Vill ekki lengur fara einn í sturturnar eftir kynferðisáreiti Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 20:59 Móðir drengs sem segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni manns í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudag gagnrýnir að börn séu látin fara eftirlitslaus í gegnum klefana. Hún segir son sinn ekki lengur vilja fara einn í sturturnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við Vísi í morgun að hún rannsaki mál þar sem karlmaður er sagður hafa brotið gegn ungum dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudagsmorgun. Drengurinn er sjö ára og var á sundnámskeiði þegar brotið á að hafa átt sér stað, að sögn móður hans sem rætt var við í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún vildi ekki koma fram undir nafni.Vitni gaf sig fram eftir Facebook-færsluHún segir að drengurinn hafi greint henni frá brotinu þegar hún sótti hann af námskeiðinu á mánudag. „[Hann] segir mér þá að maður í sturtuklefanum hafi kysst sig og þegar við erum lögð af stað þá segir hann mér sem sagt að þessi maður hafi líka kysst á honum kynfærin,“ segir móðirin.Sjá einnig:Sagður hafa brotið gegn dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar Hún tók frásögn drengsins upp og afhenti lögreglu upptökurnar þegar hún lagði fram kæru gegn manninum. Vinkona móðurinnar skrifaði færslu á Facebook um málið og segir móðirin að maður hafi í kjölfarið gefið sig fram sem taldi sig hafa séð manninn sem á að hafa áreitt drenginn. Hann lýsi manninum sem undir tvítugum að aldri. Lýsing hans sé í aðalatriðum svipuð þeirri sem drengurinn gaf.Lögreglan er með málið til rannsóknar en hún er á frumstigi.Vísir/EyþórSagðist líða illa um kvöldiðSpurð um líðan sonar síns segir móðir drengsins að honum hafi liðið skringilega. Hann hafi ekki áttað sig á hvað hefði gerst en vitað að það sem maðurinn hefði gert væri bannað. „Það var í raun ekki fyrr en um kvöldið sem hann var að fara að sofa og allur þessi erill sem var yfir daginn hafði róast að hann kom til mín og tjáði mér það að þessi dagur hefði verið svolítið leiðinlegur og að honum liði svolítið illa yfir að þetta hafi gerst og var mjög dapur,“ segir móðirin. Hann geri sér hins vegar ekki alveg grein fyrir alvarleika málsins eða að það sé kynferðisbrot. „Það er kannski bara gott að honum líði ekki eins illa og okkur foreldrunum,“ segir hún.Eftirlitslaus í gegnum klefanaMóðir drengins kallar eftir auknu eftirliti á sundstöðum. Sonur hennar hafi sagt henni að það hafi aðeins verið fyrsta daginn á sundnámskeiðinu sem börnunum hafi verið fylgt í gegnum klefana. „Það skipti rosalega miklu máli að krakkar, sérstaklega svona ungir, þetta er kannski í fyrta skipti sem þau fara ein í klefa, að einhver sé að fylgjast með þeim,“ segir hún. Drengurinn hefur haldið áfram á námskeiðinu eftir uppákomuna en faðir hans hefur fylgt honum í laugina. „Hann er ekki hræddur við að fara í sund en hann vill ekki fara einn í klefa,“ segir konan. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Móðir drengs sem segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni manns í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudag gagnrýnir að börn séu látin fara eftirlitslaus í gegnum klefana. Hún segir son sinn ekki lengur vilja fara einn í sturturnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við Vísi í morgun að hún rannsaki mál þar sem karlmaður er sagður hafa brotið gegn ungum dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudagsmorgun. Drengurinn er sjö ára og var á sundnámskeiði þegar brotið á að hafa átt sér stað, að sögn móður hans sem rætt var við í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún vildi ekki koma fram undir nafni.Vitni gaf sig fram eftir Facebook-færsluHún segir að drengurinn hafi greint henni frá brotinu þegar hún sótti hann af námskeiðinu á mánudag. „[Hann] segir mér þá að maður í sturtuklefanum hafi kysst sig og þegar við erum lögð af stað þá segir hann mér sem sagt að þessi maður hafi líka kysst á honum kynfærin,“ segir móðirin.Sjá einnig:Sagður hafa brotið gegn dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar Hún tók frásögn drengsins upp og afhenti lögreglu upptökurnar þegar hún lagði fram kæru gegn manninum. Vinkona móðurinnar skrifaði færslu á Facebook um málið og segir móðirin að maður hafi í kjölfarið gefið sig fram sem taldi sig hafa séð manninn sem á að hafa áreitt drenginn. Hann lýsi manninum sem undir tvítugum að aldri. Lýsing hans sé í aðalatriðum svipuð þeirri sem drengurinn gaf.Lögreglan er með málið til rannsóknar en hún er á frumstigi.Vísir/EyþórSagðist líða illa um kvöldiðSpurð um líðan sonar síns segir móðir drengsins að honum hafi liðið skringilega. Hann hafi ekki áttað sig á hvað hefði gerst en vitað að það sem maðurinn hefði gert væri bannað. „Það var í raun ekki fyrr en um kvöldið sem hann var að fara að sofa og allur þessi erill sem var yfir daginn hafði róast að hann kom til mín og tjáði mér það að þessi dagur hefði verið svolítið leiðinlegur og að honum liði svolítið illa yfir að þetta hafi gerst og var mjög dapur,“ segir móðirin. Hann geri sér hins vegar ekki alveg grein fyrir alvarleika málsins eða að það sé kynferðisbrot. „Það er kannski bara gott að honum líði ekki eins illa og okkur foreldrunum,“ segir hún.Eftirlitslaus í gegnum klefanaMóðir drengins kallar eftir auknu eftirliti á sundstöðum. Sonur hennar hafi sagt henni að það hafi aðeins verið fyrsta daginn á sundnámskeiðinu sem börnunum hafi verið fylgt í gegnum klefana. „Það skipti rosalega miklu máli að krakkar, sérstaklega svona ungir, þetta er kannski í fyrta skipti sem þau fara ein í klefa, að einhver sé að fylgjast með þeim,“ segir hún. Drengurinn hefur haldið áfram á námskeiðinu eftir uppákomuna en faðir hans hefur fylgt honum í laugina. „Hann er ekki hræddur við að fara í sund en hann vill ekki fara einn í klefa,“ segir konan.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira