Danir og Bretar hafa áhyggjur af mögulegu Kötlugosi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 13:18 Katla sefur rótt enn sem komið er. vísir/gva Svo virðist sem heimsbyggðin öll, eða allavega Danir og Bretar, fylgist spenntir með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana. Danska blaðið BT skrifaði grein þar sem farið er yfir ástandið hjá eldfjallinu og hefur breska blaðið Independent einnig spáð fyrir um að stutt sé í næsta gos, hvort sem það verði í Kötlu eða annarsstaðar. Vitna þeir meðal annars í nýlega skjálftahrinu á Reykjanesi við Fagradalsfjall.Jarðskjálftasagan rakin Danska blaðið rekur jarðskjálftasögu undanfarinna daga og þeir sagðir hafa verið um 500 talsins. Minnst er á að á sunnudaginn síðastliðinn hafi litakóða Kötlu verið breytt í gult. Því var síðan breytt aftur í grænt. Gosið í Kötlu er þar sett í samhengi við áhrif gossins í Eyjafjallajökli sem lamaði alla flugumverð í dágóðan tíma. Þar er þó lagður sá varnagli að þótt jarðskjálftar hafi verið algengir þýði það ekki endilega að eldgos sé á næsta leiti. „Versta mögulega útkoman er sú að ef Katla gýs, sem er fimm sinnum stærri eldstöð en sú sem gaus árið 2010, þá muni öskuský fara yfir Danmörku og Evrópu alla. Þetta eldfjall er sérstaklega hættulegt af því það er þakið ís og snjó og þegar hann bráðnar verður kröftug sprenging,“ segir Henning Andersen, eldfjallasérfræðingur. Henning segir það vera 50 prósent líkur á að eldfjallið gjósi í bráð.Hefur róast Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir að Katla sé farin að hægja ansi mikið á sér eftir hlaupið um helgina. Algengt sé að hún láti finna meira fyrir sér yfir sumartímann. Þá hefur rafleiðni einnig minnkað. Hún segir hins vegar að þau geti ekki útilokað neitt en þau búist ekki við mikilli virkni á næstunni. Katla Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Hlaupið í Múlakvísl í rénun Ekki hægt að útiloka annað hlaup. 29. júlí 2017 15:58 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Svo virðist sem heimsbyggðin öll, eða allavega Danir og Bretar, fylgist spenntir með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana. Danska blaðið BT skrifaði grein þar sem farið er yfir ástandið hjá eldfjallinu og hefur breska blaðið Independent einnig spáð fyrir um að stutt sé í næsta gos, hvort sem það verði í Kötlu eða annarsstaðar. Vitna þeir meðal annars í nýlega skjálftahrinu á Reykjanesi við Fagradalsfjall.Jarðskjálftasagan rakin Danska blaðið rekur jarðskjálftasögu undanfarinna daga og þeir sagðir hafa verið um 500 talsins. Minnst er á að á sunnudaginn síðastliðinn hafi litakóða Kötlu verið breytt í gult. Því var síðan breytt aftur í grænt. Gosið í Kötlu er þar sett í samhengi við áhrif gossins í Eyjafjallajökli sem lamaði alla flugumverð í dágóðan tíma. Þar er þó lagður sá varnagli að þótt jarðskjálftar hafi verið algengir þýði það ekki endilega að eldgos sé á næsta leiti. „Versta mögulega útkoman er sú að ef Katla gýs, sem er fimm sinnum stærri eldstöð en sú sem gaus árið 2010, þá muni öskuský fara yfir Danmörku og Evrópu alla. Þetta eldfjall er sérstaklega hættulegt af því það er þakið ís og snjó og þegar hann bráðnar verður kröftug sprenging,“ segir Henning Andersen, eldfjallasérfræðingur. Henning segir það vera 50 prósent líkur á að eldfjallið gjósi í bráð.Hefur róast Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir að Katla sé farin að hægja ansi mikið á sér eftir hlaupið um helgina. Algengt sé að hún láti finna meira fyrir sér yfir sumartímann. Þá hefur rafleiðni einnig minnkað. Hún segir hins vegar að þau geti ekki útilokað neitt en þau búist ekki við mikilli virkni á næstunni.
Katla Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Hlaupið í Múlakvísl í rénun Ekki hægt að útiloka annað hlaup. 29. júlí 2017 15:58 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14
Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28