Mayweather: Conor er mjög óheiðarlegur boxari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2017 23:15 Hinn fertugi Mayweather virkar í mjög góðu formi. vísir/getty Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. Conor fór tólf lotur með fyrrum meistaranum Paulie Malignaggi og Dana White, forseti UFC, setti á netið klippu þar sem Conor slær hann niður. Malignaggi vill þó ekki viðurkenna að hann hafi verið sleginn niður. „Hvort hann var sleginn niður eða ekki skiptir í raun ekki máli. Það sem er neyðarlegt er að ungur íþróttamaður eins og Conor skuli hafa farið tólf lotur með manni sem er hættur og í engu formi,“ sagði Mayweather. Fleiri klippur hafa komið á netið úr bardaganum og þar finnst Mayweather áhugaverðast hversu óheiðarlega Conor berst. Tvö stig voru víst dregin af Conor í æfingabardaganum gegn Malignaggi sem var alls engin vinabardagi. „Það var mjög áhugavert að sjá þetta. Það var mikið af ólöglegum höggum í hnakkann og svo glíma. Þetta var ekki fallegt en ég treysti því að dómarinn sjái til þess að bardaginn verði heiðarlegur því Conor berst mjög óheiðarlega.“ Mayweather er þekktur varnarboxari og margir búast við því að Conor verði því að elta hann og nái lítið að snerta Bandaríkjamanninn. Mayweather hefur þó lofað því að mæta Conor sem kæmi verulega á óvart. „Ég skulda aðdáendum mínum það. Ég mun vaða beint í Conor. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði á einhverjum flótta.“Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15 Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02 Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00 Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30 Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira
Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. Conor fór tólf lotur með fyrrum meistaranum Paulie Malignaggi og Dana White, forseti UFC, setti á netið klippu þar sem Conor slær hann niður. Malignaggi vill þó ekki viðurkenna að hann hafi verið sleginn niður. „Hvort hann var sleginn niður eða ekki skiptir í raun ekki máli. Það sem er neyðarlegt er að ungur íþróttamaður eins og Conor skuli hafa farið tólf lotur með manni sem er hættur og í engu formi,“ sagði Mayweather. Fleiri klippur hafa komið á netið úr bardaganum og þar finnst Mayweather áhugaverðast hversu óheiðarlega Conor berst. Tvö stig voru víst dregin af Conor í æfingabardaganum gegn Malignaggi sem var alls engin vinabardagi. „Það var mjög áhugavert að sjá þetta. Það var mikið af ólöglegum höggum í hnakkann og svo glíma. Þetta var ekki fallegt en ég treysti því að dómarinn sjái til þess að bardaginn verði heiðarlegur því Conor berst mjög óheiðarlega.“ Mayweather er þekktur varnarboxari og margir búast við því að Conor verði því að elta hann og nái lítið að snerta Bandaríkjamanninn. Mayweather hefur þó lofað því að mæta Conor sem kæmi verulega á óvart. „Ég skulda aðdáendum mínum það. Ég mun vaða beint í Conor. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði á einhverjum flótta.“Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15 Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02 Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00 Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30 Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira
Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15
Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02
Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00
Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30
Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00