Valsmenn urðu Íslandsmeistarar síðast þegar þeir náðu að vinna FH í Kaplakrika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 12:30 Það er langt síðajn Bjarni Ólafur Eiríksson og félagar í Valsliðinu fögnuðu sigri í Krikanum. Vísir/Eyþór Valsmenn geta stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í heilan áratug með sigri á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Liðin mætast þá í stórleik fjórtándu umferðar Pepsi-deildar karla og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Staðan er vissulega góð á Hlíðarenda. Valur er með átta stiga forskot á Stjörnuna eftir þrettán fyrstu umferðirnar og Valsmenn hafa jafnfram fengið níu stigum meira en FH-ingar. Sigur í kvöld myndi ekki aðeins endanlega skilja FH-inga eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn heldur getur Valsliðið einnig náð ellefu stiga forystu á Stjörnuna sem spilar ekki fyrr á morgun. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í fótbolta karla síðan 2007 eða í áratug. Það er einnig jafnlangt síðan að Valsliðið fagnaði sigri í Kaplakrika. FH hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla frá árinu 2007 og á sama tíma aldrei tapað á heimavelli á móti Val. Liðin hafa reyndar gert þrjú jafntefli en sex sinnum hafa FH-ingar fagnað sigri. Valsmenn unnu FH-inga síðast í Kaplakrika 23. september 2007 en leikurinn var í næstsíðustu umferð og í raun úrslitaleikur um titilinn. FH var búið að sitja í toppsæti deildarinnar í 60 umferðir í röð fram að þessum leik liðanna en Valsmenn komust á toppinn eftir 2-0 sigur. Valsmenn unnu síðan lokaleik sinn á móti HK og tryggðu sér sinn tuttugasta Íslandsmeistaratitil. Baldur Aðalsteinsson skoraði fyrra mark Valsmanna á 32. mínútu og Helgi Sigurðsson það síðara þremur mínútum fyrir leikslok. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna í dag, var einmitt þjálfari FH-liðsins fyrir tíu árum og Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, var aðstoðarmaður hans. Heimir tók síðan við starfi Ólafs eftir 2007 tímabilið og hefur haldið því síðan. Ólafur hefur þjálfað Val frá og með 2015-tímabilinu.Síðustu tíu leikir FH og Vals í úrvalsdeild karla í Kaplakrika: 2007 Valur vann 2-0 (Valur Íslandsmeistari) 2008 FH vann 3-0 (FH Íslandsmeistari) 2009 FH vann 2-0 (FH Íslandsmeistari) 2010 1-1 jafntefli 2011 FH vann 3-2 2012 FH vann 2-1 (FH Íslandsmeistari) 2013 3-3 jafntefli 2014 FH vann 2-1 2015 FH vann 2-1 (FH Íslandsmeistari) 2016 1-1 jafntefli (FH Íslandsmeistari)Leikur FH og Vals hefst klukkan 19.15 í Kaplakrika. Útsending Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Valsmenn geta stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í heilan áratug með sigri á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Liðin mætast þá í stórleik fjórtándu umferðar Pepsi-deildar karla og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Staðan er vissulega góð á Hlíðarenda. Valur er með átta stiga forskot á Stjörnuna eftir þrettán fyrstu umferðirnar og Valsmenn hafa jafnfram fengið níu stigum meira en FH-ingar. Sigur í kvöld myndi ekki aðeins endanlega skilja FH-inga eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn heldur getur Valsliðið einnig náð ellefu stiga forystu á Stjörnuna sem spilar ekki fyrr á morgun. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í fótbolta karla síðan 2007 eða í áratug. Það er einnig jafnlangt síðan að Valsliðið fagnaði sigri í Kaplakrika. FH hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla frá árinu 2007 og á sama tíma aldrei tapað á heimavelli á móti Val. Liðin hafa reyndar gert þrjú jafntefli en sex sinnum hafa FH-ingar fagnað sigri. Valsmenn unnu FH-inga síðast í Kaplakrika 23. september 2007 en leikurinn var í næstsíðustu umferð og í raun úrslitaleikur um titilinn. FH var búið að sitja í toppsæti deildarinnar í 60 umferðir í röð fram að þessum leik liðanna en Valsmenn komust á toppinn eftir 2-0 sigur. Valsmenn unnu síðan lokaleik sinn á móti HK og tryggðu sér sinn tuttugasta Íslandsmeistaratitil. Baldur Aðalsteinsson skoraði fyrra mark Valsmanna á 32. mínútu og Helgi Sigurðsson það síðara þremur mínútum fyrir leikslok. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna í dag, var einmitt þjálfari FH-liðsins fyrir tíu árum og Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, var aðstoðarmaður hans. Heimir tók síðan við starfi Ólafs eftir 2007 tímabilið og hefur haldið því síðan. Ólafur hefur þjálfað Val frá og með 2015-tímabilinu.Síðustu tíu leikir FH og Vals í úrvalsdeild karla í Kaplakrika: 2007 Valur vann 2-0 (Valur Íslandsmeistari) 2008 FH vann 3-0 (FH Íslandsmeistari) 2009 FH vann 2-0 (FH Íslandsmeistari) 2010 1-1 jafntefli 2011 FH vann 3-2 2012 FH vann 2-1 (FH Íslandsmeistari) 2013 3-3 jafntefli 2014 FH vann 2-1 2015 FH vann 2-1 (FH Íslandsmeistari) 2016 1-1 jafntefli (FH Íslandsmeistari)Leikur FH og Vals hefst klukkan 19.15 í Kaplakrika. Útsending Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann