Flottar endurkomur hjá bæði Þrótturum og Haukum í kvöld | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 21:11 Sveinbjörn Jónasson í baráttunni í Laugardalnum í kvöld. Vísir/Anton Þróttur og Haukar unnu karaktersigra í Inkasso deild karla í fótbolta í kvöld en liðin lentu bæði undir í sínum leikjum. Þróttarar minnkuðu forskot Keflavíkur á toppnum í eitt stig í kvöld en í hálfleik stefndi í það Keflvíkingar væru að fara að stinga af á toppnum. Hefðu leikirnir endað í hálfleik þá væri Keflvíkingar með sjö stiga forskot en margt breyttist í seinni hálfleiknum. Þróttarar komu til baka og unnu 2-1 sigur á HK og Keflvíkingar misstu niður tveggja marka forskot á Ásvöllum og töpuðu 4-2 á móti heimamönnum í Haukum.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Laugardalnum og náði þessum myndum hér fyrir neðan. Keflavík er nú með 34 stig, Þróttarar hafa 33 stig og svo koma Fylkir og Haukar í næstu sætum með 30 stig. Fylkismenn eiga leik inni á móti Leikni F. á morgun. Viktor Jónsson skoraði sigurmark Þróttara á móti HK átta mínútum fyrir leikslok en HK-ingar voru fyrir leikinn búnir að vinna fimm leiki í röð. Brynjar Jónasson kom HK í 1-0 rétt fyrir hálfleik en Rafn Andri Haraldsson jafnaði metin. Þróttarar voru betri og áttu skilið að skora sigurmarkið sem kom með laglegum skalla frá Viktori á 82. mínútu. HK sótti samt undir lokin og þá þurfti ótrúlega markvörslu hjá Arnari Darra Péturssyni í uppbótartíma til að tryggja Þrótturum sigurinn. Keflvíkingar voru 2-0 yfir á móti Haukum þegar 50 mínútur voru liðnar af leiknum en þá komu þrjú Haukamörk á þrettán mínútum. Haukarnir bættu svo einu marki við undir lokin og unnu 4-2 sigur. Björgvin Stefánsson skoraði tvö af mörkum Hauka í kvöld. Haukarnir hafa nú náð í 17 stig af 1 mögulegu í síðustu sjö deildarleikjum og eru núna aðeins þremur stigum frá sæti sem gefur þátttökurétt í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fótbolti.net.Úrslit og markaskorarar í Inkasso deild karla í kvöld:Þór Ak - Fram 2-2 1-0 Kristján Örn Sigurðsson (19.), 1-1 Guðmundur Magnússon (33.), 2-1 Gunnar Örvar Stefánsson (48.), 2-2 Ivan Bubalo (76.).Þróttur - HK 2-1 0-1 Brynjar Jónasson (42.), 1-1 Rafn Andri Haraldsson (59.), 2-1 Viktor Jónsson (82)Haukar - Keflavík 4-2 0-1 Sjálfsmark (5), 0-2 Jeppe Hansen , víti (48.), 1-2 Harrison Hanley (54.), 2-2 Björgvin Stefánsson (60.), 3-2 Aron Jóhannsson (67.), 4-2 Björgvin Stefánsson (81.)Vísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/Anton Íslenski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Þróttur og Haukar unnu karaktersigra í Inkasso deild karla í fótbolta í kvöld en liðin lentu bæði undir í sínum leikjum. Þróttarar minnkuðu forskot Keflavíkur á toppnum í eitt stig í kvöld en í hálfleik stefndi í það Keflvíkingar væru að fara að stinga af á toppnum. Hefðu leikirnir endað í hálfleik þá væri Keflvíkingar með sjö stiga forskot en margt breyttist í seinni hálfleiknum. Þróttarar komu til baka og unnu 2-1 sigur á HK og Keflvíkingar misstu niður tveggja marka forskot á Ásvöllum og töpuðu 4-2 á móti heimamönnum í Haukum.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Laugardalnum og náði þessum myndum hér fyrir neðan. Keflavík er nú með 34 stig, Þróttarar hafa 33 stig og svo koma Fylkir og Haukar í næstu sætum með 30 stig. Fylkismenn eiga leik inni á móti Leikni F. á morgun. Viktor Jónsson skoraði sigurmark Þróttara á móti HK átta mínútum fyrir leikslok en HK-ingar voru fyrir leikinn búnir að vinna fimm leiki í röð. Brynjar Jónasson kom HK í 1-0 rétt fyrir hálfleik en Rafn Andri Haraldsson jafnaði metin. Þróttarar voru betri og áttu skilið að skora sigurmarkið sem kom með laglegum skalla frá Viktori á 82. mínútu. HK sótti samt undir lokin og þá þurfti ótrúlega markvörslu hjá Arnari Darra Péturssyni í uppbótartíma til að tryggja Þrótturum sigurinn. Keflvíkingar voru 2-0 yfir á móti Haukum þegar 50 mínútur voru liðnar af leiknum en þá komu þrjú Haukamörk á þrettán mínútum. Haukarnir bættu svo einu marki við undir lokin og unnu 4-2 sigur. Björgvin Stefánsson skoraði tvö af mörkum Hauka í kvöld. Haukarnir hafa nú náð í 17 stig af 1 mögulegu í síðustu sjö deildarleikjum og eru núna aðeins þremur stigum frá sæti sem gefur þátttökurétt í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fótbolti.net.Úrslit og markaskorarar í Inkasso deild karla í kvöld:Þór Ak - Fram 2-2 1-0 Kristján Örn Sigurðsson (19.), 1-1 Guðmundur Magnússon (33.), 2-1 Gunnar Örvar Stefánsson (48.), 2-2 Ivan Bubalo (76.).Þróttur - HK 2-1 0-1 Brynjar Jónasson (42.), 1-1 Rafn Andri Haraldsson (59.), 2-1 Viktor Jónsson (82)Haukar - Keflavík 4-2 0-1 Sjálfsmark (5), 0-2 Jeppe Hansen , víti (48.), 1-2 Harrison Hanley (54.), 2-2 Björgvin Stefánsson (60.), 3-2 Aron Jóhannsson (67.), 4-2 Björgvin Stefánsson (81.)Vísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/Anton
Íslenski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira