Viðskipti erlent

Tekjur Teslu meira en tvöfölduðust á milli ára

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Elon Musk, stofnandi Teslu
Elon Musk, stofnandi Teslu
Tekjur rafbílaframleiðandans Teslu námu 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, sem jafngildir 290 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins og meira en tvöfölduðust á milli ára.

Hins vegar jókst tap af rekstri framleiðandans um 43 milljónir dala og var 336 milljónir dala á tímabilinu. Aukinn kostnaður vegna rannsókna, þróunar- og sölumála varð þess valdandi að tapið jókst um fimmtán prósent á milli ára.

Fjárfestar virðast þó hafa verið ánægðir með uppgjörið, en til marks um það hækkuðu hlutabréf í Teslu um sjö prósent í verði eftir að uppgjörið var birt. Í tilkynningu tók Elon Musk, stofnandi Teslu, fram að búist væri við sterkum tekjuvexti á síðari helmingi ársins á meðan markmiðið væri að halda rekstrarkostnaði í hófi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×