Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Ritstjórn skrifar 19. ágúst 2017 08:00 Glamour/Getty Við Íslendingar eigum það til að pakka niður öllu blómamunstri, kjólum og opnum skóm þegar haustið gengur í garð. Að mati Glamour er það algjörlega óþarfi, það eru ótal margar leiðir til að nýta sumarfötin á skemmtilegan og fallegan hátt sem poppar upp haust- og vetrarmúnderinguna. BlúndaRómantískir blúndutoppar og kjólar eru vinsælir yfir sumartímann, en það er þó minnsta mál að dressa þá niður og færa þá yfir í vetrarbúninginn. Með leðurjakka, trefli og dökkum gallabuxum er gaman að sýna smá blúndu við og við. Ekki skemmir fyrir ef hún er í einhverjum lit.SólglerauguSólgleraugu eru til margra hluta nytsamleg, t.d. til að fela bauga eða setja punktinn yfir i-ið. Oft gleymist hversu stórt öryggisatriði þau eru og þá sérstaklega í umferðinni. Því er engin ástæða til að pakka sólgleraugunum niður yfir vetrartímann. GallajakkiGamli góði gallajakkinn er sú flík sem er hvað mest notuð yfir sumartímann. Gallajakki passar nánast við allt og þá sérstaklega um þessar mundir þegar tískupallarnir gefa grænt ljós á gallabuxur við gallajakka og gallaskyrtu. Það er heillaráð að klæðast mörgum lögum þegar kuldinn skellur á og því er kápa yfir gallajakkann prýðislausn. Í dag er einnig auðvelt að finna örþunnar og léttar úlpur sem henta vel undir gallajakka. Sterkir litirÞað eru margir sem tengja haustið við jarðliti og svart en sterkir litir hafa aldrei verið jafn áberandi á tískupöllunum og nú fyrir haustið, þá sérstaklega bleikur og rauður. Það er því um að gera að nýta litríku sumarflíkurnar en dressa þær niður með svörtum buxum og þykkri kápu. Opnir hælarOpnu hælarnir eru ekki endilega það hentugasta fyrir íslenskt veðurfar en um leið og við smellum okkur í sokka erum við mun betur settar. Ásamt því að hita tærnar er gaman að geta kryddað einfalt og gott dress með lituðum sokkum. BlómamunsturBlómamunstur lýsir upp skammdegið um hávetrartímann og gleður alla sem beina augum að. Blómaskyrta, buxur, kjóll eða jafnvel jakki í bland við látlausari föt svínvirkar allt árið um kring. Að fara í gallabuxur undir blómakjólinn er bara mjög töffaralegt og flott.KjóllHið vinsæla 90's tískutrend að vera í hlýrabol yfir stutterma eða síðerma bol er snilldarráð til þess að nýta sumartoppana og kjólana. Trendið hefur tekið tískuheiminn heljartökum á ný og þykja allir litir eiga vel saman í þessu samhengi. Einnig er þykk peysa yfir síðan kjól falleg samsetning sem klikkar seint. Mest lesið Vegan vörur í hárið Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour Veldu þínar uppáhaldssnyrtivörur Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour Höfða mál gegn Olsen-systrunum Glamour Stal töskuhönnun Stellu McCartney Glamour Bleik nærföt frá Stellu McCartney Glamour Tísku - og kóngafólk sameinast í höllinni Glamour Kendall Jenner er andlit La Perla Glamour "Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Glamour
Við Íslendingar eigum það til að pakka niður öllu blómamunstri, kjólum og opnum skóm þegar haustið gengur í garð. Að mati Glamour er það algjörlega óþarfi, það eru ótal margar leiðir til að nýta sumarfötin á skemmtilegan og fallegan hátt sem poppar upp haust- og vetrarmúnderinguna. BlúndaRómantískir blúndutoppar og kjólar eru vinsælir yfir sumartímann, en það er þó minnsta mál að dressa þá niður og færa þá yfir í vetrarbúninginn. Með leðurjakka, trefli og dökkum gallabuxum er gaman að sýna smá blúndu við og við. Ekki skemmir fyrir ef hún er í einhverjum lit.SólglerauguSólgleraugu eru til margra hluta nytsamleg, t.d. til að fela bauga eða setja punktinn yfir i-ið. Oft gleymist hversu stórt öryggisatriði þau eru og þá sérstaklega í umferðinni. Því er engin ástæða til að pakka sólgleraugunum niður yfir vetrartímann. GallajakkiGamli góði gallajakkinn er sú flík sem er hvað mest notuð yfir sumartímann. Gallajakki passar nánast við allt og þá sérstaklega um þessar mundir þegar tískupallarnir gefa grænt ljós á gallabuxur við gallajakka og gallaskyrtu. Það er heillaráð að klæðast mörgum lögum þegar kuldinn skellur á og því er kápa yfir gallajakkann prýðislausn. Í dag er einnig auðvelt að finna örþunnar og léttar úlpur sem henta vel undir gallajakka. Sterkir litirÞað eru margir sem tengja haustið við jarðliti og svart en sterkir litir hafa aldrei verið jafn áberandi á tískupöllunum og nú fyrir haustið, þá sérstaklega bleikur og rauður. Það er því um að gera að nýta litríku sumarflíkurnar en dressa þær niður með svörtum buxum og þykkri kápu. Opnir hælarOpnu hælarnir eru ekki endilega það hentugasta fyrir íslenskt veðurfar en um leið og við smellum okkur í sokka erum við mun betur settar. Ásamt því að hita tærnar er gaman að geta kryddað einfalt og gott dress með lituðum sokkum. BlómamunsturBlómamunstur lýsir upp skammdegið um hávetrartímann og gleður alla sem beina augum að. Blómaskyrta, buxur, kjóll eða jafnvel jakki í bland við látlausari föt svínvirkar allt árið um kring. Að fara í gallabuxur undir blómakjólinn er bara mjög töffaralegt og flott.KjóllHið vinsæla 90's tískutrend að vera í hlýrabol yfir stutterma eða síðerma bol er snilldarráð til þess að nýta sumartoppana og kjólana. Trendið hefur tekið tískuheiminn heljartökum á ný og þykja allir litir eiga vel saman í þessu samhengi. Einnig er þykk peysa yfir síðan kjól falleg samsetning sem klikkar seint.
Mest lesið Vegan vörur í hárið Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour Veldu þínar uppáhaldssnyrtivörur Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour Höfða mál gegn Olsen-systrunum Glamour Stal töskuhönnun Stellu McCartney Glamour Bleik nærföt frá Stellu McCartney Glamour Tísku - og kóngafólk sameinast í höllinni Glamour Kendall Jenner er andlit La Perla Glamour "Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Glamour