Mæla með regnfötum í hægviðri um verslunarmannahelgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 10:15 Þjóðhátíðargestir eru iðulega viðbúnir öllum veðrum. vísir/vilhelm Veður um verslunarmannahelgina verður þokkalegt víðast hvar, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skúrir gætu þó myndast inn til landsins síðdegis í dag og á morgun og því er landsmönnum á faraldsfæti ráðlagt að hafa með sér regnföt. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að hægviðri verði um land allt um helgina. Í dag og á morgun verði þó sums staðar hafgola síðdegis og skúrir gætu myndast á sama tíma inn til landsins. Á mánudaginn segir Árni að snúist gæti til norðanáttar og þá líti út fyrir að kólni sérstaklega á Norðurlandi. Þar gæti farið niður í allt að 5 til 10 gráður í blálok helgar. Aðspurður hvort einhver staður verði veðursælli en annar um helgina segist Árni ekki vilja gera upp á milli landshluta. „Nei, ég myndi ekki gera mikið veður út af því.“Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur næstu daga, teknar af vef Veðurstofu Íslands:„Búist er við þokkalegu ef ekki ágætisveðri um helgina, fremur hægum vindum, en skúrum á víða og dreif og sums staðar síðdegisdembum. Hiti verður á bilinum 10 til 16 stig að deginum, en mun svalara að næturlagi, jafn vel næturfrost á stöku stað. Sumar tölvuspár gera ráð fyrir norðanátt á frídegi verslunarmanna með rigningu á Norður- og Austurlandi, en spáin ætti ekki að fæla neinn frá útivist né útilegum í náttúru landsins, sem skartar sínu fegursta um þessar mundir. Til að spilla ekki gleðinni er þó vissara að hafa hlý og vatnsvarin föt meðferðis þegar haldið er á vit ævintýranna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings í dag.Á sunnudag: Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað með köflum, en síðdegisskúrir í flestum landshlutum, einkum inn til landsins. Hiti 10 til 16 stig að deginum, en svalara að næturlagi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Fremur hæg norðanátt og víða dálítil væta með köflum, einkum norðanlands, en léttir til um landið vestanvert þegar líður á daginn. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands. Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Sjá meira
Veður um verslunarmannahelgina verður þokkalegt víðast hvar, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skúrir gætu þó myndast inn til landsins síðdegis í dag og á morgun og því er landsmönnum á faraldsfæti ráðlagt að hafa með sér regnföt. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að hægviðri verði um land allt um helgina. Í dag og á morgun verði þó sums staðar hafgola síðdegis og skúrir gætu myndast á sama tíma inn til landsins. Á mánudaginn segir Árni að snúist gæti til norðanáttar og þá líti út fyrir að kólni sérstaklega á Norðurlandi. Þar gæti farið niður í allt að 5 til 10 gráður í blálok helgar. Aðspurður hvort einhver staður verði veðursælli en annar um helgina segist Árni ekki vilja gera upp á milli landshluta. „Nei, ég myndi ekki gera mikið veður út af því.“Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur næstu daga, teknar af vef Veðurstofu Íslands:„Búist er við þokkalegu ef ekki ágætisveðri um helgina, fremur hægum vindum, en skúrum á víða og dreif og sums staðar síðdegisdembum. Hiti verður á bilinum 10 til 16 stig að deginum, en mun svalara að næturlagi, jafn vel næturfrost á stöku stað. Sumar tölvuspár gera ráð fyrir norðanátt á frídegi verslunarmanna með rigningu á Norður- og Austurlandi, en spáin ætti ekki að fæla neinn frá útivist né útilegum í náttúru landsins, sem skartar sínu fegursta um þessar mundir. Til að spilla ekki gleðinni er þó vissara að hafa hlý og vatnsvarin föt meðferðis þegar haldið er á vit ævintýranna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings í dag.Á sunnudag: Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað með köflum, en síðdegisskúrir í flestum landshlutum, einkum inn til landsins. Hiti 10 til 16 stig að deginum, en svalara að næturlagi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Fremur hæg norðanátt og víða dálítil væta með köflum, einkum norðanlands, en léttir til um landið vestanvert þegar líður á daginn. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Sjá meira