Manuela Ósk vill vernda keppendur fyrir háðsglósum á Twitter Jakob Bjarnar skrifar 1. ágúst 2017 11:04 Manuela Ósk segist ekki vilja stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir þá sem vilja slátra keppninni á Twitter. Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland vill hlífa keppendum við háðsglósum þeirra sem lifa og hrærast á Twitter. Keppninni, sem haldin verður 25. september næstkomandi, verður því hvorki sjónvarpað né streymt á netinu. Í fyrra fór Hildur María Leifsdóttir með sigur í keppninni. En, í viðtali Vísis við Önnu Láru Orlowska, sem sigraði í keppninni Ungfrú Ísland í fyrra, kom fram að þessar glósur eru stúlkunum mikil raun. Undirbúningur fyrir fegurðarsamkeppnina stendur nú sem hæst en 18 stúlka tekur þátt. Manuela Ósk, sem jafnframt er ein helsta samfélagsmiðlastjarna landsins og hefur marga fjöruna sopið á þeim vettvangi, segir ekki hægt að stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir samansúrraðan Twitterskríl. „Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að keppnin okkar er ekki í sjónvarpi né streymt á netinu. Ég held að Íslendingar séu ekki tilbúnir í þetta. Þeir sem vilja styðja keppendur þeir mæta í Gamla bíó. Þeir sem vilja slátra keppninni á netinu, á Twitter og vera leiðinlegir, þeir munu sitja uppí sófa með popp og kók heima og horfa. Þannig að ég tók algerlega fyrir það. Þetta verður ekki í sjónvarpi. Til að fólk geti gert grín á þeirra kostnað. Mér finnst það ekki rétt. Þær eru allar að leggja mikið á sig. Og standa sig ótrúlega vel,“ sagði Manuela Ósk í útvarpsviðtali í Brennslunni á FM957 þar sem hún ræddi við Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla KjartanssonKjartan Atli, sem var kynnir í Ungfrú Ísland í fyrra, segist kannast mæta vel við þessa stæku andúð meðal þeirra sem virkastir eru á Twitter. Að það myndaðist afar sérkennilegt og yfirgengilegt „hate“ gagnvart fegurðarsamkeppnum á þeim vettvangi. Tvær keppnir af þessu tagi eru virkar. Ungfrú Ísland og svo þessi sem er samkvæmt bandarískri fyrirmynd, enda eru eigendur keppninnar IMG fyrirsætuskrifstofa. Manuela Ósk segir að mikið verði um dýrðir en til landsins kemur sérstaklega óháð dómnefnd, en Manuela Ósk segir að ekki dugi annað í svo litlu samfélagi sem Ísland er. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ "Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 28. október 2016 10:45 Hræddist gagnrýni en sér ekki eftir neinu Anna Lára Orlowska bar í gær sigur úr býtum í keppninni um Ungfrú Ísland í gær. 28. ágúst 2016 17:06 Ný ungfrú Ísland tekur við keflinu Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. 27. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland vill hlífa keppendum við háðsglósum þeirra sem lifa og hrærast á Twitter. Keppninni, sem haldin verður 25. september næstkomandi, verður því hvorki sjónvarpað né streymt á netinu. Í fyrra fór Hildur María Leifsdóttir með sigur í keppninni. En, í viðtali Vísis við Önnu Láru Orlowska, sem sigraði í keppninni Ungfrú Ísland í fyrra, kom fram að þessar glósur eru stúlkunum mikil raun. Undirbúningur fyrir fegurðarsamkeppnina stendur nú sem hæst en 18 stúlka tekur þátt. Manuela Ósk, sem jafnframt er ein helsta samfélagsmiðlastjarna landsins og hefur marga fjöruna sopið á þeim vettvangi, segir ekki hægt að stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir samansúrraðan Twitterskríl. „Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að keppnin okkar er ekki í sjónvarpi né streymt á netinu. Ég held að Íslendingar séu ekki tilbúnir í þetta. Þeir sem vilja styðja keppendur þeir mæta í Gamla bíó. Þeir sem vilja slátra keppninni á netinu, á Twitter og vera leiðinlegir, þeir munu sitja uppí sófa með popp og kók heima og horfa. Þannig að ég tók algerlega fyrir það. Þetta verður ekki í sjónvarpi. Til að fólk geti gert grín á þeirra kostnað. Mér finnst það ekki rétt. Þær eru allar að leggja mikið á sig. Og standa sig ótrúlega vel,“ sagði Manuela Ósk í útvarpsviðtali í Brennslunni á FM957 þar sem hún ræddi við Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla KjartanssonKjartan Atli, sem var kynnir í Ungfrú Ísland í fyrra, segist kannast mæta vel við þessa stæku andúð meðal þeirra sem virkastir eru á Twitter. Að það myndaðist afar sérkennilegt og yfirgengilegt „hate“ gagnvart fegurðarsamkeppnum á þeim vettvangi. Tvær keppnir af þessu tagi eru virkar. Ungfrú Ísland og svo þessi sem er samkvæmt bandarískri fyrirmynd, enda eru eigendur keppninnar IMG fyrirsætuskrifstofa. Manuela Ósk segir að mikið verði um dýrðir en til landsins kemur sérstaklega óháð dómnefnd, en Manuela Ósk segir að ekki dugi annað í svo litlu samfélagi sem Ísland er.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ "Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 28. október 2016 10:45 Hræddist gagnrýni en sér ekki eftir neinu Anna Lára Orlowska bar í gær sigur úr býtum í keppninni um Ungfrú Ísland í gær. 28. ágúst 2016 17:06 Ný ungfrú Ísland tekur við keflinu Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. 27. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ "Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 28. október 2016 10:45
Hræddist gagnrýni en sér ekki eftir neinu Anna Lára Orlowska bar í gær sigur úr býtum í keppninni um Ungfrú Ísland í gær. 28. ágúst 2016 17:06
Ný ungfrú Ísland tekur við keflinu Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. 27. ágúst 2016 10:00