Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, er óhress með kosningar sunnudagsins. Nordicphotos/AFP Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. Sama dag greindu forsvarsmenn breska fyrirtækisins Smartmatic, sem sáu Venesúelamönnum fyrir kosningakerfinu, frá því að yfirvöld hefðu stórlega ýkt kjörsókn á sunnudag. Munurinn á kjörsóknartölum fyrirtækisins og yfirvalda væri að minnsta kosti milljón kjósendur og því gæti fyrirtækið ekki ábyrgst að úrslit kosninganna væru rétt. Þessum fullyrðingum hefur Maduro þó hafnað. Samkvæmt yfirvöldum kusu um átta milljónir, sem þýðir 42 prósenta kjörsókn. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar telja þó að kjörsókn hafi verið mun lægri, allt niður í tvær milljónir. Ríkissaksóknarinn greindi frá því í gær að hún hefði skipað tvo saksóknara til að rannsaka fjóra af fimm yfirmönnum kosningastjórnar í landinu „fyrir þetta reginhneyksli sem gæti orðið kveikjan að enn meira ofbeldi í ríkinu en við höfum séð til þessa“. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að boða til kosninga var afar umdeild. Maduro vill að nýtt stjórnlagaráð semji stjórnarskrá sem á að koma í stað stjórnarskrárinnar sem samin var árið 1999 í forsetatíð læriföður Maduro, Hugo Chavez. Samkvæmt könnun Dataanalisis frá því nítjánda júlí voru 72,7 prósent aðspurðra ósammála ákvörðun Maduro um að boða til kosninga. Álíka niðurstöður birtust í könnunum Hercon, Pronóstico, Meganalisis, Ceca, UCV, Datincorp og MORE Consulting. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. Sama dag greindu forsvarsmenn breska fyrirtækisins Smartmatic, sem sáu Venesúelamönnum fyrir kosningakerfinu, frá því að yfirvöld hefðu stórlega ýkt kjörsókn á sunnudag. Munurinn á kjörsóknartölum fyrirtækisins og yfirvalda væri að minnsta kosti milljón kjósendur og því gæti fyrirtækið ekki ábyrgst að úrslit kosninganna væru rétt. Þessum fullyrðingum hefur Maduro þó hafnað. Samkvæmt yfirvöldum kusu um átta milljónir, sem þýðir 42 prósenta kjörsókn. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar telja þó að kjörsókn hafi verið mun lægri, allt niður í tvær milljónir. Ríkissaksóknarinn greindi frá því í gær að hún hefði skipað tvo saksóknara til að rannsaka fjóra af fimm yfirmönnum kosningastjórnar í landinu „fyrir þetta reginhneyksli sem gæti orðið kveikjan að enn meira ofbeldi í ríkinu en við höfum séð til þessa“. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að boða til kosninga var afar umdeild. Maduro vill að nýtt stjórnlagaráð semji stjórnarskrá sem á að koma í stað stjórnarskrárinnar sem samin var árið 1999 í forsetatíð læriföður Maduro, Hugo Chavez. Samkvæmt könnun Dataanalisis frá því nítjánda júlí voru 72,7 prósent aðspurðra ósammála ákvörðun Maduro um að boða til kosninga. Álíka niðurstöður birtust í könnunum Hercon, Pronóstico, Meganalisis, Ceca, UCV, Datincorp og MORE Consulting.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira