Íslenski boltinn

Milos: Ef maður spilar tuddabolta þá á maður ekki að væla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Milos var ekki sáttur eftir leikinn.
Milos var ekki sáttur eftir leikinn. visir/ernir
„Fyrst og fremst er ég svekktur að fá ekkert út úr þessum leik, og sérstaklega eins og leikurinn þróaðist og hvernig hann byrjaði fyrir okkur,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0, tap gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

„Þeir ná að klára sín færi og það gerðum við ekki. Bæði mörkin þeirra koma eftir okkar mistök og það má ekki gerast.“

Milos segist vissulega vera svekktur að liðið hafi misnotað vítaspyrnu í upphafi leiks.

„Menn klúðra samt alltaf vítaspyrnum. Ronaldo, Messo og Roberto Baggio hafa allir klúðrað víti. Eftir það fengum við samt alveg góð færi og við áttum bara að nýta okkur það. Þeir spila algjöran tuddabolta og mér finnst reyndar að þegar lið spila þannig bolta eiga þau ekkert að vera væla.“

Milos óskar Stjörnunni samt sem áður til hamingju með stigin þrjú. Næsti leikur Blika er gegn Víkingum en Milos byrjaði mótið sem þjálfari Fossvogsliðsins.

„Það verður bara venjulegur heimaleikur. Maður á aldrei að blanda saman tilfinningum og fótbolta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×