleypti Bottas fram úr í lokin. Þessi andi hefur hins vegar skilað sér og við höfum unnið þrisvar á síðustu þremur árum með þessa stefnu. Ég tek hatt minn ofan fyrir báðum ökumönnum okkar, þeir heiðruðu samkomulagið sem gert var,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég veit ekki af hverju Ferrari menn voru svona hægir. Ég festist fyrir aftan Valtteri en ég gat ekki sagt liðinu að ég væri hraðari vegna bilunar í talstöðinni. Ég fékk þó tækifærið og reyndi hvað ég gat en það gekk ekki og ég er maður orða minna og ég gaf honum sætið aftur,“ sagði Lewis Hamilton sem varð fjórði í dag. Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00 Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 30. júlí 2017 13:39 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Vettel: Það er ekkert unnið með þessum ráspól Sebastian Vettel náði í sinn annan ráspól á tímabilinu í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Ungverjalandi. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari vann sína fjórðu keppni á tímabilinu í dag. Hann jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 14 stig. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég er í skýunum. Ég var mjög upptekinn alla keppnina. Stýrið skekktist snemma og það ágerðist svo bara. Ég þurfti að passa mig á köntunum. Ég var ekki að gera Kimi [Raikkonen] neinn greiða, hann hefði geta farið hraðar,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum. „Það er frábær stuðningur hérna en ég gat því miður ekki skilað fyrsta sætinu til allra finnsku áhorfendanna hérna. Ökumaðurinn á undan þér þarf að gera risastór mistök og sérstaklega ef hann er liðsfélagi þinn ef þú átt að komast fram úr þér,“ sagði Kimi Raikkonen á verðlaunapallinum, hann varð annar á Ferrari bílnum í dag. „Ég var að glíma við hægfara bíla og ég verð að þakka Lewis [Hamilton] fyrir íþróttamannslega hegðun undir lokin. Ég vil þakka liðinu fyrir frábæra helgi,“ sagði Valtteri Bottas á verðlaunapallinum, hann varð þriðji á Mercedes bílnum. „Þetta var mikilvæg keppni. Það sem skiptir mestu að við þurftum að hafa fyrir þessu og okkur tókst að standast áhlaupið,“ sagði Sergio Marchionne, forseti Ferrari. „Við getum tapað titli vegna þess að Lewis hleypti Bottas fram úr í lokin. Þessi andi hefur hins vegar skilað sér og við höfum unnið þrisvar á síðustu þremur árum með þessa stefnu. Ég tek hatt minn ofan fyrir báðum ökumönnum okkar, þeir heiðruðu samkomulagið sem gert var,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég veit ekki af hverju Ferrari menn voru svona hægir. Ég festist fyrir aftan Valtteri en ég gat ekki sagt liðinu að ég væri hraðari vegna bilunar í talstöðinni. Ég fékk þó tækifærið og reyndi hvað ég gat en það gekk ekki og ég er maður orða minna og ég gaf honum sætið aftur,“ sagði Lewis Hamilton sem varð fjórði í dag.
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00 Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 30. júlí 2017 13:39 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Vettel: Það er ekkert unnið með þessum ráspól Sebastian Vettel náði í sinn annan ráspól á tímabilinu í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Ungverjalandi. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00
Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 30. júlí 2017 13:39
Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57
Vettel: Það er ekkert unnið með þessum ráspól Sebastian Vettel náði í sinn annan ráspól á tímabilinu í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Ungverjalandi. 29. júlí 2017 20:00